Dreymir um að sauma sér þjóðbúning

Þóra Margrét Baldvinsdóttir klæddist 20. aldar búningi á 17. júní. …
Þóra Margrét Baldvinsdóttir klæddist 20. aldar búningi á 17. júní. Búninginn fékk hún lánaðan hjá Annríki í Hafnarfirði. Samsett mynd

Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir, inn­an­hús­stílisti og eig­in­kona Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra, hef­ur mik­inn áhuga á þjóðbún­ing­um. Í nokk­ur ár hef­ur hana langað til að sauma sér sinn eig­in bún­ing en ekki látið verða af því en það gæti orðið breyt­ing á því. 

Þóra Margrét Baldvinsdóttir klæddist 20. aldar búningi á 17. júní. …
Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir klædd­ist 20. ald­ar bún­ingi á 17. júní. Hér er hún ásamt eig­in­manni sínu, Bjarna Bene­dikts­syni.

Hef­ur þú oft klæðst þjóðbún­ingi?

„Nei, ekki oft því miður. Ég var í 19. ald­ar bún­ingi á 17. júní árið 2017 þegar Bjarni var for­sæt­is­ráðherra. Ég leigði hann hjá Þjóðdansa­fé­lagi Reykja­vík­ur í Mjódd­inni. Ég gerði einu sinni til­raun til að sauma mér minn eig­in bún­ing. Við vin­kon­urn­ar fór­um í Ann­ríki í Hafnar­f­irði og fór­um á þriggja tíma kynn­ingu á nám­skeiðinu,“ seg­ir Þóra og ját­ar að ekk­ert hafi svo orðið af því að fara á nám­skeiðið sjálft. 

Aðspurð um hvort það sé hefð fyr­ir því í henn­ar fjöl­skyldu að fólk klæðist þjóðbún­ing­um seg­ir hún svo ekki vera. 

„Svona bún­ing­ar hafa ekki verið til, hvorki í minni né Bjarna fjöl­skyldu. Þegar ég klædd­ist 19. ald­ar bún­ingn­um hjálpuðu þær mér í Ann­ríki og lánuðu mér bún­ing,“ seg­ir hún.

Þóra ber Hildi Rosenkjær klæðskera, kjóla­meist­ara og sagn­fræðingi í Ann­ríki vel sög­una og hef­ur hún leitað til henn­ar í þessi tvö skipti sem hún hef­ur klæðst bún­ingi. Á 17. júní klædd­ist Þóra 20. ald­ar fald­bún­ingi. 

„Hún rek­ur ótrú­legt starf og held­ur utan um sögu þjóðbún­ings­ins frá upp­hafi. Í Ann­ríki sýn­ir hún bún­ing­ana og á 17. júní var hún búin að stilla upp 20 gín­um frá mis­mun­andi tím­um. Hún er svo fær í þess­um sauma­skap. Hún var svo elsku­leg að lána mér bún­ing sem hún á. Þetta er einni fyrsti bún­ing­ur­inn sem hún saumaði á sig og er bún­ing­ur­inn orðinn 30 ára. Ég var í upp­hlut frá henni, í pilsi við frá Mar­gréti Hall­gríms­dótt­ur fyrr­um Þjóðbók­arverið og með skart frá Mar­gréti Hall­gríms­dótt­ur og Hildi. Þetta var blanda frá þeim stöll­um. Ég var með gam­alt sjal við sem ég fékk hjá Hildi. Það er ekki hægt að fara í ein­hverja lufsu yfir sem maður á inni í skáp,“ seg­ir Þóra og hlær. Hún seg­ir að Hild­ur sé fróð um öll þessi form­leg­heit sem fylgja þjóðbún­ing­um. 

„Hild­ur veit hvernig húf­an á að sitja og allt þetta. Það er fróðlegt að fara í kennslu hjá henni. Bún­ing­ur­inn er geymd­ur í sýruþvegn­um papp­ír svo hann skemm­ist ekki. Ég er búin að vera að hugsa með sjálfri mér í mörg ár að ég þurfi að eign­ast svona bún­ing sjálf,“ seg­ir hún.

Guðrún Hafsteinsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Áslaug …
Guðrún Haf­steins­dótt­ir, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, Ebba Katrín Finns­dótt­ir, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir. Mynd­in var tek­in á 17. júní í ár.

Fannst þetta púka­legt en ekki leng­ur

Hef­ur þig langað í þjóðbún­ing síðan þú varst lít­il stelpa eða er þetta nýtil­komið?

„Mér fannst þetta svo púka­legt þegar ég var yngri. Kannski er það vegna þess að þetta hef­ur ekki verið hefð í minni fjöl­skyldu. Í dag finnst mér svo gam­an að sjá kon­ur á öll­um aldri klæðast þjóðbún­ing­um. Ég væri til í að það væri aðgengi­legra að eign­ast slík­an bún­ing. Það er ekki hægt að labba út í búð og kaupa svona. Ég veit að Hild­ur í Ann­ríki hef­ur áhyggj­ur af því að þessi handa­vinna sem prýðir bún­ing­ana glat­ist ef við höld­um ekki í þess­ar gömlu hefðir. Þetta er menn­ing­ar­arf­ur sem má ekki glat­ast,“ seg­ir hún. 

Þessi mynd var tekin af Þóru árið 2017. Hér er …
Þessi mynd var tek­in af Þóru árið 2017. Hér er hún í 19. ald­ar bún­ingi sem hún fékk leigðan hjá Þjóðdansa­fé­lagi Reykja­vík­ur sem á eitt stærsta þjóðbún­inga­safn lands­ins.

Hvað kem­ur í veg fyr­ir að fólk geti eign­ast sinn eig­in þjóðbún­ing?

„Þeir eru dýr­ir. Það er ekki á færi allra að eign­ast skartið. Í gamla daga fengu stúlk­ur skart í ferm­ing­ar­gjaf­ir og svo var bún­ing­ur­inn saumaður á þær þegar þær voru bún­ar að taka út vöxt. Þetta er að týn­ast í dag.“

Bjarni Benediktsson, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Þóra Einarsdóttir sem var fjallkonan …
Bjarni Bene­dikts­son, Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir, Þóra Ein­ars­dótt­ir sem var fjall­kon­an 2017 og Guðríður Lína Bjarna­dótt­ir.
Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Guðríður Lína Bjarnadóttir og Þóra Einarsdóttir árið …
Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir, Guðríður Lína Bjarna­dótt­ir og Þóra Ein­ars­dótt­ir árið 2017. Guðríður Lína var í bún­ingi frá ömmu Guðríði.
Hjónin Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Hjón­in Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda