Með áhyggjur af appelsínuhúðinni

Sofia Vergara leikur Griseldu Blanco á Netflix.
Sofia Vergara leikur Griseldu Blanco á Netflix. AFP/ANGELA WEISS

Þrátt fyrir heimsfrægðina er leikkonan Sofia Vergara ekki laus við áhyggjur af útlitinu. Vergara lýsti því nýlega að hún hefði verið með áhyggjur af kynlífssenu í þáttunum Griseldu á Netflix. 

Vergara leikur kólumbísku eiturlyfjadrottninguna Griseldu Blanco í samnefndum þáttum og þurfti að fækka fötum í tökum á kynlífssenu.  

„Ég held ég hafi aldrei leikið í kynlífssenu,“ sagði hún á viðburði á vegum Netflix að því fram kemur á vef The Sun. Hún sagðist til að mynda ekki hafa leikið í kynlífssenu í þáttunum Modern Family á móti Ed O'Neill sem lék eiginmann hennar.

„Ég er fimmtug. Ég meina ef ég væri þrítug hefði ég ekki haft áhyggjur. Ég held ég hafi haft áhyggjur yfir því að líta hræðilega út,“ sagði leikkonan. „Ég hugsaði hvað ætla þeir að taka upp? Appelsínuhúðina? Frá hliðunum? Ég er líklega hégómagjörn. Þetta hélt fyrir mér vöku.“

Áhyggjurnar voru þó óþarfar og útkoman var góð að mati Vergara. Leikstjórinn var listrænn, lýsingin góð og Vergara leið vel. 

Sofia Vergara.
Sofia Vergara. AFP/Amy Sussman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál