Ilmvatnsáhuginn kviknaði í New York

Ninna Pálmadóttir.
Ninna Pálmadóttir.
Ninna Pálmadóttir er fædd á Akureyri, býr nú í Reykjavík en lærði leikstjórn og handritaskrif í New York. Hún hefur slegið í gegn undanfarið á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún fjallar um mismunandi ilmi og ilmvötn.
„Ég fótbrotnaði í byrjun árs, fann fyrir mikilli ritstíflu með handrit sem ég er að skrifa og vantaði skapandi útrás fyrir sjálfa mig. Það er gaman að eiga skemmtilegt áhugamál,“ segir Ninna.
Hún segir ilmvatnsáhugann hafa byrjað í menntaskóla. 
„Mamma notaði Chanel Chance sem ég elskaði og stóra systir mín notaði líka góða ilmi sem ég var alltaf að stelast í að sniffa af. Mér fannst ilmir bæði róandi en hef líka tengt þá sterkt við minningar og tjáningu. Svo byrjaði áhuginn fyrir alvöru þegar ég bjó í New York í námi. Þar var svo mikið aðgengi að „niché-ilmvötnum.“

Velur ilmi eftir skapi

Hverjir eru þínir uppáhaldsilmir?
„Það eru þrjú sem eru mér efst í huga. Thé Noir 29 frá Le Labo, Pavilion frá Andreu Mack og Bal d'Afrique frá Byredo.“
Ninna segist nota ilmvötn árstíðabundið og vera dugleg að skipta. „Sem áhugamanneskja og safnari finnst mér gaman að velja ilmvatn eftir skapi og stemningu hvers dags eða fyrir tilefni.“
Thé Noir 29 frá Le Labo, Pavilion frá Andreu Maack …
Thé Noir 29 frá Le Labo, Pavilion frá Andreu Maack og Bal D'Afrique frá Byredo.


Fyrsta ilmvatnið steinliggur enn

Manstu eftir þínu fyrsta ilmvatni?

„Heldur betur. Christina Aguilera ilmvatnið með blúndunni. Steinliggur enn.“

Hún segir mikilvægt að prófa ilmvatn á húðinni í heilan dag áður en fólk kaupir. „Það getur verið freistandi að kaupa flösku blint því það hljómar eins og eitthvað sem maður myndi elska en veit svo ekki hvernig ilmvatn fer manni fyrr en maður prófar það. Bara meðvituð kaup.“
Ilmvatnið frá Christina Aguilera var fyrsta ilmvatnið hennar Ninnu.
Ilmvatnið frá Christina Aguilera var fyrsta ilmvatnið hennar Ninnu.
Finnst þér ilmvatnstískan vera að breytast?
„Mér líður eins og fólk sé óhræddara við að nota ilmi sem eru markaðssettir kynlaust. Ég elska stundum að vera með ilmvötn sem bransinn segir að séu kvenlegir en aðra daga langar mig að rokka kynlausan ilm. Allt er mögulegt og það er skemmtilegra,“ svarar Ninna.
„Ég hef tekið eftir miklu æði fyrir svokölluðum „gourmands-ilmum“ en það eru ilmir sem lykta eins og eftirréttir, bakarí og vanilla. Þeir klikka aldrei sem notalegir ilmir. Mér þætti samt gaman að sjá meira um leðurnótur með sætum nótum eins og hunangi og berjum. En ég er reyndar ekki ilmvatnsgerðarmaður svo það gengur kannski ekki upp,“ segir hún hlæjandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda