10 hlutir fyrir töffara landsins á útskriftardaginn

Óskalistinn er ekki af verri endanum þessa vikuna!
Óskalistinn er ekki af verri endanum þessa vikuna! Samsett mynd

Það er nóg af útskriftum framundan og eflaust margir farnir að huga að deginum. Óskalisti vikunnar er tileinkaður töffurum landsins og inniheldur tíu hluti sem ættu að falla vel í kramið hjá þeim á útskriftardaginn!

Fyrir öll tilefni!

Þegar kemur að því að velja föt fyrir útskriftardaginn er gott að hafa það í huga hvort flíkin henti ekki örugglega fyrir önnur tilefni líka. Þessi yfirskyrta er eftir íslenska hönnuðinn Sverri Anton Arason og er fullkomin á útskriftardaginn, en hana er auðvelt að dressa upp og niður og notagildið því mikið. 

Yfirskyrta fæst hjá Arason og kostar 49.900 krónur.
Yfirskyrta fæst hjá Arason og kostar 49.900 krónur. Ljósmynd/Arasonofficial.com

Punkturinn yfir i-ið!

Skartgripir setja oft punktinn yfir i-ið – þetta armband er í senn stílhreint og látlaust en gerir mikið fyrir lúkkið.

Silfrað armband fæst hjá 1104 by MAR og kostar 4.290 …
Silfrað armband fæst hjá 1104 by MAR og kostar 4.290 krónur. Ljósmynd/1104bymar.com

Í stíl!

Jakkaföt klikka aldrei og eru alltaf í tísku. Þessi eru frá Zara og eru í fallegum brúnum tón sem passar við margt.

Linen-sett fæst hjá Zara. Buxurnar kosta 8.995 krónur og jakkinn …
Linen-sett fæst hjá Zara. Buxurnar kosta 8.995 krónur og jakkinn kostar 19.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Klassík!

Það þurfa allir að eiga góða klassíska hvíta skyrtu. Þessi er eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman og er fullkominn fyrir útskriftardaginn, en hana er einnig hægt að nota við ýmis tilefni sem er mikill plús. 

Skyrta fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 34.900 krónur.
Skyrta fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 34.900 krónur. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Töffarajakkinn!

Þessi jakki er fyrir alvöru töffara, en hann er í afar skemmtilegu og klæðilegu sniði og svo er liturinn líka guðdómlegur.

Jakki frá Libertine Libertine fæst hjá Húrra og kostar 52.990 …
Jakki frá Libertine Libertine fæst hjá Húrra og kostar 52.990 krónur. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Poppaðu upp lúkkið!

Það er skemmtilegt að poppa upp lúkkið með fallegu hálsmeni, en hér er hálsmen frá íslenska merkinu Sign sem er virkilega töff. 

Hálsmen fæst hjá Sign og kostar 15.900 krónur.
Hálsmen fæst hjá Sign og kostar 15.900 krónur. Ljósmynd/Sign.is

Draumavestið!

Annað sem allir þurfa að eiga í fataskápnum er gott vesti, en það býður upp á ótal möguleika fyrir fínni tilefni og getur tekið lúkkið upp á næsta „level“.

Vesti frá Hansen fæst hjá Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og …
Vesti frá Hansen fæst hjá Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og kostar 39.900 krónur. Ljósmynd/Herrafataverslun.is

Úr 100% silki!

Falleg bindi geta gert kraftaverk fyrir dressið – þetta bindi er úr 100% silki frá Fermo Fossati og er handsaumað á Ítalíu!

Bindi fæst hjá Suitup Reykjavík og kostar 14.995 krónur.
Bindi fæst hjá Suitup Reykjavík og kostar 14.995 krónur. Ljósmynd/Suitup.is

Skemmtileg smáatriði!

Þessir flottu skór eru klassískir og tímalausir en með skemmtilegu smáatriði sem grípur án efa augað.

Skórnir fást hjá Zara og kosta 13.995 krónur.
Skórnir fást hjá Zara og kosta 13.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Þessi sem klikkar aldrei!

Það er nauðsynlegt að lykta vel á útskriftardaginn og algjör óþarfi að taka einhverja áhættu með það – þessi rakspíri frá Abercrombie & Fich hefur notið gífurlegra vinsælda um allan heim og það er ekki af ástæðulausu!

Fierce-rakspíri frá Abercrombie & Fitch fæst hjá Hagkaup og kostar …
Fierce-rakspíri frá Abercrombie & Fitch fæst hjá Hagkaup og kostar frá 7.799 til 14.799 krónur. Ljósmynd/Hagkaup.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda