Í toppformi og skyrtulaus á rauða dreglinum

Schaech nýtur þess að vera ber að ofan.
Schaech nýtur þess að vera ber að ofan. Samsett mynd

Allra augu beindust að bandaríska leikaranum Johnathan Schaech er hann gekk rauða dregilinn í borg englanna á laugardag.

Schaech, best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndinni That Thing You Do! frá árinu 1996, mætti skyrtulaus á viðburð Gurus Magazine sem haldinn var á The Godfrey-hótelinu í Los Angeles. Viðburðurinn var haldinn í tilefni af Pride-mánuði, sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum. 

Leikarinn, 54 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum og brosti óspart til ljósmyndara. Hann sýndi stoltur vel mótaða kviðvöðva sína og lét jakkann síga til að sýna viðstöddum upphandleggsvöðvana. 

Augljóst er að Schaech hefur tekið vel á því í ræktinni og æft af mikilli hörku enda er leikarinn í gríðarlega flottu formi og greinilega stoltur af árangrinum. 

Schaech, sem var kvæntur leikkonunni Christinu Applegate á árunum 2001 til 2007, mætti ásamt eiginkonu sinni, staðsetningarstjóranum Jamie Solomon, sem var einnig fáklædd undir jakkanum sínum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál