10 hlutir sem eru ómissandi fyrir sólarlandaferðina

Óskalisti vikunnar er suðrænn og seiðandi!
Óskalisti vikunnar er suðrænn og seiðandi! Samsett mynd

Fjöl­marg­ir Íslend­ing­ar hafa beðið spennt­ir eft­ir því að eyða sum­ar­frí­inu áhyggju­laus­ir á sól­ar­strönd, enda fátt sem knýr jafn mik­inn eld­móð og þraut­seigju fram í land­an­um eins og að vita af sól­ríku fríi framund­an. 

Þar sem einn mesti ferðamánuður árs­ins er geng­inn í garð tók Smart­land sam­an tíu vör­ur sem tísku­unn­end­ur og fag­ur­ker­ar munu elska í sól­ar­landa­ferðinni, allt frá drauma­bik­iní­inu yfir í óvænt­an fylgi­hlut.

Íslensk hönn­un á strönd­inni!

Það hljóm­ar alls ekki illa að spóka sig um á strönd­inni í þessu fal­lega bik­iníi eft­ir ís­lenska fata­hönnuðinn Hildi Yeom­an. Bik­iníið er úr Ref­lecti­ons-línu Hild­ar, en hvíti og blái lit­ur­inn býr til full­kom­inn kontr­ast við sól­kyssta húðina!

Bikiní fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 29.900 krónur.
Bik­iní fæst hjá Hildi Yeom­an og kost­ar 29.900 krón­ur. Ljós­mynd/​Hild­uryeom­an.com

Létt og þægi­leg!

Það get­ur verið snúið að finna réttu yf­ir­höfn­ina fyr­ir sól­ar­landa­ferðina inn­an um þykk­ar úlp­ur og regnjakka í fata­skápn­um. Þá kem­ur þessi fal­legi yf­ir­jakki sterk­ur inn, en hann er létt­ur og þægi­leg­ur til að henda yfir sig hvenær sem er. 

Yfirskyrta fæst hjá Zara og kostar 7.995 krónur.
Yf­ir­skyrta fæst hjá Zara og kost­ar 7.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Zara.com

Hinn full­komni su­mar­kjóll!

Glaðleg­ir lit­ir og fal­legt snið ein­kenn­ir þenn­an guðdóm­lega su­mar­kjól úr smiðju Stine Goya. Svo set­ur opna bakið punkt­inn al­gjör­lega yfir i-ið!

Sumarkjóll frá Stine Goya fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar …
Su­mar­kjóll frá Stine Goya fæst hjá Andrá Reykja­vík og kost­ar 46.900 krón­ur. Ljós­mynd/​Andrareykja­vik.is

Strand­taska drauma þinna!

Fal­leg­ar ofn­ar strand­tösk­ur hafa verið að gera allt vit­laust í tísku­heim­in­um á und­an­förn­um vik­um. Þessi taska er frá merk­inu DAY et og er í senn stíl­hrein og rúm­góð – full­kom­in taska í sól­ar­landa­ferðina sem pass­ar við allt!

Strandtaska frá DAY et fæst hjá NTC og kostar 20.995 …
Strand­taska frá DAY et fæst hjá NTC og kost­ar 20.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Ntc.is

Þessi sem gleðja augað!

Það er eig­in­lega ekki hægt að fara í sól­ar­landa­ferð án þess að taka með sér góð sólgler­augu. Um þess­ar mund­ir er sólgler­augna­tísk­an fjöl­breytt og spenn­andi, en stærri um­gj­arðir og ljós­ari lituð gler virðast vera að koma sterkt inn núna!

Sólgleraugu fást hjá Sisbis og kosta 9.495 krónur.
Sólgler­augu fást hjá Sis­bis og kosta 9.495 krón­ur. Ljós­mynd/​Sis­bis.is

Óvænt á óskalist­ann!

Bucket-hatt­ar hafa verið með óvænta end­ur­komu að und­an­förnu og rata að sjálf­sögðu beint á óskalista tísku­unn­enda fyr­ir sum­arið!

Bucket-hattur frá Baum und Pferdgarten fæst hjá Boozt og kostar …
Bucket-hatt­ur frá Baum und Pfer­d­gar­ten fæst hjá Boozt og kost­ar 12.129 krón­ur. Ljós­mynd/​Boozt.com

Upp­á­hald skandi­nav­ísku tísku­drottn­ing­anna!

Svo virðist sem tísku­drottn­ing­ar skandi­nav­íu séu sam­mála um að góðar hör­bux­ur séu ómiss­andi í öll ferðalög, ekki síður ef haldið er á suðræn­ar slóðir. Bux­urn­ar eru létt­ar, þægi­leg­ar og svo er ótrú­lega auðvelt að dressa þær upp og niður!

Léttar buxur úr hörblöndu fást hjá Zara og kosta 6.595 …
Létt­ar bux­ur úr hör­blöndu fást hjá Zara og kosta 6.595 krón­ur. Ljós­mynd/​Zara.com

Sum­arskart fag­ur­ker­ans!

Í sum­ar hafa fal­leg háls­men í hinum ýmsu lit­um verið að koma sterk inn. Kera­miklista­kon­an Hekla Nína Hafliðadótt­ir gaf ný­verið út afar fal­lega línu með háls­men­um sem eru full­kom­in við hvaða sum­ar­dress sem er!

Hálsmen eftir keramiklistakonuna Heklu Nínu Hafliðadóttur fæst hjá Húrra Reykjavík …
Háls­men eft­ir kera­miklista­kon­una Heklu Nínu Hafliðadótt­ur fæst hjá Húrra Reykja­vík og kost­ar 29.990 krón­ur. Ljós­mynd/​Hurr­areykja­vik.is

Poppaðu lúkkið upp!

Góðir sandal­ar eiga án efa heima í ferðatösk­unni þegar haldið er á hlýrri slóðir, en það er til­valið að nýta þá til að poppa lúkkið upp. Þess­ir silf­ur­lituðu sandal­ar eru afar stíl­hrein­ir en grípa án efa augað!

Sandalar frá Ten Points fást hjá apríl og kosta 17.990 …
Sandal­ar frá Ten Po­ints fást hjá apríl og kosta 17.990 krón­ur. Ljós­mynd/​April­skor.is

Förðun­ar­trix sum­ars­ins!

Á sumr­in færa marg­ir sig yfir í nátt­úru­legri förðun með áherslu á sól­kyssta og ljóm­andi húð. Um þess­ar mund­ir er það allra heit­asta að skipta svarta maskar­an­um út fyr­ir brún­an sem gef­ur mild­ara lúkk fyr­ir sum­arið!

Hypnôse-maskarinn frá Lancôme fæst hjá Hagkaup og kostar 5.999 krónur.
Hypnô­se-maskar­inn frá Lancôme fæst hjá Hag­kaup og kost­ar 5.999 krón­ur. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda