Stal senunni í kjól frá 1996

Naomi Campbell á rauða dreglinum í Cannes.
Naomi Campbell á rauða dreglinum í Cannes. AFP/Valery HACHE

Sjálf­bærni er í tísku og það hef­ur ekki farið fram hjá of­ur­fyr­ir­sæt­unni Na­omi Camp­bell. Fyr­ir­sæt­an vakti mikla at­hygli á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í vik­unni í kjól sem hún klædd­ist fyrst árið 1996. 

Kjóll­inn er frá franska há­tísku­merk­inu Chanel en það var tískugoðsögn­in Karl Lag­er­feld sem var list­rænn stjórn­andi Chanel þegar kjóll­inn var hannaður. Það var Camp­bell sjálf sem sýndi kjól­inn á tískupall­in­um árið 1996. 

Naomi Campbell var ekki í undirkjól undir kjólnum.
Na­omi Camp­bell var ekki í undirkjól und­ir kjóln­um. AFP/​Val­ery HACHE

Þó kjóll­inn sé að nálg­ast þrítugs­ald­ur­inn mætti halda að Camp­bell hefði fengið hann beint af tískupall­in­um á dög­un­um, svo vel á hann við í dag. Ástæðan er sú að tíska tí­unda ára­tug­ar­ins hef­ur svifið yfir vötn­um und­an­far­in ár. Örlitl­ar breyt­ing­ar voru gerðar á kjóln­um en Camp­bell og stílisti henn­ar Law Roach ákváðu að sleppa síða undirkjóln­um. Í dag þykir ekk­ert mál að klæðast efn­is­litl­um nærpjötl­um und­ir hálf­gegn­sæj­um kjól. 

Na­omi Camp­bell var ekki sú eina sem klædd­ist Chanel í Cann­es í vik­unni. Íslenska leik­kon­an Elín Hall gerði það einnig. 

Um leið og Camp­bell klædd­ist kjóln­um í Cann­es birti hún gaml­ar mynd­ir af sér í kjóln­um eins og sjá má á In­sta­gram-síðu henn­ar hér að neðan. 

Naomi Campbell Stílistinn Law Roach sá um að klæða Naomi …
Na­omi Camp­bell Stílist­inn Law Roach sá um að klæða Na­omi Camp­bell. AFP/​Ant­on­in THUILLIER



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda