Notar hárþurrku á skartið

Kim Kardashian notar hárþurrku á skartgripasafnið sitt.
Kim Kardashian notar hárþurrku á skartgripasafnið sitt. AFP/ Angela Weiss

Kim Kardashian notar ekki bara hárþurrku til þess að blása á sér hárið. Hún notar hárþurrkuna líka til þess að blása skartið sitt. Kardashian á reyndar nokkuð veglegra skartgripasafn en flest fólk og gengur jafnvel í demantsfötum. 

Kardashian greindi frá því í nýjum raunveruleikaþætti af hverju hún notar hárþurrku á skartið sitt. „Í hvert skipti sem ég set á mig skart blæs ég það af því ég þoli ekki að setja eitthvað kalt á mig,“ sagði Kardashian.

Það eru líklega ekki allir sem glíma við sama vandamál og Kardashian sem lifir í öðrum veruleika en flest fólk. „Sjáið fötin mín,“ sagði Kardashian og benti á kristalskjól sem hún klæddist. „Þetta eru allt kristallar svo við þurfum að blása þá alla þannig að þetta hitni,“ sagði stjarnan. 

Skartgripir eru ekki það eina sem Kardashian notar blásarann á. Hún blæs einnig rúmið sitt til að hita það aðeins. 

Kim Kardashian er með lausnir við vandamálum.
Kim Kardashian er með lausnir við vandamálum. AFP/DIA DIPASUPIL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál