Lífið í fimm ilmum: Rakel María Hjaltadóttir

Rakel María hefur prófað ýmis ilmvötn í gegnum ævina.
Rakel María hefur prófað ýmis ilmvötn í gegnum ævina. Samsett mynd

Öll eigum við okkur uppáhalds lykt, ilmvatnslykt. Fátt er betra en að setja á sig góðan ilm að morgni dags, það gerir góðan dag enn betri. Ilmvatnslykt getur kallað fram sterkar tilfinningar, vakið upp ljúfar minningar og ýtt undir vellíðan hjá þeim sem ber hana.

Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur, þjálfari og hlaupadrottning, veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að góðum förðunarvörum og ilmvötnum.

Smartland fékk hana því til að rifja upp fimm ilmvötn sem hafa verið í uppáhaldi í gegnum ævina.

Pink Sugar - Givaudan

„Ég eignaðist fyrsta ilmvatnið mitt, Pink Sugar, fyrir tuttugu árum síðan.

Ilmvatnið kom á markað árið 2004 og varð strax mjög vinsælt. Ég þráði að eignast það og hoppaði hæð mína af gleði daginn sem ég fékk ilmvatnið í hendurnar, þá gat ég lyktað eins og kandífloss allan liðlangan daginn.

Pink Sugar er ekki ilmvatn sem ég myndi setja á mig í dag, þó svo ég fengi borgað fyrir það, en tilhugsunin um þennan sykursæta ilm vekur ávallt upp nostalgíu.“

Pink Sugar var vinsæll ilmur á sínum tíma.
Pink Sugar var vinsæll ilmur á sínum tíma. Skjáskot/Pinterest

Fantasy - Britney Spears

„Ilmvatnið sem einkennir hápunkt gelgjuskeiðsins hjá mér er Fantasy úr smiðju poppstjörnunnar Britney Spears.

Þú varst ekki maður með mönnum nema þú ættir þessa lykt.“

Britney Spears seldi alls kyns varning á hápunkti frægðarinnar.
Britney Spears seldi alls kyns varning á hápunkti frægðarinnar. Skjáskot/Pinterest

Amor Amor - Cacharel 

„Þessi ilmur var lengi í uppáhaldi og ég notaði hann í mörg ár. Amor Amor-ilmvatnið var vinsælt á sínum tíma og vekur upp góðar minningar.“

Dásamlegur blómailmur er af Amor Amor-ilmvatninu.
Dásamlegur blómailmur er af Amor Amor-ilmvatninu. Skjáskot/Pinterest

Good Girl - Carolina Herrera 

„Þessi ilmur er í hvað mestu uppáhaldi hjá mér. Lyktin er seiðandi og hentar vel við öll tækifæri. Ég hef notað þetta ilmvatn í nokkur ár og er alltaf örugg með það á mér.“

Good Girl-ilmvatnið kemur í stórglæsilegu glasi.
Good Girl-ilmvatnið kemur í stórglæsilegu glasi. Skjáskot/Pinterest

Brazilian Crush Cheirosa 71 - Sol de Janeiro  

„Þessi lykt er nýjasta uppáhaldið. Þetta er líkamssprey og lyktar af vanillu-karamellu ilm. Lyktin er óútskýranlega góð.

Ég elska að spreyja ilminum yfir líkamann og sérstaklega í hárið þó svo ég beri á mig annað ilmvatn með. Þetta sprey er klárlega komið til að vera hjá mér.“

Líkamsspreyið er að gera allt vitlaust um þessar mundir.
Líkamsspreyið er að gera allt vitlaust um þessar mundir. Skjáskot/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda