Eyrún fékk sér þrjú húðflúr í andlitið

Eyrún Telma Jónsdóttir fékk sér fyrstu húðflúrin í andlitið á …
Eyrún Telma Jónsdóttir fékk sér fyrstu húðflúrin í andlitið á dögunum.

Eyrún Telma Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Rúnar Hroði Geirmundsson, eru líklega flúruðustu hjón landsins, en þau skarta bæði fjölmörgum húðflúrum víðsvegar um líkamann. Á dögunum bætti Eyrún Telma þremur húðflúrum í safnið, en hún birti myndband á TikTok af ferlinu.

„Komið með mér að fá mér tattú í andlitið. Veit ég hvað ég ætla að fá mér? Nei. En það kemur í ljós,“ segir Eyrún Telma í byrjun myndbandsins. 

Því næst birtir hún klippur af sér í húðflúrstólnum en hún fékk sér húðflúr við sitthvort eyrað og lítið fiðrildi á kinnina. 

Stefnir á að flúra allan líkamann

Árið 2016 sagði Eyrún Telma frá því í viðtali á Smartlandi að hún stefndi á svokallað „body suit“ þar sem allur líkaminn er þakinn húðflúrum. Síðan þá hafa þó nokkur flúr bæst við á líkama hennar, en hún segir áhugann á húðflúrum fyrst hafa kviknað þegar hún var á unglingsárum. 

Eyrún Telma hefur vakið athygli í fjölmiðlum á undanförnum árum, ekki einungis vegna húðflúranna, heldur einnig fyrir að tala opinskátt um baráttu sína við króníska sjúkdóminn Endómetríósu, eða legslímuflakk.

Nýverið opnaði hún sig um meðgöngu og fæðingu tvíburasona þeirra Rúnars í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar, en þeir komu í heiminn í maí 2019 og við tóku átakanlegir mánuðir.

View this post on Instagram

A post shared by E Y R Ú N (@eyruntj)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál