Geta karlar farið í svuntuaðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manni sem veltir fyrir sér hvort karlar geti farið í svuntuaðgerð? 

Hæ. 

Fara karlmenn í svuntuaðgerð? Og hvernig veit maður hvort þörf sé á henni fyrir mann?

Kv, 

Æ

Sæll og takk fyrir spurninguna.

Já, karlmenn fara í svuntuaðgerð. Þá eru það aðallega karlmenn sem hafa verið í yfirþyngd og léttast. Þá er stundum aukahúð á maganum sem lafir yfir lífbeinið sem truflar oft karlmenn meira en konur. Þeir sjá stundum ekki getnaðarlim sinn fyrir aukahúðinni og við það að fara í svuntu togast húðin á lífbeininu upp og það eru karlmenn oft þakklátir fyrir.  Það er líklega aldrei nauðsynlegt eða þörf á því að fara yfirleitt í svuntuaðgerð og alls ekki ef auka húðin á kviðnum er ekki að trufla þig.  

Engin aðgerð er áhættulaus og hægt að fá bæði blæðingar og sýkingar við allar aðgerðir.

Þegar karlmenn eru í yfirþyngd liggja aukakílóin oftar innan vöðvalaga á kviðveggnum. Hjá konum er þetta öðruvísi. Það er mikilvægt að ná þyngd sem næst sinni kjörþyngd áður en aðgerðin er framkvæmd. Annars er hætt við að verða ekki ánægður með árangurinn, vera áfram með „efri maga“ þrátt fyrir svuntuaðgerð.

Karlmenn eru síðan oft heppnir að vera hærðir á húðinni og það hjálpar við að fela örin.

Ef auka húð truflar þig á kviðveggnum þá ráðlegg ég þér að panta þér tíma hjá lýtalækni og skoða hvað kemur til greina fyrir þig.

Með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda