Brúðarkjóll fyrirsætu laus við kynþokka

Olivia Culpo er fyrirsæta og fyrrum ungfrú alheimur.
Olivia Culpo er fyrirsæta og fyrrum ungfrú alheimur. AFP

Oli­via Culpo, fyr­ir­sæta og fyrr­ver­andi ung­frú al­heim­ur, gift­ist Christian McCaffrey í fal­legri at­höfn á Rhode Is­land á dög­un­um. Í viðtali við Vogue gef­ur hún inn­sýn í brúðkaupsund­ir­bún­ing­inn.

„Hjóna­bandið er upp­hafið á ein­hverju sem á að vara alla ævi. Þetta er sam­ein­ing tveggja ein­stak­linga sem tengj­ast órjúf­an­leg­um bönd­um,“ seg­ir Culpo sem hafði þess­ar áhersl­ur í huga þegar kom að því að hanna brúðar­kjól­inn sem þykir afar hefðbund­inn.

„Ég vildi eitt­hvað sem und­ir­strikaði al­var­leika heit­anna.“

Culpo valdi há­tísku­húsið Dolce&Gabb­ana til þess að hanna kjól­inn og tók ferlið marga mánuði. Kjóll­inn er með miklu pilsi, síðum erm­um og nær upp í háls.

„Kjóll­inn mátti ekki vera kynþokka­full­ur á einn ein­asta hátt. Kjóll­inn átti að fara mér vel en ekki yf­ir­gnæfa mig. Hann átti að vera fal­leg­ur í ein­fald­leika sín­um.“ Þegar Culpo reyndi að finna inn­blást­ur á net­inu eft­ir slík­um kjól, þá fann hún hann ekki. 

„Þá varð ég enn spennt­ari fyr­ir hug­mynd­inni að kjóln­um.“

Þá seg­ist Culpo hafa lagt áherslu á lát­lausa förðun og sleppti til dæm­is að nota maskara.

„Mér varð hugsað til Christians og hvað hann elsk­ar. Hon­um finnst ég fal­leg­ust þegar ég er klass­ísk, hul­in og fáguð.“

Kjóll Culpo átti að vera afar hefðbundinn og stílhreinn. Laus …
Kjóll Culpo átti að vera afar hefðbund­inn og stíl­hreinn. Laus við all­an kynþokka og ekki mátti sjást í hold. Skjá­skot/​In­sta­gram
Dolce&Gabbana hannaði kjólinn.
Dolce&Gabb­ana hannaði kjól­inn. Skjá­skot/​In­sta­gram
Kjóllinn var með mikinn slóða.
Kjóll­inn var með mik­inn slóða. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda