Hvernig getur móðir brúðarinnar frískað upp á sig?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og á Húðvaktinni svarar …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og á Húðvaktinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni og á Húðvakt­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem lang­ar að líta sér­lega vel út í sum­ar þegar dótt­ir henn­ar geng­ur í hjóna­band.

Komdu sæl.

Nú er dótt­ir mín að fara að gifta sig í sum­ar og mig lang­ar til að líta vel út á brúðkaups­dag­inn og lang­ar að gera eitt­hvað „extra“ fyr­ir húðina. Hvaða húðmeðferðir henta konu um sex­tugt sem lang­ar til að fá smá ljóma og gljáa fyr­ir stóra dag­inn? Er ég of sein að hugsa út í þetta?

Kær kveðja,

Helga, móðir brúðar­inn­ar

Sæl Helga.

Nei, þú ert alls ekki of sein og margt hægt að gera. Nú er sum­arið komið og sól­in aðeins far­in að skína okk­ur til mik­ill­ar ánægju. Þetta set­ur okk­ur aðeins skorður varðandi hvaða meðferðir henta þar sem lasermeðferðir eru meira meðferðir sem við ger­um á haust­in og á vet­urna þar sem húðin get­ur verið viðkvæm fyr­ir sól­ar­ljós­inu í 1-2 vik­ur eft­ir meðferðina. Það eru aft­ur á móti marg­ar húðmeðferðir sem er hægt að gera all­an árs­ins hring án þess að hafa mikl­ar áhyggj­ur af sól­inni. Hér eru þær meðferðir sem ég get mælt með fyr­ir mæður brúðar­inn­ar eða brúðgum­ans í vor/​sum­ar:

  1. Prof­hi­lo og Frax­el 1940nm yf­ir­borðslaser: Ég veit að ég sagði að það væri erfitt að gera lasermeðferðir á vor­in/​sumr­in en þessi meðferð er bara svo öfl­ug og áhrifa­rík að ég get ekki annað en nefnt hana fyr­ir móður brúðar­inn­ar/​brúðgum­ans. Meðferðin byrj­ar á því að sprauta hreinni hyaluronic sýru í húðina (Prof­hi­lo skin­booster) til að gefa henni raka og aukna þéttni og svo nokkr­um vik­um seinna (2-3 vik­um) för­um við með öfl­ug­an Frax­el laser yfir alla húðina sem vinn­ur á lita­breyt­ing­um, eyk­ur ljóma húðar­inn­ar og einnig þéttni. Lok­aniðurstaðan er ljóm­andi húð, jafn­ari húðlit­ur og auk­in þéttni. Áhrifa­rík­ust en að sjálf­sögðu einnig dýr­ust.
  2. PRX-peelÞetta „peel“ klikk­ar sjaldn­ast. Virk­ar eins og góð heiðarleg dísil­vél þar sem hún veit­ir ekki ein­ung­is góðan ljóma og gljáa strax held­ur örv­ar einnig kolla­genið og þau áhrif koma seinna fram, eða eft­ir 2-4 mánuði. Einnig er hægt að auka enn frek­ar á áhrif þessa „peels“ með því að sprauta Prof­hi­lo skin­booster í húðina á sama tíma. 
  3. Aqua­gold: Hér blönd­um við sam­an míkrótoxíni og skin­booster með hyaluronic sýru og spraut­um því svo inn í yf­ir­borð húðar­inn­ar með ör­litl­um gull­nál­um eins og í ör­nál­armeðferð. 2-3 vik­um eft­ir meðferðina er kom­inn fínn gljái á húðinni, svita­hol­ur minna sýni­legri, fín­ar lín­ur mild­ari og jafn­ara yf­ir­borð. Frá­bær meðferð til að und­ir­búa húðina fyr­ir stóra viðburði, farðinn ligg­ur mun bet­ur og verður nátt­úru­legri.
  4. Hydrafacial: Þessa meðferð er gott að gera rétt fyr­ir stóra dag­inn og bregst aldrei. Húðslíp­un og rakameðferð í einni meðferð, eins og dem­ants­húðslíp­un á ster­um! Færð ljóm­andi húð og fal­legt yf­ir­borð þar sem dauðar húðfrum­ur á ysta lagi húðar­inn­ar eru fjar­lægðar og raka þrýst í húðina. Kjör­in meðferð til að gera rétt fyr­ir stóra dag­inn.
  5. Örnálameðferð: Einnig er vel hægt að meðhöndla með ör­nál­armeðferð (Dermapen/​Skin­pen) á sumr­in þar sem þær meðferðir gefa ekki af sér jafn mik­inn hita í húðina og lasermeðferðir. Þó hún sé ekki eins áhrifa­rík meðferð og húðlaser­ar þá get­ur hún örvað kolla­genið og bætt áferð húðar­inn­ar. Til að fá sem best­an ár­ang­ur fyr­ir sex­tuga konu þá þarf nokkr­ar meðferðir, amk 3-4, með 4-6 vikna milli­bili. Örnál­armeðferð er líka mjög góð leið til að koma góðum raka í húðina og um að gera að nýta sér það dag­ana eft­ir meðferðina með góðum hyaluronic serum­um.

Eins og þú sérð þá eru nokkr­ir val­mögu­leik­ar í boði og lang­best að panta tíma í ráðgjöf til að setja upp rétt meðferðarpl­an fyr­ir þig.

Kær kveðja, Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda