Jón Gnarr lét raka af sér hárið eftir kosningabaráttuna

Jón Gnarr leikari lét hárið fjúka eftir forsetakosningarnar.
Jón Gnarr leikari lét hárið fjúka eftir forsetakosningarnar. Samsett mynd

Leikarinn og forsetaframbjóðandinn, Jón Gnarr, er ekki með hár lengur því það var rakað af í gær. Sonur hans, Jón Gnarr nýstúdent úr MS, rakaði hárið af föður sínum á heimili þeirra í Vesturbænum í gær. 

„Jæja Nonni minn. Nú er forsetaslagurinn búinn. Eigum við ekki bara að drífa í þessu,“ sagði hann við son sinn sem þreif rafmagnsrakvél og rakaði allt hárið af. 

Jón fer með hlutverk Felix í þáttunum Felix og Klara og er með mikla hárkollu í hlutverki sínu. Hann leyfði sínu eigin hári að njóta sín í kosningabaráttunni en um leið og hún var búin lét hann hárið fjúka. Það er víst svo heitt að vera með mikið hár undir hárkollu Felix.

Ragnar Bragason leikstýrir Felix og Klöru og Edda Björgvinsdóttir fer með hitt aðalhlutverkið á móti Jóni. Ragnar Bragason og Jón Gnarr hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina en þeirra þekktasta verk er líklega Vaktarseríurnar þar sem Jón Gnarr fór með hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. 

Tökur á Felix og Klöru hófust 23. apríl og standa yfir til 19. júlí. Tökudagarnir eru langir eða 12 tímar á dag og eru þeir teknir upp á höfuðborgarsvæðinu. 

Óhætt er að segja að hver dagur með Jóni Gnarr bjóði upp á eitthvað óvænt og skemmtilegt.

Jón Gnarr fer með hlutverk Felix í nýjum sjónvarpsþáttum sem …
Jón Gnarr fer með hlutverk Felix í nýjum sjónvarpsþáttum sem verið er að taka upp um þessar mundir.
Jón Gnarr var ennþá með hár á laugardaginn þegar hann …
Jón Gnarr var ennþá með hár á laugardaginn þegar hann mætti á kjörstað. Eiginkona hans, Jóga Gnarr, var með í för. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál