Chanel-jakkinn með breyttu sniði og hnésíð pils áberandi

Glæsileikinn var allsráðandi í dag þegar franska tískuhúsið Chanel kynnti …
Glæsileikinn var allsráðandi í dag þegar franska tískuhúsið Chanel kynnti haust- og vetrarlínu sína. Ljósmynd/Chanel

Óperu­húsið í Par­ís, Pala­is Garnier, skartaði sínu feg­ursta í dag þegar haust- og vetr­ar­lína Chanel var kynnt. Óperu­húsið var opnað 5. janú­ar 1875 og býr það yfir ein­stök­um töfr­um. Þegar það var opnað á sín­um tíma var það helsti sam­komu­staður elítu Par­ís­ar­borg­ar og fóru brodd­borg­ar­ar þess tíma í óper­una nokkr­um sinn­um í viku. Þó ekki bara til að verða fyr­ir hug­hrif­un þess sem fram fór á sviðinu held­ur til að hitta mann og ann­an í glæsi­leg­um sal­arkynn­in­um óperu­húss­ins. 

Á sýn­ingu Chanel mátti sjá 46 dress sem búið var að nosta við á all­an hátt. Í raun var hvert stykki sem sýnt var eins og lista­verk. Það er ljóst að tísku­lega séð er gott haust og góður vet­ur í vænd­um.

Hinn klass­íski Chanel-jakki hef­ur löng­um verið eft­ir­sótt­ur en í þess­ari línu mátti hann sjá ör­lítið breyttu snið. Víðara háls­mál og jafn­vel svo­lítið púff fyr­ir neðan mitti veit­ir tísku­unn­end­um inn­blást­ur. Jakk­arn­ir í lín­unni minntu tölu­vert á tísk­una sem ríkti í kring­um 1990 og voru hnésíð pils áber­andi en slík pils voru líka fyr­ir­ferðar­mik­il í lín­unni. 

Mikið er lagt í sauma­skap og nostrað við hvert ein­asta stykki. Þess má milli mátti sjá skikkj­ur og síða kjóla sem eiga án efa eft­ir að gera gott mót á góðgerðarsam­kom­um og á rauðum dregl­um kom­andi vetr­ar. 

Fjólubláa dragtin sker sig úr.
Fjólu­bláa dragt­in sker sig úr. Ljós­mynd/​Chanel
Hér má sjá pífur liggja niður eftir framstykkinu.
Hér má sjá píf­ur liggja niður eft­ir framstykk­inu. Ljós­mynd/​Chanel
Áhersla á mittislínuna er sterk.
Áhersla á mitt­is­lín­una er sterk. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er búið að bródera brjóststykkið með fallegu munstri.
Hér er búið að bródera brjóst­stykkið með fal­legu munstri. Ljós­mynd/​Chanel
Hvít slaufa fer vel við hvítan kjól.
Hvít slaufa fer vel við hvít­an kjól. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er skikkja með pífum og er burðurinn í efninu …
Hér er skikkja með píf­um og er burður­inn í efn­inu temmi­leg­ur. Ljós­mynd/​Chanel
Hér má sjá hinn klassíska Chanel-jakka með rúnnuðu hálsmáli og …
Hér má sjá hinn klass­íska Chanel-jakka með rúnnuðu háls­máli og bróderuðum kanti. Ljós­mynd/​Chanel
Þessi fjólubláa pilsdragt er eiguleg, tvíhneppt og elegant.
Þessi fjólu­bláa pils­dragt er eigu­leg, tví­hneppt og el­eg­ant. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er búið að setja standkraga á hinn klassíska Chanel-jakka …
Hér er búið að setja stand­kraga á hinn klass­íska Chanel-jakka sem er vand­lega skreytt­ur. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er búið að handsauma í efnið á listrænan hátt.
Hér er búið að handsauma í efnið á list­ræn­an hátt. Ljós­mynd/​Chanel
Rúnnuð hálsmál eru áberandi í línunni.
Rúnnuð háls­mál eru áber­andi í lín­unni. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er komið V-hálsmál á Chanel-jakkann.
Hér er komið V-háls­mál á Chanel-jakk­ann. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er rúnnaður kragi settur yfir klassískan jakka.
Hér er rúnnaður kragi sett­ur yfir klass­ísk­an jakka. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er bróderaður rúnnaður kantur á hálsmáli og er sama …
Hér er bróderaður rúnnaður kant­ur á háls­máli og er sama efni notað á erm­ar og í fald­inn á jakk­an­um. Ljós­mynd/​Chanel
Jakki með rúnnuðu hálsmáli í munstruðu ullarefni.
Jakki með rúnnuðu háls­máli í munstruðu ullar­efni. Ljós­mynd/​Chanel
Að klæðast skykkju er góð hugmynd. Jafnvel þótt þú sért …
Að klæðast skykkju er góð hug­mynd. Jafn­vel þótt þú sért í sund­bol inn­anund­ir. Ljós­mynd/​Chanel
Rúnnað hálsmál er ekki bara áberandi á jökkunum í línunni …
Rúnnað háls­mál er ekki bara áber­andi á jökk­un­um í lín­unni held­ur líka í topp­um. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er unnið með kvenleikann og skyrta upp í háls …
Hér er unnið með kven­leik­ann og skyrta upp í háls notuð und­ir aðsniðinn jakka. Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Hér er skykkja með slaufu að framan.
Hér er skykkja með slaufu að fram­an. Ljós­mynd/​Chanel
Púffermar setja svip á þennan klassíska jakka.
Púfferm­ar setja svip á þenn­an klass­íska jakka. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er unnið með látlausan lúxus.
Hér er unnið með lát­laus­an lúx­us. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er jakkinn tekinn saman með slaufubelti.
Hér er jakk­inn tek­inn sam­an með slaufu­belti. Ljós­mynd/​Chanel
Græni liturinn sást örlítið í línunni.
Græni lit­ur­inn sást ör­lítið í lín­unni. Ljós­mynd/​Chanel
Púffermar og veglegt brjóststykki einkenna þessa flík.
Púfferm­ar og veg­legt brjóst­stykki ein­kenna þessa flík. Ljós­mynd/​Chanel
Græn ullardragt með munstruðum faldi.
Græn ull­ar­dragt með munstruðum faldi. Ljós­mynd/​Chanel
Tískuhúsið er líka svolítið að vinna með standkragann.
Tísku­húsið er líka svo­lítið að vinna með stand­krag­ann. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er búið að setja púffkant á skyrtu og beltið …
Hér er búið að setja púff­kant á skyrtu og beltið minn­ir á franska tísku­húsið. Ljós­mynd/​Chanel
Brjóststykkið gefur kjólnum svip.
Brjóst­stykkið gef­ur kjóln­um svip. Ljós­mynd/​Chanel
Hálsmál sem nær út á axlir er alltaf óskaplega hátíðlegt.
Háls­mál sem nær út á axl­ir er alltaf óskap­lega hátíðlegt. Ljós­mynd/​Chanel
Standkragi og vel mótaðar ermar einkenna þennan alklæðnað.
Stand­kragi og vel mótaðar erm­ar ein­kenna þenn­an al­klæðnað. Ljós­mynd/​Chanel
Ljósbleikur verður augljóslega einn af litum haustsins.
Ljós­bleik­ur verður aug­ljós­lega einn af lit­um hausts­ins. Ljós­mynd/​Chanel
Rúnnað hálsmál og vel sniðinn efri partur fer vel við …
Rúnnað háls­mál og vel sniðinn efri part­ur fer vel við rykkt pilsið. Ljós­mynd/​Chanel
Hlýralaus kjóll með vel púffuðum neðri parti setti svip sinn …
Hlýra­laus kjóll með vel púffuðum neðri parti setti svip sinn á sýn­ing­una. Ljós­mynd/​Chanel
Þessi ljósa skykkja er frískleg.
Þessi ljósa skykkja er frísk­leg. Ljós­mynd/​Chanel
Það er alltaf fallegt að nota gegnsætt efni yfir bringu …
Það er alltaf fal­legt að nota gegn­sætt efni yfir bringu og axl­ir. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er skykkjan komin í ljósan lit og með ásaumuðu …
Hér er skykkj­an kom­in í ljós­an lit og með ásaumuðu púffi og vestið minn­ir á bún­inga fyrri tíma. Ljós­mynd/​Chanel
Hvernig væri að setja smá tjull yfir mittislínuna?
Hvernig væri að setja smá tjull yfir mitt­is­lín­una? Ljós­mynd/​Chanel
Hér er slaufan í burðarhlutverki og rammar inn mittislínuna.
Hér er slauf­an í burðar­hlut­verki og ramm­ar inn mitt­is­lín­una. Ljós­mynd/​Chanel
Konur í plaskápum eru alltaf spennandi.
Kon­ur í plaskáp­um eru alltaf spenn­andi. Ljós­mynd/​Chanel
Bleikrauð kápa er án efa fyrir konur sem vilja láta …
Bleikrauð kápa er án efa fyr­ir kon­ur sem vilja láta taka eft­ir sér. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er búið að setja púff á neðri hluta jakkans.
Hér er búið að setja púff á neðri hluta jakk­ans. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er silkipúfflíning á jakka sem brýtur upp formið.
Hér er silki­púfflín­ing á jakka sem brýt­ur upp formið. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er púffið sett neðst á jakkann til þess að …
Hér er púffið sett neðst á jakk­ann til þess að auka feg­urð og stemn­ingu. Ljós­mynd/​Chanel
Eitt af einkennum Chanel í gegnum tíðina hafa verið brjóstvasar …
Eitt af ein­kenn­um Chanel í gegn­um tíðina hafa verið brjóst­vas­ar með töl­um. Hér er aðeins leikið sér með sög­una og hún færð til nú­tím­ans. Ljós­mynd/​Chanel
Að nota annað efni á brjóstvasa er mjög móðins.
Að nota annað efni á brjóst­vasa er mjög móðins. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er búið að festa slaufur á efnið sem gerir …
Hér er búið að festa slauf­ur á efnið sem ger­ir flík­ina meira lif­andi. Ljós­mynd/​Chanel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda