10 hlutir sem eru ómissandi fyrir sólarlandaferðina

Óskalisti vikunnar er suðrænn og seiðandi!
Óskalisti vikunnar er suðrænn og seiðandi! Samsett mynd

Fjölmargir Íslendingar hafa beðið spenntir eftir því að eyða sumarfríinu áhyggjulausir á sólarströnd, enda fátt sem knýr jafn mikinn eldmóð og þrautseigju fram í landanum eins og að vita af sólríku fríi framundan. 

Þar sem einn mesti ferðamánuður ársins er genginn í garð tók Smartland saman tíu vörur sem tískuunnendur og fagurkerar munu elska í sólarlandaferðinni, allt frá draumabikiníinu yfir í óvæntan fylgihlut.

Íslensk hönnun á ströndinni!

Það hljómar alls ekki illa að spóka sig um á ströndinni í þessu fallega bikiníi eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman. Bikiníið er úr Reflections-línu Hildar, en hvíti og blái liturinn býr til fullkominn kontrast við sólkyssta húðina!

Bikiní fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 29.900 krónur.
Bikiní fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 29.900 krónur. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Létt og þægileg!

Það getur verið snúið að finna réttu yfirhöfnina fyrir sólarlandaferðina innan um þykkar úlpur og regnjakka í fataskápnum. Þá kemur þessi fallegi yfirjakki sterkur inn, en hann er léttur og þægilegur til að henda yfir sig hvenær sem er. 

Yfirskyrta fæst hjá Zara og kostar 7.995 krónur.
Yfirskyrta fæst hjá Zara og kostar 7.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Hinn fullkomni sumarkjóll!

Glaðlegir litir og fallegt snið einkennir þennan guðdómlega sumarkjól úr smiðju Stine Goya. Svo setur opna bakið punktinn algjörlega yfir i-ið!

Sumarkjóll frá Stine Goya fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar …
Sumarkjóll frá Stine Goya fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar 46.900 krónur. Ljósmynd/Andrareykjavik.is

Strandtaska drauma þinna!

Fallegar ofnar strandtöskur hafa verið að gera allt vitlaust í tískuheiminum á undanförnum vikum. Þessi taska er frá merkinu DAY et og er í senn stílhrein og rúmgóð – fullkomin taska í sólarlandaferðina sem passar við allt!

Strandtaska frá DAY et fæst hjá NTC og kostar 20.995 …
Strandtaska frá DAY et fæst hjá NTC og kostar 20.995 krónur. Ljósmynd/Ntc.is

Þessi sem gleðja augað!

Það er eiginlega ekki hægt að fara í sólarlandaferð án þess að taka með sér góð sólgleraugu. Um þessar mundir er sólgleraugnatískan fjölbreytt og spennandi, en stærri umgjarðir og ljósari lituð gler virðast vera að koma sterkt inn núna!

Sólgleraugu fást hjá Sisbis og kosta 9.495 krónur.
Sólgleraugu fást hjá Sisbis og kosta 9.495 krónur. Ljósmynd/Sisbis.is

Óvænt á óskalistann!

Bucket-hattar hafa verið með óvænta endurkomu að undanförnu og rata að sjálfsögðu beint á óskalista tískuunnenda fyrir sumarið!

Bucket-hattur frá Baum und Pferdgarten fæst hjá Boozt og kostar …
Bucket-hattur frá Baum und Pferdgarten fæst hjá Boozt og kostar 12.129 krónur. Ljósmynd/Boozt.com

Uppáhald skandinavísku tískudrottninganna!

Svo virðist sem tískudrottningar skandinavíu séu sammála um að góðar hörbuxur séu ómissandi í öll ferðalög, ekki síður ef haldið er á suðrænar slóðir. Buxurnar eru léttar, þægilegar og svo er ótrúlega auðvelt að dressa þær upp og niður!

Léttar buxur úr hörblöndu fást hjá Zara og kosta 6.595 …
Léttar buxur úr hörblöndu fást hjá Zara og kosta 6.595 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Sumarskart fagurkerans!

Í sumar hafa falleg hálsmen í hinum ýmsu litum verið að koma sterk inn. Keramiklistakonan Hekla Nína Hafliðadóttir gaf nýverið út afar fallega línu með hálsmenum sem eru fullkomin við hvaða sumardress sem er!

Hálsmen eftir keramiklistakonuna Heklu Nínu Hafliðadóttur fæst hjá Húrra Reykjavík …
Hálsmen eftir keramiklistakonuna Heklu Nínu Hafliðadóttur fæst hjá Húrra Reykjavík og kostar 29.990 krónur. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Poppaðu lúkkið upp!

Góðir sandalar eiga án efa heima í ferðatöskunni þegar haldið er á hlýrri slóðir, en það er tilvalið að nýta þá til að poppa lúkkið upp. Þessir silfurlituðu sandalar eru afar stílhreinir en grípa án efa augað!

Sandalar frá Ten Points fást hjá apríl og kosta 17.990 …
Sandalar frá Ten Points fást hjá apríl og kosta 17.990 krónur. Ljósmynd/Aprilskor.is

Förðunartrix sumarsins!

Á sumrin færa margir sig yfir í náttúrulegri förðun með áherslu á sólkyssta og ljómandi húð. Um þessar mundir er það allra heitasta að skipta svarta maskaranum út fyrir brúnan sem gefur mildara lúkk fyrir sumarið!

Hypnôse-maskarinn frá Lancôme fæst hjá Hagkaup og kostar 5.999 krónur.
Hypnôse-maskarinn frá Lancôme fæst hjá Hagkaup og kostar 5.999 krónur. Ljósmynd/Hagkaup.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda