Sumarauki í föstu og fljótandi formi

Förðunarmeistarinn Ammy Drammeh hannaði línuna fyrir Chanel. Hún vildi kalla …
Förðunarmeistarinn Ammy Drammeh hannaði línuna fyrir Chanel. Hún vildi kalla fram öðruvísi litatóna sem myndu framkalla ævintýri í andlitum kvenna.

Þrátt fyr­ir að það hafi gef­ist lítið færi á að klæðast stutt­bux­um þetta sum­arið og spranga um með bera fót­leggi þá má lengja sum­arið með ör­litl­um sum­ar­auka í föstu og fljót­andi formi. Í sum­ar­línu franska tísku­húss­ins Chanel má finna eigu­lega hluti sem geta fylgt okk­ur inn í vet­ur­inn eins og ör­lítið bronslitaðar kinn­ar og drama­tískt brúntóna naglalakk. 

Förðun­ar­fræðing­ur­inn Ammy Drammeh hannaði lín­una fyr­ir Chanel. Með litap­all­ett­unni vildi hún kalla fram fjöl­breytt­ari litatóna og meiri blæ­brigði. Í lín­unni eru augn­blý­ant­ar í lit­um eins og límónug­ræn­um og ljós­fjólu­blá­um en líka í app­el­sínurauðum, perlu­bleik­um, rúst­rauðum og ljós­bleik­um. Það er hægt að leika sér með litap­all­ett­una þótt úti rigni stans­laust. Að setja ör­lít­inn perlu­bleik­an lit í augnkrók­inn og aðeins und­ir aug­un opn­ar augnsvæðið og fegr­ar þótt þessi förðun­araðferð minni sum­ar óþægi­lega mikið á alda­móta­förðun­ar­tísk­una.

Það má leika sér með grænt naglalakk og grænan augnblýant.
Það má leika sér með grænt naglalakk og græn­an augn­blý­ant.
Chanel Glow Stick í litnum Solar Glow nýtist á margan …
Chanel Glow Stick í litn­um Sol­ar Glow nýt­ist á marg­an hátt. Það er fal­legt í kinn­arn­ar en það má líka setja í kring­um hár­lín­una til þess að fá frísk­legra yf­ir­bragð.

Gló­andi kinn­ar

Í lín­unni eru tvær teg­und­ir af „highlig­hter“ í stift­formi; einn ljós sem get­ur lýst and­litið upp og ann­ar bronslitaður. Báðir lit­ir geta tekið förðun­ina upp á næsta stig því svona stifti eru oft auðveld í notk­un. Það er auðvelt að skyggja and­litið lít­il­lega með bronslitaða stift­inu. Þær sem vilja ör­litla and­lits­lyft­ingu þurfa að gæta þess að setja stiftið of­ar­lega á kinn­bein­in. Það er gott að setja stiftið á eins og túss en svo þarf bursta til að móta lit­inn á and­lit­inu. Ef skygg­ing­in er bor­in of neðarlega á and­litið tap­ast töfr­ar lyft­ing­ar­inn­ar. Það er alltaf fal­legt að setja nokkr­ar dopp­ur af bronslitaða stift­inu í kring­um hár­lín­una og bursta svo yfir með hring­laga hreyf­ing­um til þess að fá ör­lít­inn glóa meðfram hár­lín­unni. Það má líka nota stiftið sem augnskugga en þá gef­ur lit­ur­inn ör­lít­inn gljáa án þess að verða eins og árs­hátíðarförðun árið 1994. Ljósi lit­ur­inn má svo fara á nef­brodd­inn og of­ar­lega á kinn­arn­ar og jafn­vel í kring­um var­irn­ar til að stækka þær smá áður en varalit­ur er bor­inn á.

Dökk­ar negl­ur

Liturinn Faun er mjólkursúkkulaðibrúnn og passar við allt, eða svona …
Lit­ur­inn Faun er mjólk­ursúkkulaðibrúnn og pass­ar við allt, eða svona næst­um því.

Í sum­ar­lín­unni eru þrír lit­ir af naglalakki; Réveu­se sem er límónug­rænn, Songe D’été sem er ljós­bleik­ur og Faun sem er rjómasúkkulaðibrúnn. Þessi rjómasúkkulaðibrúni smellpass­ar inn í haust­tísk­una þar sem jarðlit­ir í brún­um tón­um verða áber­andi. Ein­hvern veg­inn finnst mér brúntóna naglalakk alltaf svo­lítið el­eg­ant og smart.

Augnblýantarnir Stylo Ombret eru mjúkir og meðfærilegir. Það er hægt …
Augn­blý­ant­arn­ir Stylo Ombret eru mjúk­ir og meðfæri­leg­ir. Það er hægt að setja þá yfir allt augn­lokið en það er líka hægt að nota þá rétt í augnkrók­inn til þess að auka frísk­leika og feg­urð. Það fell­ur aldrei úr móð að setja þá inn í vatns­línu augn­anna til þess að fá dýpri augnsvip.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda