Hvaðan komu sigurföt Höllu?

Halla Tómasdóttir var kjörinn sjöundi forseti Íslands á laugardaginn var. Klæðaburður Höllu vakti athygli í kosningabaráttunni - ekki síst vegna vegna litlu silkiklútanna sem hún skartaði oft og tíðum á meðan á baráttunni stóð. Upphaflega setti hún á sig klút vegna kvefs sem hún var að glíma við. 

Toppurinn er frá fatamerkinu Herzen´s Angelegenheit og fæst í versluninni …
Toppurinn er frá fatamerkinu Herzen´s Angelegenheit og fæst í versluninni Hjá Hrafnhildi.

Halla klæddist ljósri dragt á laugardaginn var. Innan undir dragtinni var hún í ljósbrúnum silkitopp. Bæði toppurinn og dragtin voru keypt í versluninni Hjá Hrafnhildi. Dragtin er frá þýska tískumerkinu Marc Cain sem seldi upphaflega peysur í miklum móð en færði sig svo yfir í breiðari kvenfatalínu. 

Ljósbrúni toppurinn er frá fatamerkinu Herzen´s Angelegenheit sem fæst líka í versluninni Hjá Hrafnhildi. Til að toppa sig var hún með silkiklút um hálsinn úr sömu verslun en hann er frá Stenström. 

Samkvæmt heimildum Smartlands eru klútarnir uppseldir í versluninni Hjá Hrafnhildi enda enginn maður með mönnum nema eiga einn slíkan. 

Halla vakti athygli þegar hún klæddist bleikum forsetajakka í fyrstu kappræðum forsetakosninganna sem fram fóru á Rúv. Í framhaldinu seldist jakkinn upp enda ferlega klæðilegur. 

Dragtin er frá Marc Cain og var keypt í versluninni …
Dragtin er frá Marc Cain og var keypt í versluninni Hjá Hrafnhildi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Halla Tómasdóttir, Tómas Bjartur Björnsson, Auður Ína Björnsdóttir og Björn …
Halla Tómasdóttir, Tómas Bjartur Björnsson, Auður Ína Björnsdóttir og Björn Skúlason. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál