Ozempic-fatalína vekur hneykslan

Nýja fatalína Namilia er hálfgert ástarljóð til Ozempic.
Nýja fatalína Namilia er hálfgert ástarljóð til Ozempic. Skjáskot/Instagram

Vin­sæld­ir Ozempic, blóðsyk­urs­lyfið sem hef­ur tröllriðið heim­in­um síðustu vik­ur og mánuði, hafa náð nýj­um hæðum. 

Tísku­merkið Namilia frum­sýndi nýja fatalínu á dög­un­um og er hún hálf­gert ástar­ljóð til lyfs­ins sem nýt­ist einnig til grenn­ing­ar og þyngd­ar­stjórn­un­ar. 

Fatalín­an var kynnt í Berlín yfir helg­ina og gengu þveng­mjó­ar fyr­ir­sæt­ur tískupall­ana í flík­um og með fylgi­hluti með áletr­un­um á við „I Heart Ozempic“ og „Will Fuck For Ozempic“. 

Net­verj­ar hafa marg­ir hverj­ir lýst yfir óánægju sinni með fatalín­una og segja það óviðeig­andi að dá­sama blóðsyk­urs­lyf og megr­un­ar­kúlt­ur sem elur á rang­hug­mynd­um um heil­brigði. 

Mik­il aukn­ing hef­ur verið í notk­un megr­un­ar­lyfja á borð við Ozempic, Sax­enda og Wegovy síðustu miss­eri. Hollywood-stjörn­ur, þar á meðal Oprah Win­frey, Min­dy Kaling, Sharon Os­bour­ne, Whoopi Gold­berg og Kelly Cl­ark­son, hafa viður­kennt að hafa not­fært sér slík lyf til að grenn­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda