Er fólk einhvern tímann of gamalt fyrir svuntuaðgerðir?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/María Matthíasdóttir

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ingu les­enda Smart­lands. Hér fær hún spur­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort hún sé of göm­ul til að fara í svuntuaðgerð. 

Blessuð. 

Ég er 76 ára og hef lengi verið að spá í svuntuaðgerð en haldið að ég væri of göm­ul. En nú þegar ég les um þig hérna og hvað þú hef­ur mikla reynslu lang­ar mig að fá þitt álit vegna ald­urs­ins. Ég fór í keis­ara­sk­urð 1984 og hafði bætt tals­vert á mig á meðgöng­unni og þá strax fannst mér ég fá þessa fell­ingu. Svo fór ég í legnám 1992. Ég er mjög hraust og hreyfi mig mjög mikið. Ég er 80 kg.

Kveðja, 

BB

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Þegar fram­kvæmd er stór svuntuaðgerð þá er húðin milli nafla og líf­beins fjar­lægð, síðan strekkt á húðinni ofan nafla og hún saumuð við húðina við líf­beinið. Gert er nýtt gat fyr­ir nafl­ann sem er á sín­um stað en ný húð um­hverf­is.

Öllum aðgerðum fylg­ir ein­hver áhætta og þær al­geng­ustu eru blæðing­ar og sýk­ing­ar. Fólk get­ur haft aukn­ar áhætt­ur á fylgi­kvill­um, t.d. syk­ur­sýki, sterameðferð og reyk­ing­ar. Því miður get­ur ald­ur líka verið áhættuþátt­ur. Það er frá­bært að þú skul­ir hreyfa þig mikið og ert hraust. Þú ert lík­lega aðeins í yfirþyngd (80 kg), en það fer þó eft­ir hæð þinni. Það get­ur líka verið auk­in áhætta á fylgi­kvill­um eft­ir aðgerð tengt yfirþyngd.

Það er vissu­lega minni áhætta við aðgerðina að gera „litla svuntu“. Þá er keis­ara- og legnáms­örið skorið í burtu og húðin saumuð sam­an aft­ur.  Inndrátt­ur­inn í ör­inu ætti þá að verða minni og þú að losna við þessa fell­ingu sem þú lýs­ir, þó að ekki yrði strekkt á húðinni ofan við nafla.

Áhætt­ur við aðgerðir þarf að vega og meta hjá öll­um ein­stak­ling­um. Ég ráðlegg þér að panta þér tíma fljót­lega hjá lýta­lækni og skoða þína mögu­leika. Þrátt fyr­ir árin 76 þá gæti minni svunta hentað þér bet­ur en stór, eða bara ekki að fara í aðgerð og halda áfram með lífið og verið sátt við að hafa þó spurt um álit lýta­lækn­is.

Með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda