„Hann elskaði alltaf á mér fótleggina“

Klassískir háhælaðir skór blekkja sjónlínuna þannig að fótleggurinn virkar lengri.
Klassískir háhælaðir skór blekkja sjónlínuna þannig að fótleggurinn virkar lengri. GettyImages/Unsplash

Les­end­ur eru dug­leg­ir að leita ráða um allt milli him­ins og jarðar. Auðvitað er ekki hægt að svara öll­um spurn­ing­um en ég hef þó reynt að gera það eft­ir bestu getu. Á dög­un­um kom spurn­ing frá konu sem velti fyr­ir sér hvort hún gæti farið í beige-litaðar sokka­bux­ur við opna sandala. 

Hæ hæ. 

Ég er að fara í fína veislu í sum­ar. Þetta er smá flókið því fyrr­ver­andi maður­inn minn verður í veisl­unni með nýju kon­unni sinni. Hún er svona sól­brún og sæt og miklu yngri en við. Við erum bæði um sex­tugt og ég ætlaði að vera djarf­ari en vana­lega og mæta ber­leggjuð. Hann elskaði alltaf á mér fót­legg­ina og því lang­ar mig að ögra hon­um með þess­um hætti. Vanda­málið er að núna finnst mér ég vera orðin svo­lítið þreytt og göm­ul og jafn­vel klaufa­leg. Ég var búin að kaupa mér Cl­arks-sandala því þeir eru þægi­leg­ir en ég er frek­ar mik­il lumma þegar ég er kom­in í sandal­ana og í beige-sokka­bux­ur. Hvað mynd­ir þú gera í þessu? Skipta um skó eða hætta við að fara? 

Kveðja, 

J

Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að konur séu …
Það er yf­ir­leitt gert ráð fyr­ir því að kon­ur séu með ber­ar tær í opn­um skóm. Omoda/​Unsplash

Sæl J. 

Þú mátt alls ekki hætta við að fara í veisl­una því þá ertu búin að tapa. Það er svo­lítið eins og hrapa niður stóra stig­ann í Slöngu­spil­inu og vera aft­ur á byrj­un­ar­reit. Þú þarft að vera þannig búin að þú upp­lif­ir þig al­veg löðrandi af sjálfs­ör­yggi og þokka. 

Varðandi sandala og sokka­bux­ur þá eru nokkr­ar óskrifaðar regl­ur. 

Oft­ast gera skó­hönnuðir ráð fyr­ir að fólk sé ekki í sokk­um eða í sokka­bux­um í opn­um skóm. Í ein­staka til­fell­um get­ur það gengið ef sokka­bux­urn­ar og skórn­ir eru í sama lit eða hluti af ein­hverju heild­ar­út­liti sem er búið að pródúsera vel. Auk þess skipt­ir máli hvaða fatnaður er val­inn við opna skó og sokka­bux­ur.

Neta­sokka­bux­ur hafa oft reynst kon­um vel sem vilja svindla aðeins á þessu. Þær geta al­veg gengið við opna skó og þá aðallega beige-litaðar neta­sokka­bux­ur.

Svo má velta fyr­ir sér hvort þú eig­ir aðra skó til að nota í þess­ari fínu veislu. Kannski gæt­ir þú skipt Cl­arks-san­döl­un­um út fyr­ir hefðbundna há­hælaða skó og náð að vera í sokka­bux­um við dressið. Ég veit reynd­ar ekki hvernig sandal­arn­ir líta út en það er lík­legra að þú upp­lif­ir þig al­veg löðrandi í há­hæluðum skóm með pinna­hæl. 

Klass­ísk­ir há­hælaðir skó með pinna­hæl gera oft miklu meira fyr­ir heild­ar­mynd­ina en sandal­ar. Fót­legg­ur­inn virk­ar lengri en um leið og skór eru með ól um ökkl­ann þá klipp­ist  af fót­leggn­um. 

Aðal­málið er þó að þér líði vel í veisl­unni og get­ir notið þess að vera glöð og skemmti­leg og það sé ekk­ert að eyðileggja gleðina eins og áhyggj­ur af ber­um fót­leggj­um. Þegar þú ert búin að finna út úr þessu skó­máli þá þarftu að kom­ast á þann stað að þér sé al­veg sama um ein­hvern fyrr­ver­andi karl og hans fylgi­fiska. Það er allt of pláss­frekt að láta fyrr­ver­andi maka leigja frítt í hausn­um á sér og best að reyna að segja þeirri leigu upp sem fyrst. Helst áður en sum­ar­veisl­an hefst. 

Gangi þér vel með þetta allt!

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent spurn­ingu HÉR. 

Hér eru sokkabuxur við skó með opinni tá. Það gengur …
Hér eru sokka­bux­ur við skó með op­inni tá. Það geng­ur í þessu til­felli því skórn­ir, sokka­bux­urn­ar og kjóll­inn eru öll í svipuðum lit. GettyIma­ges/​Unsplash
Hér má sjá háhælaða skó sem eru með bandi yfir …
Hér má sjá há­hælaða skó sem eru með bandi yfir rist­ina og bandi utan um ökkl­ann. Ef þú vilt láta fót­legg­inn virka styttri þá gæt­ir þú farið í slíka skó. Eu­geni­vy/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda