Mætti í gulum Crocs

Brooke Shields í Crocs.
Brooke Shields í Crocs. Samsett mynd

Leikkonan Brooke Shields mætti í Crocs-skóm á Tony-verðlaunahátíðina um helgina. Það er nokkuð óvenjulegt að Hollywood-stjarna mæti í inniskóm á rauða dregilinn. 

Shields var klædd í gula hefðbundna Crocs-inniskó í stíl við gulan síðkjól frá Monique Lhullier. Hún lyfti upp kjólnum til þess að sýna skóna. 

„Ég er í Crocs,“ sagði Shields í viðtali við People á rauða dreglinum. „Ég gæti ekki gert þetta í hælum.“

Það var góð ástæða fyrir því að Shields klæddist Crocs þetta kvöld. „Rauði dregilinn þremur dögum eftir fótaaðgerð. Hvað á stelpa að gera? Ganga í Crocs. Það er það sem þú gerir það!,“ skrifaði Shields á Instagram-síðu sína. 

Crocs-skórnir fara vel við gula kjólinn.
Crocs-skórnir fara vel við gula kjólinn. AFP/DIA DIPASUPIL
Brooke Shields var ófeimin við að sýna skó sína.
Brooke Shields var ófeimin við að sýna skó sína. AFP/DIA DIPASUPIL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál