Búin að fara í 17 brjóstastækkanir

Katie Price er með stór brjóst.
Katie Price er með stór brjóst. Skjáskot/Instagram

Breska glamúr­fyr­ir­sæt­an Katie Price er með stærri barm en marg­ar aðrar kon­ur. Brjóst­in eru þó allt annað en nátt­úru­leg þar sem Price er búin að fara í fjölda aðgerða til þess að láta laga þau. 

Price fór í brjóstas­tækk­un­ina í Brus­sel fyrr í þess­um mánuði að því er fram kem­ur á vef Daily Mail. Ásamt því að láta breyta brjóst­un­um hef­ur hún meðal ann­ars látið breyta nef­inu á sér, lyfta and­lit­inu, fengið sér bótox, vara­fyll­ingu og ým­is­legt fleira. 

Þrátt fyr­ir þenn­an fjölda aðgerða er Price hvergi nærri hætt. „Ég mun aldrei hætta þess­um aðgerðum,“ sagði Price í viðtali. „Mig lang­ar að líta út eins og Bratz-dúkka.“

Það eru ekki all­ir sem dást að út­liti Price en fyr­ir­sæt­unni er sama. „Þetta er minn lík­ami og ég geri það sem mig lang­ar til. Þannig á það að vera; okk­ar lík­ami, okk­ar val. Mun­ur­inn er sá að ég tala um það. Það er fullt af fólki þarna úti sem fel­ur sig,“ sagði Price um það val sitt að fara í fegr­un­araðgerðir. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Katie Price (@katieprice)



View this post on In­sta­gram

A post shared by Katie Price (@katieprice)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda