Var í lífstykki en ekki „fótósjoppuð“

Írska leikkonan Nicola Coughlan er vön því að klæðast lífsstykki.
Írska leikkonan Nicola Coughlan er vön því að klæðast lífsstykki. AFP

Bridgerton-leikkonan Nicola Coughlan gefur lítið fyrir þann orðróm um að mitti hennar hafi verið breytt í myndvinnslu í Bridgerton-þáttunum vinsælu. Hún segist einfaldlega hafa klæðst lífstykki í anda tíma þáttanna. 

„Ég held að ef þú klæðist lífsstykki nógu lengi fer líkaminn í það form,“ sagði Coughlan í viðtali við People um lífsstykki. Þegar hún prófar föt með lífsstykki segir hún fólki að þrengja þau þar sem hún er orðin vön. 

„Ég sá einhver nettröll sem sögðu að þau hefðu „fótósjoppað“ á mér mittið og ég sagði bara: „Nei, þeir gerðu það ekki“,“ sagði leikkonan. 

Luke Newton og Nicola Coughlan fara með aðalhlutverkin í þriðju …
Luke Newton og Nicola Coughlan fara með aðalhlutverkin í þriðju þáttaröðinni af Bridgerton. AFP/ANDREA RENAULT

Karlmennirnir í þáttunum klæðast vestum og þorði Bridgerton-leikarann Luke Newton ekki að kvarta þó hann klæðist vestum ekki í frítíma sínum. 

„Ég klæðist ekki lífsstykki, ég er ekki á hælum en þetta breytir líkamsstöðunni sem er gott og hjálpar persónusköpuninni,“ sagði hann um vestin. „En um leið og ég er farin af tökustað langar mig að klæðast þægilegri fötum.“

Luke Newton og Nicola Coughlan.
Luke Newton og Nicola Coughlan. AFP/ROBERT OKINE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál