Flögguðu fegurðinni og gengu yfir Arnarfell í þjóðbúningum

Björk Eiðsdóttir, Birna Bragadóttir og Anna Sigríður Arnardóttir.
Björk Eiðsdóttir, Birna Bragadóttir og Anna Sigríður Arnardóttir.

Eft­ir að hafa upp­lifað allt of marga þjóðhátíðardaga þar sem týnd­ar gasblöðrur, biðraðir og grát­andi börn voru of pláss­frek ákváðu þrjár vin­kon­ur að búa til sín­ar eig­in hefðir. Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Spildu, Birna Braga­dótt­ir for­stöðumaður hjá Orku­veit­unni og Björk Eiðsdótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar skipu­lögðu göngu yfir Arn­ar­fell á Þing­völl­um á 80 ára af­mæli lýðveld­is­ins þann 17. júní. Fjölda­fram­leidd úti­vistar­föt viku fyr­ir ís­lenska þjóðbún­ingn­um til að hylla Fjall­kon­ur og þeirra fylgi­fiska.

Hulda Steingrímsdóttir, Karl Ægir Karlsson og Anna Sigríður Arnardóttir.
Hulda Stein­gríms­dótt­ir, Karl Ægir Karls­son og Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að hóa sam­an fólki, helst í þjóðbún­ing­um, til þess að labba á Arn­ar­fell? 

„Þetta var nú bara eins og með flest­ar góðar hug­mynd­ir. Hún fædd­ist á ógn­ar­hraða hjá okk­ur Birnu þegar við vor­um í golf­móti í síðustu viku og okk­ur var farið að ganga frek­ar illa. Þá fór hug­ur­inn að reika til 17. júní og þess hvað við ætluðum að gera. Fjöll skipa stór­an sess í okk­ar vináttu og úr varð þessi ganga á Arn­ar­fell á Þing­völl­um í til­efni af 80 ára af­mæli lýðveld­is­ins. Okk­ur fannst ekki annað koma til greina en að labba í þjóðbún­ing­um í til­efni þess­ara merku tíma­móta,“ seg­ir Anna Sig­ríður. 

„Við Birna höf­um gengið ansi mörg fjöll sam­an á þessu ári en hún ákvað að ganga 50 fjöll á ár­inu í til­efni þess að við verðum fimm­tug­ar síðari hluta árs. Mér fannst hug­mynd­in svo frá­bær að ég vildi ólm taka þátt og setja mér það sama mark­mið. Sam­an höf­um við nú gengið á 27 ólíka tinda á ár­inu og sam­töl­in farið um víðan völl. Vik­una fyr­ir 17. júní geng­um við tvær sam­an á Meðal­fell og þegar ég sagði henni frá því að ég stefndi á að halda veislu á þjóðhátíðardag­inn til að sporna gegn ákveðnu stemn­ings­leysi sem mér finnst hafa ein­kennt þann dag und­an­far­in ár, og helst klæðast upp­hlut, toppaði Birna hug­mynd­ina með þess­ari frá­bæru hug­mynd sem hún og Anna Sigga höfðu fengið í golfi kvöldið áður: Að ganga á fjall klædd­ar þjóðbún­ing­um! Þannig var planið komið,“ seg­ir Björk. 

„Anna Sigga hafði áhuga á að klæðast þjóðbún­ingi þenn­an dag og ég að ganga fjall í minni fimm­tíu fjalla­söfn­un. Úr varð hátíðleg fjall­ganga í full­um þjóðbún­inga­skrúða í til­efni dags­ins. Við gerðum líka grín af því að eng­in hef­ur beðið okk­ur um að vera fjall­kon­ur þannig nú væri tíma­bært að taka mál­in í okk­ar eig­in hend­ur og ger­ast okk­ar eig­in fjall­kon­ur og frá fleiri í lið með okk­ur. Áður en við kvödd­umst á um­ræddu golf­móti þá var kom­in hug­mynd að fjalli til að ganga og ég búin að út­vega mér þjóðbún­ing. Kvöldið eft­ir átt­um við Björk stefnu­mót í fjall­göngu á Meðal­fell þar sem ég viðraði feimn­is­lega hug­mynd­ina fyr­ir henni. Þrátt fyr­ir að hafa þekkt hana í meira en 35 ár, þá vissi ég ekki af áhuga henn­ar á þjóðbún­ingn­um. Hún tók því strax mjög vel í hana og við sett­um út boð til vina og ætt­ingja um að koma með. Fjór­um dög­um síðar var hún kom­in í fram­kvæmd,“ seg­ir Birna. 

Birna, Anna Sigríður og Björk fóru í fótabað í Þingvallavatni …
Birna, Anna Sig­ríður og Björk fóru í fótabað í Þing­valla­vatni eft­ir göng­una.

Laumaðist ein á fjall til að prófa göngu­leiðina

Eng­in af þeim hafði gengið á Arn­ar­fell en Birna ákvað að taka prufu þann 16. júní svona til ör­ygg­is. 

„Ég hef ekki gengið þessa leið áður en er búin að vera með augastað á fjall­inu frá því að ég hóf fjalla­mark­miðið mitt í upp­hafi árs sem felst í því að ganga 50 mis­mun­andi fjöll á ár­inu og bjóða sam­ferðafólki mínu að ganga með mér. Þegar hug­mynd­in kviknaði á að halda upp á 80 ára af­mæli lýðveld­is­ins með fjall­göngu í þjóðbún­ingi þá fannst mér ekki annað koma til greina en að ganga fjall á Þing­völl­um, þar sem staður­inn skip­ar sér­stak­an sess í huga okk­ar Íslend­inga. Arn­ar­fell er staðsett á ein­stak­lega fal­leg­um stað við Þing­valla­vatn, göngu­leiðin er fjöl­breytt með fal­legri fjalla­sýn og út­sýni yfir þjóðgarðinn. Síðan er þetta eitt af þeim fjöll­um sem var á list­an­um mín­um og ég átti eft­ir að ganga.

Þar sem við vild­um að bjóða fleira fólki að ganga með okk­ur í þjóðbún­ing­inn þá varð fjallið að vera nokkuð aðgengi­legt og auðvelt yf­ir­ferðar fyr­ir prúðbúið göngu­fólk. Kvöldið fyr­ir göng­una gerði ég mér ferð til Þing­valla til að kanna aðstæður og hvort það væri ekki ör­ugg­lega ger­legt væri að fara þarna yfir í þjóðbún­ing­um,“ seg­ir Birna. 

Blaðamaður slóst í för með Birnu, Björk og Önnu Sigríði. …
Blaðamaður slóst í för með Birnu, Björk og Önnu Sig­ríði. Fremst á mynd­inni eru Pét­ur Blön­dal og Sig­urður Kári Kristjáns­son.

Bún­ing­ar úr ýms­um átt­um

Anna Sig­ríður hef­ur klæðst þjóðbún­ingi á 17. júní síðustu þrjú ár en Björk og Birna hafa ekki lagt það í vana sinn. 

„Þegar maður er kom­in á bragðið þá er ekk­ert hægt að hætta því,“ seg­ir Anna Sig­ríður og bæt­ir við:

„Minn bún­ing­ur er í eigu Önnu Þór­ar­ins­dótt­ur móður­syst­ur minn­ar sem býr í Nor­egi en hún fékk bún­ing­inn í brúðkaups­gjöf frá fjöl­skyld­unni árið 1985. Fyr­ir nokkr­um árum sendi hún svo bún­ing­inn til Íslands og fól mömmu að geyma hann hér svo að kon­urn­ar í fjöl­skyld­unni gætu notað hann, enda er hún mest­megn­is í sín­um norska bún­ingi í Nor­egi. Ég er henni ævar­andi þakk­lát fyr­ir að treysta okk­ur fyr­ir bún­ingn­um sín­um enda er dá­sam­legt að klæðast hon­um,“ seg­ir Anna Sig­ríður. 

„Ég klædd­ist þjóðbún­ingi stúlkna í eitt skipti þegar ég var 8 ára göm­ul. Ég man vel eft­ir þeirri stund þar sem amma mín var með mér og klædd­ist upp­hlut. Ég minn­ist að hafa fengið mikla at­hygli frá full­orðnu fólki yfir því hvað ég þótti fín í bún­ingn­um og við amma sam­an. Því miður á ég ekki mynd af okk­ur sam­an við það til­efni. Síðar klædd­ist ég við annað tæki­færi blá­um kirtli sem mér þótti óskap­lega fal­leg­ur og gam­an að klæðast. 

Peysu­föt­in sem ég klædd­ist á 17. júní eru frá lang­ömmu minni Guðrúnu Guðnýju frá Vest­fjörðum, fædd 1893. Hún saumaði hann á sig sjálf. Ég hef ekki klæðst peysu­föt­un­um áður og því óvænt ánægja að bún­ing­ur lang­ömmu minn­ar skyldi smellpassa á mig þar sem ég er um­tals­vert hærri í vext­in­um en hún var. Pilsið er þó nokkuð stutt sem hentaði sér­stak­lega vel í fjall­göng­unni.

Bæði upp­lifði ég það hátíðlegt og vald­efl­andi að klæðast þjóðbún­ing­um í fjall­göngu á Þing­völl­um þenn­an dag í góðum fé­lags­skap prúðbú­ins göngu­fólks. Við báðum nokk­ur þeirra að koma með þjóðlegt og fróðlegt inn­legg í dag­skrá göng­unn­ar sem jók hátíðleik­ann og teng­ingu við nátt­úru og sögu. Pét­ur Blön­dal sagði okk­ur frá sögu ís­lensku fjall­kon­unn­ar og flutti ljóð um hana frá ólík­um tíma­skeiðum, Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur sagði okk­ur frá nátt­úru, sögu og staðhátt­um á Þing­völl­um, Sig­urður Kári Kristjáns­son, eig­inmaður minn, fræddi göngu­fólk um Lög­berg og sögu staðar­ins. Að lok­um flutti fjall­kon­an sjálf á Þing­völl­um í ár Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir leik­kona ljóð fjall­kon­unn­ar við fal­lega vík við Þing­vall­ar­vatn þar sem við feng­um okk­ur huggu­legt spar­in­esti í laut­ar­ferð,“ seg­ir Birna. 

Á toppi Arnarfells viðraði vel til taka ljósmynd af þjóðbúningaklæddum …
Á toppi Arn­ar­fells viðraði vel til taka ljós­mynd af þjóðbún­inga­klædd­um göngu­görp­um. Í efstu röð eru; Björk Eiðsdótt­ir, Birna Braga­dótt­ir, Edda Björns­dótt­ir, Sig­ríður Stein­ars­dótt­ir, Hall­dóra Trausta­dótt­ir, Edda Haf­steins­dótt­ir, G. Sig­ríður Ágústs­dótt­ir og Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir. Hulda Stein­grímdótt­ir, Anna Krist­ín Kristjáns­dótt­ir, Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir, Sirrý Hall­gríms­dótt­ir, Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir, Sunna Jó­hanns­dótt­ir, Auður Arn­ars­dótt­ir og Áslaug Dóra Eyj­ólfs­dótt­ir.

Kynnt­ist þjóðbún­inga­stemn­ingu í Nor­egi

Björk bjó í Nor­egi um tíma og seg­ist hafa kynnst stemn­ing­unni sem fylg­ir því að klæðast þjóðbún­ingi á þjóðhátíðar­degi Nor­egs 17. maí. 

„Þar klæðast ung­ir sem aldn­ir „bunad“ og gera sér glaðan dag frá morgni til kvölds. Það er mik­ill hátíðleiki sem rík­ir þenn­an dag en líka ákveðinn létt­leiki, svo­lítið ólíkt öll­um þeim regl­um og nán­ast heil­ag­leika sem mér finnst vera í kring­um okk­ar þjóðbún­inga. En alla vega, ég hef aðeins öf­undast út í frænd­ur okk­ar þegar kem­ur að þess­ari hefð, og finnst ein­hvern veg­inn ekki ganga að við séum slík­ir eft­ir­bát­ar Norðmanna þegar kem­ur að stemn­ingu,“ seg­ir Björk. 

„Minn glæsi­lega 19.ald­ar bún­ing fékk ég hjá snill­ing­un­um í Þjóðdansa­fé­lagi Reykja­vík­ur sem halda af því­lík­um dugnaði utan um þenn­an menn­ing­ar­arf okk­ar og það í sjálf­boðavinnu! Af hverju er slíkt þjóðþrifa­verk ekki rík­is­styrk,“ spyr hún. 

Hafið þið lengi haft áhuga á þjóðbún­ing­um?

„Alla­vega í nokk­ur ár. Fleiri vin­kon­ur eru farn­ar að klæðast bún­ing­um á 17. júní og fyrst var þetta kannski pínu bún­inga­blæti í mér. En mér finnst þetta skemmti­legra með hverju ár­inu og svo er þetta fal­leg hefð,“ seg­ir Anna Sig­ríður. 

„Það fyllti mig stolti að klæðast þjóðbún­ingi lang­ömmu minn­ar og það er gam­an að tengja við upp­run­ann og sög­una með þess­um hætti. Þjóðbún­ing­ur­inn er í raun tíma­laus ís­lensk hönn­un sem end­ist og geng­ur á milli kyn­slóða með vönduðu hand­bragði og þeirri alúð sem lögð hef­ur verið í verkið. Á tím­um fjölda­fram­leiðslu er gam­an að klæðast fatnaði með sögu þar sem hver og ein flík er ein­stök með sín sér­kenni. Við ætt­um að vera stolt að klæðast þjóðbún­ingi við hátíðleg tæki­færi og því ekki að ganga upp fjöll líka. Það er líka feg­urð í því þegar bún­ing­ur sem þessi öðlast nýtt líf með nýj­um kyn­slóðum,“ seg­ir Birna og Björk tek­ur und­ir: 

„Ég verð eig­in­lega að viður­kenna það. Ég fékk að klæðast upp­hlut ömmu minn­ar á peysu­fata­degi Kvennó og gleymi aldrei þeirri upp­lif­un. Svo fékk dótt­ir mín að feta í þau fót­spor í sama bún­ing en nú stóð hann mér ekki leng­ur til boða og því var eina leiðin að leigja en hjá Þjóðdansa­fé­lag­inu kem­ur maður sann­ar­lega ekki að tóm­um kof­an­um,“ seg­ir Björk. 

Hvers vegna skipt­ir máli að klæðast þjóðbún­ing­um við hátíðleg til­efni?

„Það er bara svo gam­an og þjóðlegt. Þetta end­ur­nær­ir vænt­umþykj­una fyr­ir landi og þjóð,“ seg­ir Anna Sig­ríður. 

„Það er mik­il­vægt að viðhalda menn­ing­ar­arf­in­um og því ótrú­lega fal­lega hand­verki sem ís­lensk­ar kon­ur hafa unnið í ald­anna rás. Svo á auðvitað alltaf að flagga feg­urðinni en ekki láta hana ryk­falla inni í skáp eins og ég held að sé því miður raun­in um alltof marga bún­inga sem mögu­lega hafa gengið í erfðir og eng­inn not­ar,“ seg­ir Björk. 

Var ekk­ert að erfitt að labba upp um fjöll í þess­um klæðnaði?  

„Al­deil­is ekki. Þess­ir bún­ing­ar voru nátt­úru­lega notaðir af ís­lensk­um kon­um við leik og störf hér á árum áður og hann er ótrú­lega lip­ur að ganga í. Pilsaþyt­ur­inn var alls­ráðandi á Arn­ar­felli á 17. júní og geggjað að labba um í lyngi og mosa og lyfta pils­inu í hverju skrefi,“ seg­ir Anna Sig­ríður og Björk tek­ur í sama streng. 

„Pils eru mjög þægi­leg­ur göngufatnaður þó þessi hafi nú reynd­ar verið helst til síð, en við bara héld­um þeim uppi eins og fín­ar frúr. Þess ber þó að geta að gang­an var bæði stutt og létt og veðrið milt og gott svo þetta reynd­ist akkúrat pass­leg­ur klæðnaður.“

„Fyr­ir­fram hafði ég með smá áhyggj­ur af því að erfitt yrði að ganga í síðu pilsi. Í raun var það bara nokkuð þægi­leg­ur göngufatnaður og síðan er ein­falt mál að kippa pils­inu upp til að stíga ekki á fald­inn. Það er nú lík­lega ekki í fyrsta sinn sem kon­ur hafa fari í fjall­göngu í þjóðbún­ingi. Aðal­málið er auðvitað að vera í góðum göngu­skóm. Við þann lúx­us bjuggu for­mæður okk­ar ekki við,“ seg­ir Birna. 

Pétur Blöndal eiginmaður Önnu Sigríðar flutti ættjarðarljóð.
Pét­ur Blön­dal eig­inmaður Önnu Sig­ríðar flutti ætt­j­arðarljóð.

Ein­stök stemn­ing

Hvað stóð upp úr frá deg­in­um?

„Tíma­laus hátíðleik­inn og sú fal­lega stemmn­ing sem myndaðist í hjá göngu­fólki að arka upp á fjall við þetta tæki­færi. Ég verð að viður­kenna að ég fyllt­ist stolti og fannst ég finna fyr­ir fal­legri teng­ingu við fal­lega nátt­úru, menn­ingu og sögu á þjóðhátíðardag­inn. Per­sónu­lega fannst mér skemmti­legt að hafa náð að búa þannig um hnút­ana að mér tæk­ist ljúka við að ganga upp fimm­tug­asta fjallið mitt á ár­inu í mínu fín­asta pússi á þess­um fal­lega og mikla hátíðar­degi um­vaf­in fjall­kon­um og vin­um. Því mun ég aldrei gleyma,“ seg­ir Birna. 

„Mér fannst standa upp úr hvað marg­ir tóku vel í þessa skyndi­legu hug­mynd okk­ar vin­kvenn­anna og hversu marg­ir mættu í bún­ing,“ seg­ir Anna Sig­ríður. 

„Það verður ekki mikið hátíðlegra en að ganga prúðbú­inn í ís­lenskri nátt­úru við Þing­velli í góðum fé­lags­skap. Það var svo ekki verra að í hóp okk­ar var mikið hæfi­leika­fólk sem flutti ætt­j­arðarljóð og sagði sög­ur frá stofn­un lýðveld­is­ins, um­hverf­inu í kring og fleira,“ seg­ir Björk. 

Anna Sig­ríður, Birna og Björk segja að gang­an hafi fallið svo vel í kramið að farið verði aft­ur á fjall í þjóðbún­ing­um á næsta ári. Hvað um bún­ing­ana. Ætlið þið all­ar að vera í heimasaumuðum þjóðbún­ing­um í næstu göngu? 

„Það kæmi mér ekki á óvart,“ seg­ir Anna Sig­ríður. 

„Já held­ur bet­ur það er stefn­an. Við erum nokkr­ar í hópn­um nú þegar bún­ar að skrá okk­ur á nám­skeið til að sauma okk­ar eig­in þjóðbún­ing. Við stefn­um á að vígja hann að ári liðnu í þjóðhátíðargöngu,“ seg­ir Birna. 

„Kannski ekki all­ir en við stöll­ur erum alla vega bún­ar að skrá okk­ur á nám­skeið hjá Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu og stefn­um á að sauma okk­ur bún­inga. Per­sónu­lega bið ég bara guð að vera með mér í þeirri veg­ferð – í versta falli veit ég þó hvar ég get leigt dýrðina,“ seg­ir Björk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda