53 ára og sýnir ör, húðslit og appelsínuhúð á nýjum myndum

Lakshmi er glæsileg í nýrri auglýsingaherferð Bare Necessities.
Lakshmi er glæsileg í nýrri auglýsingaherferð Bare Necessities. Samsett mynd

Rithöfundurinn, fyrirsætan og þáttastjórnandinn, Padma Lakshmi, kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur engan áhuga á að fela ör, húðslit, hrukkur og appelsínuhúð, enda stolt af aldrinum. Lakshmi verður 54 ára gömul á árinu.

Lakshmi, sem hefur um árabil verið ötull talsmaður jákvæðrar sjálfsmyndar fyrir stúlkur og konur á öllum aldri, fer með aðalhlutverk í nýrri auglýsingaherferð fyrir undirfatavörumerkið Bare Necessities, en nýja undir- og baðfatalínan er samstarfsverkefni Lakshmi og Bare Necessities.

Lakshmi krafðist þess að myndirnar yrðu ekki unnar og „fullkomnaðar“ í myndvinnsluforriti þar sem henni fannst afar mikilvægt að þær myndu sýna líkama hennar í sinni raunverulegu mynd.

„Ég sagði við þá: Ekki fjarlægja örið mitt og alls ekki hreinsa burt húðslitin og appelsínuhúðina, þetta fylgir mér.“

Fyrirsætan hefur birt nokkur myndskeið á Instagram-reikningi sínum sem skyggnast á bak við tjöldin við tökur auglýsingaherferðarinnar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál