Þjóðbúningaklæddir þurfa ekki að borga inn

Í til­efni af 150 ára ártíðar Sig­urðar Guðmunds­son­ar mál­ara verður efnt til hátíðadag­skrár í Þjóðminja­safni Íslands í sam­starfi við Heim­il­isiðnaðarfé­lagið. Sig­urður heit­inn hannaði Skaut­bún­ing­inn, sem er einn af þjóðbún­ing­um Íslend­inga, á ár­un­um 1858-1860. 

Sig­urður var list­mál­ari, bún­inga­hönnuður og sviðsmynda­gerðarmaður. Hann lærði list­mál­un í Kaup­manna­höfn en eft­ir heim­komu hafði hann sér­stak­an áhuga á Þjóðmenn­ingu og klæðnaði Íslend­inga. Eitt­hvað fannst hon­um vanta upp á þegar kom að klæðaburði landa sinna og lagði hann sitt af mörk­um til þess að bæta úr því.

Það var þá sem skaut­bún­ing­ur­inn varð til þegar hann end­ur­reisti hátíðabún­ing ís­lenskra kvenna. Auk hans hannaði hann kyrtil sem var létt­ari bún­ing­ur sem var til­val­inn til að nota á dans­leikj­um. Sig­urður átti stór­an þátt í stofn­un Forn­minja­safns­ins sem síðar varð Þjóðminja­safn Íslands. 

Hér má sjá ljósmynd af konu í skautbúningnum.
Hér má sjá ljós­mynd af konu í skaut­bún­ingn­um.

Skaut­bún­ing­ur­inn dreg­ur nafn sitt af skaut­fald­in­um sem er oft­ast nefnd­ur fald­ur. 

„Skaut­bún­ing­ur­inn var úr svörtu klæði, treyj­an aðskor­in, með löng­um, þröng­um erm­um og náði niður í mitti. Sítt pilsið var fellt all­an hring­inn en fell­ing­ar þétt­ari að aft­an en fram­an. Í háls­máli og fram­an á erm­um var hvít blúnda. Treyj­an var krækt sam­an neðst en tek­in sam­an með nælu við háls­mál, höfð opin yfir barmi og þar und­ir hvítt peysu­brjóst, skreytt blúndu eða út­saumi. Á boðung­um, um háls­mál og fram­an á erm­um voru breiðir flau­els­borðar með gull- eða silf­ur­bal­dýruðum blóm­sveig­um og neðan á pilsið var saumaður breiður blóma­bekk­ur oft­ast með sams­kon­ar blóm­um. Saumað var í pilsið með skatter­ingu, leggsaum, lykkju­spori eða listsaumi. Svart­ur flau­elskant­ur var neðst á pilsi. Hvít­ur fald­ur var á höfði og yfir hon­um fald­blæja. Um fald­inn var gyllt koff­ur. Um mittið var stokka­belti, oft­ast sprota­belti, brjóst­nál var við háls­mál og hnapp­ar á erm­um. Við skaut­bún­ing klædd­ust kon­ur svört­um sokk­um og skóm,“ seg­ir á vef Heim­il­isiðnaðarfé­lags­ins.         

Fólk sem mæt­ir í þjóðbún­ingi fær frítt inn á safnið. 

Sigurði Guðmundssyni málara fannst íslenskar konur ekki nægilega smart til …
Sig­urði Guðmunds­syni mál­ara fannst ís­lensk­ar kon­ur ekki nægi­lega smart til fara og hannaði skaut­bún­ing til að auka glæsi­leika kven­pen­ings­ins.
Hér er málverk af Sigurði Guðmundssyni málara sem hannaði skautbúninginn.
Hér er mál­verk af Sig­urði Guðmunds­syni mál­ara sem hannaði skaut­bún­ing­inn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda