Hvort ætlar þú að vera eins og Lopez eða Bieber í sumar?

Hailey Bieber og Jennifer Lopez.
Hailey Bieber og Jennifer Lopez. Samsett mynd

Hvernig eigum við að farða okkur í sumar? Eigum við að leyfa augabrúnunum að vaxa eins og arfi eða er það alveg komið úr móð? Eitt er víst að Jennifer Lopez og hennar espresso-kaffiförðun er eitthvað sem á alltaf upp á pallborðið. Ef við ætlum að leika það eftir þá þurfum við réttu snyrtivörurnar í verkið.

Leikkonan Jennifer Lopez notar brúna tóna á heillandi hátt. Ef þú vilt vera eins og hún þá skaltu koma þér upp vatnsheldum augnblýanti í súkkulaðibrúnum lit eða jafnvel ljósbrúnum lit. Liturinn þarf ekki að vera dökkur til þess að keyra upp hið seiðandi augnaráð. Fallegt er að setja á sig augnskugga í sanseruðum lit. Hann má vera kaffibrúnn á litinn en líka örlítið út í vínrautt. Ef þú ætlar að ná fram útliti Jennifer Lopez þá er best að byrja á því að mála augun og setja svo farða á húðina og skyggja hana. Gott trix er að setja hyljara undir augun og draga hann upp að augabrúnum til þess að lyfta andlitinu upp.

Augnskuggapalletta frá Gosh getur kallað fram bæði Bieber og Lopez. …
Augnskuggapalletta frá Gosh getur kallað fram bæði Bieber og Lopez. Brúnu tónarnir gætu farið á augnlokið ef þú vilt vera hin síðarnefnda en hinir ljósu og bleiku ef sú fyrrnefnda á upp á pallborðið hjá þér. Lancôme Idole Tint í lit 03 er mjög mikið í anda Jennifer Lopez. Hægt er að nota þennan augnskugga á augu en líka í kinnarnar til að framkalla sterkari svip og svo má líka setja smá yfir varirnar.
Guerlain Terracotta-kinnaliturinn getur komið með sumar inn í líf þitt.
Guerlain Terracotta-kinnaliturinn getur komið með sumar inn í líf þitt.

Það eru ekki bara brúnir tónar sem eiga upp á pallborðið um þessar mundir því bleiki liturinn er mikið inni. Það er móðins að vera með bleikan kinnalit og bleikar varir. Óhætt er að segja að Hailey Bieber hafi komið þessum tískustraumi á kortið því þetta er eitt af hennar einkennum. Til þess að verða meira eins og Bieber er gott að para kinnaliti við varaliti og hafa litina í sama tóni. Til þess að toppa útlitið má setja nokkrar freknur á nefið með ljósbrúnum augnblýanti.

Gosh-augabúnablýantur er með fínlegum oddi sem gerir það að verkum …
Gosh-augabúnablýantur er með fínlegum oddi sem gerir það að verkum að það er hægt að fara daufa yfirferð yfir augabrúnir, móta þær án þess að þær verði eins og stimplaðar á. Shiseido-maskarinn í bláum litkeyrir upp stemningu og líka Gosh Boombastic Crazy Volume-maskarinn. Rauði maskarinn frá Chanel getur komið framkallað ennþá meiri fegurð.

Það er líka annað sem er áberandi í vor- og sumartískunni og það eru áhrif frá tíunda áratugnum eða næntís eins og það er kallað. Að vera með brúnan varalitablýant á móti náttúrulegum og svolítið villtum augabrúnum þykir smart. Í sumar eiga augabrúnirnar að vera minna mótaðar, minna teiknaðar og með minni lit. Til þess að ná fram þessu útliti er gott að nota ljósbrúnan augnskugga til þess að fylla inn í þær svo þær virðist aðeins þéttari eða nota þunnan augabrúnablýant til að fylla inn í of gisnar augabrúnir. Til að toppa næntís-útlitið má sleppa maskaranum og leyfa brúnum tónum að ráða í skyggingu á augnlokum og í andliti.

Grænn maskari er alltaf góð hugmynd eins og sést á …
Grænn maskari er alltaf góð hugmynd eins og sést á þessari ljósmynd.

Það eru ekki bara áhrif tíunda áratugarins sem gætir í vor- og sumartískunni heldur líka áhrif frá níunda áratugnum en litríkir maskarar eru að ryðja sér til rúms. Það má segja að litríkir maskarar sem eru paraðir við litríkan augnblýant í stíl séu einn heitasti fylgihluturinn í sumar. Hvernig væri að prófa bláan við brún augu og fjólubláan við græn augu? Nú eða bara brúnan fyrir blá augu? Þú upplifir ekki töfrana nema að prófa. Við þetta má svo setja berjarauðan lit á varirnar sem eru ýmist í varalitaformi eða sem gloss.

Glossarnir frá Gosh koma í nokkrum berjalitum sem gefa fallegan …
Glossarnir frá Gosh koma í nokkrum berjalitum sem gefa fallegan gljáa.

Það er þó eitt sem aldrei fellur úr gildi, líkt og kærleikurinn, og það er sólarpúður. Prófaðu að bera sólarpúður á hæstu punktana í andlitinu líkt og sólin hafi verið að skína á þig. Þá er ég að tala um efst á enni, ofan á kinnbein til þess að gefa kinnunum lyftingu og örlítið yfir nef- og augnbein.

YSL All Hours-hyljarinn þarf að komast í snyrtibudduna þína ef …
YSL All Hours-hyljarinn þarf að komast í snyrtibudduna þína ef þú hefur ekki nú þegar fest kaup á einum slíkum. Hægt er að skyggja andlitið með honum og lyfta upp þreyttu augnsvæði með því að setja hyljarann undir augun og nota svo bursta og draga hyljarann upp að augabrúnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál