Runaway Bride fagnar 25 ára útgáfuafmæli

Samsett mynd

Í ár eru liðin 25 ár frá því að kvik­mynd­in Run­away Bri­de var frum­sýnd í kvik­mynda­hús­um víðs veg­ar um heim. Stjörnu­leik­ar­arn­ir Ju­lia Roberts og Rich­ard Gere fóru með aðal­hlut­verk­in í róm­an­tísku gam­an­mynd­inni sem var leik­stýrt af Gerry Mars­hall, þeim sama og leik­stýrði leik­ur­un­um í kvik­mynd­inni Pretty Wom­an níu árum áður.

Run­away Bri­de fjall­ar um brúði, leik­in af Roberts, sem hef­ur í þrígang yf­ir­gefið brúðguma sína við alt­arið. Gere leik­ur blaðamann sem er send­ur út af örk­inni til að kynna sér málið nán­ar. Karakt­er­ar Roberts og Gere, Maggie Carpenter og Ike Gra­ham, enda á að falla fyr­ir hvort öðru og ganga að lok­um í hjóna­band.

Einn fal­leg­asti brúðar­kjóll sem sést hef­ur á skján­um

Kjóll­inn sem Roberts klædd­ist í loka­senu kvik­mynd­ar­inn­ar er tal­inn einn fal­leg­asti brúðar­kjóll sem sést hef­ur á skján­um og hef­ur reglu­lega ratað inn á lista yfir ógleym­an­lega og tíma­lausa brúðar­kjóla.

Bún­inga­hönnuður Run­away Bri­de var Al­bert Wol­sky og hannaði hann alla brúðar­kjól­ana sem Roberts klædd­ist, fyr­ir utan þann sem hún klædd­ist í loka­senu kvik­mynd­ar­inn­ar. Þann kjól fann Wol­sky fyr­ir hreina til­vilj­un í versl­un Saks Fifth Avenue í New York. Brúðar­kjóll­inn var hannaður af eþíópíska brúðar­kjóla­hönnuðinum Amsale Aberra.

Í til­efni af 25 ára út­gáfu­af­mæli Run­away Bri­de ætl­um við að rifja upp brúðar­kjóla Maggie Carpenter.

Kjólavalið var skemmtilegt og ólíkt.
Kjóla­valið var skemmti­legt og ólíkt. Skjá­skot/​IMDb
Karakter Roberts flúði eitt brúðkaup á hestbaki.
Karakt­er Roberts flúði eitt brúðkaup á hest­baki. Skjá­skot/​IMDb
Hinn svokallaði „bjöllukjóll“ heillaði marga.
Hinn svo­kallaði „bjöllukjóll“ heillaði marga. Skjá­skot/​IMDb
Brúðarkjóllinn sem Roberts klæddist í lokasenu kvikmyndarinnar er í uppáhaldi …
Brúðar­kjóll­inn sem Roberts klædd­ist í loka­senu kvik­mynd­ar­inn­ar er í upp­á­haldi flestra aðdá­enda Run­away Bri­de. Skjá­skot/​IMDb






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda