„Nashyrningalokkur“ nýjasta æðið

Samsett mynd

Það hef­ur lengi notið vin­sælda að fá sér lokk í hina ýmsu lík­ams­parta, en í gegn­um árin hef­ur mis­mun­andi göt­un komið og farið úr tísku. Svo virðist sem svo­kallaður „nas­hyrn­inga­lokk­ur“ eða „rhino pierc­ing“ sé nýj­asta æðið á sam­fé­lags­miðlum. 

„Nas­hyrn­inga­lokk­ur“ er þegar u-laga lokki með demönt­um á sitt­hvor­um end­an­um er komið fyr­ir á nef­broddi fólks. Marg­ir net­verj­ar hafa furðað sig á þessu óvenju­lega æði vegna þess hversu djörf staðsetn­ing­in er og hversu sárs­auka­fullt það hljóti að vera að láta gata nef­brodd­inn. 

Johnny Pe­arce, sem starfar við göt­un í New York-borg, seg­ir að „nas­hyrn­inga­lokk­ur­inn“ hafi slegið í gegn hjá þeim sem safna hinum ýms­um lokk­um á lík­amann. Hann bæt­ir við að lokk­ur­inn hjálpi þeim að móta þeirra eig­in stíl. 

Spurn­ing flestra sem hafa séð „nas­hyrn­inga­lokk“ hef­ur snú­ist um hversu sárt það er að láta gata nef­brodd­inn.

„Í sam­an­b­urði við göt­un á öðrum lík­ams­pört­um, get­ur nas­hyrn­inga­lokk­ur­inn leitt til frek­ari óþæg­inda á meðan göt­un stend­ur yfir en líka í nokk­urn tíma eft­ir á. Ástæðan er að þetta svæði er mjög viðkvæmt og þess vegna er gríðarlega mik­il­vægt að reynslu­mikið fólk sjái um að gata þenn­an stað,“ seg­ir Pe­arce.

Hann bæt­ir því við að óviðeig­andi aðferðir við að gata og notk­un óvandaðs skarts séu helstu ástæður þess að fólk fái sýk­ingu í gat. 

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda