Hvað eiga Ásdís Rán, Halla og Katrín sameiginlegt?

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakbosdóttir klæddust íslenskri …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakbosdóttir klæddust íslenskri hönnun. Samsett mynd

Það voru ekki bara silki­klút­ar og bleik­ir jakk­ar frá fata­versl­un­inni Hjá Hrafn­hildi sem settu svip sinn á for­seta­kosn­ing­arn­ar í ár því ís­lensk hönn­un var fyr­ir­ferðar­mik­il. Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, klædd­ist ís­lensku prjóna­dressi á sunnu­dag­inn þegar hún ávarpaði þjóðina.

Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason og börn þeirra Tómas Bjartur og …
Halla Tóm­as­dótt­ir, Björn Skúla­son og börn þeirra Tóm­as Bjart­ur og Auður Ína í stof­unni heima. Hún klædd­ist prjóna­dressi frá As We Grow og dótt­ir­in bol frá Hildi Yeom­an. Halla var líka með merki Sjó­mannadags­ráðs í barm­in­um því mynd­in var tek­in á Sjó­mannadag­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Halla Tómasdóttir var með hálsmen frá Hlín Reykdal við prjónadressið …
Halla Tóm­as­dótt­ir var með háls­men frá Hlín Reyk­dal við prjóna­dressið frá As We Grow.

Hvíta prjóna­dressið sem Halla Tóm­as­dótt­ir klædd­ist á sunnu­dag­inn er þrískipt. Um er að ræða pils, peysu og slá í sama stíl. Prjóna­föt­in eru frá ís­lenska hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu As We Grow. Prjóna­settið hef­ur vakið mikla at­hygli en fleiri kon­ur hafa fallið fyr­ir peys­unni og pils­inu. Leik­kon­an Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir klædd­ist gráu setti af sömu gerð í leik­rit­inu Ekki málið eft­ir Marius von Mayen­burg í Þjóðleik­hús­inu en hún var ekki í slá yfir eins og Halla. Á sunnu­dag­inn var Halla með háls­men hannað af Hlín Reyk­dal. Halla var líka með háls­men frá Hlín Reyk­dal fyrr um dag­inn þegar hún fór að kjósa.

Katrín Jakobsdóttir klæddist kjól frá Anita Hirlekar.
Katrín Jak­obs­dótt­ir klædd­ist kjól frá Anita Hirlek­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Anita Hirlek­ar og Stein­unn

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra lands­ins hef­ur í gegn­um tíðina skartað ís­lenskri hönn­un. Á laug­ar­dags­kvöldið klædd­ist hún kjól frá ís­lenska hönn­un­ar­merk­inu Anitu Hirlek­ar en hún hef­ur slegið í gegn með kjóla sína sem státa af snotru blóma­munstri. Kjól­arn­ir eru klæðileg­ir og úr góðum efn­um. Í kosn­inga­bar­átt­unni sást Katrín nokkr­um sinn­um í fatnaði frá Stein­unni Sig­urðardótt­ur fata­hönnuði sem er einn af fær­ustu hönnuðum lands­ins. Þar má nefna peys­ur með slaufu og pils með smá kögri að neðan. Það að klæðast ís­lenskri hönn­un er ekki bara fágað og smart held­ur styður það við bakið á ís­lensk­um iðnaði. Það er ágætt að hafa það í huga áður en heit­ustu eft­ir­lík­ing­arn­ar eru pantaðar af kín­versk­um vefsíðum. Það er hvorki fágað né smart.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir skartaði eyrnalokkum frá Hlín Reykdal.
Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir skartaði eyrna­lokk­um frá Hlín Reyk­dal.
Eyrnalokkar frá Hlín Reykdal.
Eyrna­lokk­ar frá Hlín Reyk­dal.
Halla Tómasdóttir var með eyrnalokka frá Hlín Reykdal.
Halla Tóm­as­dótt­ir var með eyrna­lokka frá Hlín Reyk­dal.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda