10 hlutir sem þú þarft í fataskápinn fyrir sumarið

Óskalistinn ætti að falla vel í kramið hjá tísku- og …
Óskalistinn ætti að falla vel í kramið hjá tísku- og hönnunarunnendum! Samsett mynd

Þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með okkur í liði undanfarna daga þá eigum við von á aðeins sumarlegri dögum í lok vikunnar. Það er því tilvalið að nýta tímann og uppfæra fataskápinn fyrir sólríkari daga – á óskalista vikunnar finnur þú allt sem þú þarft í það!

Forsetaklúturinn!

Það er ekki ólíklegt að klútar, líkt og Halla Tómasardóttir nýkjörinn forseti Íslands skartaði í kosningarbaráttunni, muni setja svip sinn á tískustrauma sumarsins. Klútar eru nefnilega frábær viðbót við fataskápinn og geta poppað upp hvaða útlit sem er. 

Mynstraður hálsklútur fæst hjá Zara og kostar 2.295 krónur.
Mynstraður hálsklútur fæst hjá Zara og kostar 2.295 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Munstrið sem setur punktinn yfir i-ið!

Við virðumst ekki ætla að fá nóg af hlébarðamynstrinu og eru vinsældirnar bara að aukast. Það sem gerir mynstrið svo klæðilegt og praktískt eru litirnir, en þeir eru hlutlausir og passa við flest og því auðvelt að leyfa sér að hafa gaman og fjárfesta í skemmtilegri mynstraðri flík!

Gallabuxur með hlébarðamynstri fást hjá Andreu og kosta 20.900 krónur.
Gallabuxur með hlébarðamynstri fást hjá Andreu og kosta 20.900 krónur. Ljósmynd/Andrea.is

Einfalt en ómissandi!

Flottir hlýralausir bolir eru ómissandi í fataskápinn fyrir sumarið! Dressið getur einfaldlega ekki klikkað ef það inniheldur fallegan bol í sumarlegum lit.

Hlýrabolur frá Paloma Wool fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar …
Hlýrabolur frá Paloma Wool fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar 13.900 krónur. Ljósmynd/Andrareykjavik.is

Sumarkjóllinn í ár!

Í ár virðast heitustu sumarkjólarnir vera hvítir eða ljósir, síðir og í víðu sniði. Við fögnum því og njótum þess hve auðvelt er að dressa slíka kjóla upp og niður!

Kjóll fæst hjá Zara og kostar 7.995 krónur.
Kjóll fæst hjá Zara og kostar 7.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Því litríkari, því betri!

Litríkir skór hafa verið að gera allt vitlaust í tískuheiminum að undanförnu, en allt stefnir í að þeir verði það allra heitast í sumar og þá er bara ein regla – því litríkari, því betri!

Adidas Gazelle-skór fást hjá Boozt og kosta 20.239 krónur.
Adidas Gazelle-skór fást hjá Boozt og kosta 20.239 krónur. Ljósmynd/Boozt.com

Klassískt og tímalaust!

Það þurfa allir að eiga fallega gollu í fataskápnum, enda flík sem auðvelt er að henda yfir sig og þá sérstaklega þegar hún er svona falleg eins og þessi golla frá SUNCOO.

Hneppt peysa fæst hjá Andreu og kostar 17.900 krónur.
Hneppt peysa fæst hjá Andreu og kostar 17.900 krónur. Ljósmynd/Andrea.is

Hattaæði!

Sannkallað hattaæði hefur tekið yfir tískuheiminn og það verða hreinlega allir að eignast einn góðan stráhatt í sumar!

Hattur fæst hjá Zara og kostar 5.595 krónur.
Hattur fæst hjá Zara og kostar 5.595 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Glitrandi!

Skartgripir setja oftar en ekki punktinn yfir i-ið þegar kemur að heildarútlitinu, en í sumar virðast glitrandi og litríkir skartgripir vera aðal málið!

Hringur frá Ella Jewellery fæst hjá Leonard og kostar 14.900 …
Hringur frá Ella Jewellery fæst hjá Leonard og kostar 14.900 krónur. Ljósmynd/Leonard.is

Síðar stuttbuxur!

Það hljómar kannski skringilega en „síðar“ stuttbuxur, þ.e. sem ná næstum því niður á hné eða rétt yfir hnén, eru í tísku núna!

Gallastuttbuxur fást hjá Gina Tricot og kosta 7.395 krónur.
Gallastuttbuxur fást hjá Gina Tricot og kosta 7.395 krónur. Ljósmynd/Ginatricot.is

Blómstrandi í sólinni!

Hverjum líkar ekki við falleg sumarblóm? Nú getur þú borið eitt slíkt í hárinu og gert dressið enn sumarlegra!

Hárklemma fæst hjá Sis Bis og kostar 1.990 krónur.
Hárklemma fæst hjá Sis Bis og kostar 1.990 krónur. Ljósmynd/Sisbis.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál