Geta karlar farið í svuntuaðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir hjá Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem velt­ir fyr­ir sér hvort karl­ar geti farið í svuntuaðgerð? 

Hæ. 

Fara karl­menn í svuntuaðgerð? Og hvernig veit maður hvort þörf sé á henni fyr­ir mann?

Kv, 

Æ

Sæll og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Já, karl­menn fara í svuntuaðgerð. Þá eru það aðallega karl­menn sem hafa verið í yfirþyngd og létt­ast. Þá er stund­um auka­húð á mag­an­um sem laf­ir yfir líf­beinið sem trufl­ar oft karl­menn meira en kon­ur. Þeir sjá stund­um ekki getnaðarlim sinn fyr­ir auka­húðinni og við það að fara í svuntu tog­ast húðin á líf­bein­inu upp og það eru karl­menn oft þakk­lát­ir fyr­ir.  Það er lík­lega aldrei nauðsyn­legt eða þörf á því að fara yf­ir­leitt í svuntuaðgerð og alls ekki ef auka húðin á kviðnum er ekki að trufla þig.  

Eng­in aðgerð er áhættu­laus og hægt að fá bæði blæðing­ar og sýk­ing­ar við all­ar aðgerðir.

Þegar karl­menn eru í yfirþyngd liggja auka­kíló­in oft­ar inn­an vöðvalaga á kviðveggn­um. Hjá kon­um er þetta öðru­vísi. Það er mik­il­vægt að ná þyngd sem næst sinni kjörþyngd áður en aðgerðin er fram­kvæmd. Ann­ars er hætt við að verða ekki ánægður með ár­ang­ur­inn, vera áfram með „efri maga“ þrátt fyr­ir svuntuaðgerð.

Karl­menn eru síðan oft heppn­ir að vera hærðir á húðinni og það hjálp­ar við að fela örin.

Ef auka húð trufl­ar þig á kviðveggn­um þá ráðlegg ég þér að panta þér tíma hjá lýta­lækni og skoða hvað kem­ur til greina fyr­ir þig.

Með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda