Mari prófaði bótox og deilir ferlinu

Mari Järsk skellti sér nýverið í bótox eftir miklar vangaveltur.
Mari Järsk skellti sér nýverið í bótox eftir miklar vangaveltur. Skjáskot/Instagram

Hlaupa­drottn­ing­in Mari Järsk ákvað ný­verið að prófa að fara í bótox og hef­ur verið dug­leg að deila ferl­inu með fylgj­end­um sín­um á TikT­ok. 

Mari birti fyrsta mynd­bandið um bótox í júní síðastliðnum þar sem hún deildi hug­leiðing­um sín­um og spurði hvað fólki fynd­ist um það ef hún fengi sér bótox.

„Ég held að heim­ur­inn sé orðinn þannig að maður má tala um allt og ég ætla nú bara að koma með mjög erfiðar til­finn­ing­ar sem ég er búin að díla við í svo­lít­inn tíma núna, og ég er að fara að nálg­ast fer­tugt og ég er kom­in með mjög mikið af hrukk­um og ég bara já, ég er bara ekki al­veg nógu sátt með þetta.

Mér finnst ég ekki geta bara þú veist sett neina máln­ingu fram­an í mig og þá er ég bara kom­in með svaka lín­ur skiljið þið? Og eðli­lega þegar maður er á þess­um aldri en þú veist, svo eru bara ein­hvern veg­inn all­ir að fara í bótox og mér finnst all­ir með ógeðslega fína húð og ég bara eini leppalúðinn hérna,“ sagði Mari í mynd­band­inu og spurði áhorf­end­ur hvort þeim fynd­ist hún eiga að fara í bótox eða ekki.

„Ekki heil­brigt að fer­tug kona sé ekki með eina hrukku“

Í næsta mynd­bandi sagði Mari frá því að hún hefði verið að ræða þetta við marga og að hún hefði kom­ist að því að það væru ótrú­lega marg­ir með bótox, meira að segja fullt af fólki sem henni hefði aldrei grunað að myndu fara í bótox. „Það eig­in­lega sést. Það eig­in­lega sést alltaf. Ég fatta um leið þegar mann­eskja er búin að gera það. Um leið. Hvort sem það er lítið eða mikið. Það sést strax. Það er ekki heil­brigt að fer­tug kona sé ekki með eina hrukku, sorrí, ég kaupi það ekki,“ sagði hún. 

Stuttu síðar birti hún mynd­bandi þar sem hún op­in­beraði að hún væri búin að panta tíma í bótox. Í öðru mynd­bandi sagði hún svo frá því að hún væri orðin stressuð fyr­ir því að fara í bótox. „Ég er svo­lítið stressuð. Ég veit ekki al­veg hvað bíður mín, ætli ég geti gert reiðis­hrukk­urn­ar mín­ar áfram? En aðallega útaf ég hef tekið eft­ir því að sum­ir eru al­veg hræðileg­ir, bara hræðileg­ir, bara kon­ur og karl­ar, og ég er hrædd að enda þannig. En svo er ég búin að vera með svo ógeðslega mikla þrá­hyggju að prufa að gera þetta að mér finnst fá­rán­legt að hætta við núna,“ sagði Mari.

Sýn­ir ferlið yfir sjö daga

Því næst deil­ir Mari mynd­bandi af sér í stóln­um þar sem verið er að sprauta bótoxi í ennið á henni og á milli auga­brún­anna. 

Viku síðar birti hún svo mynd­band þar sem hún tek­ur mynd­band á hverj­um degi í sjö daga og sýn­ir hvernig bótoxið byrj­ar að virka, en hún á alltaf erfiðara og erfiðara með að gera svip­birgði með and­lit­inu og á sjö­unda degi hreyf­ast auga­brún­ir henn­ar og enni nán­ast ekk­ert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda