Nýtt augnkrem frá BIOEFFECT komið á markað

Húðvörumerkið BIOEFFECT á marga aðdáendur.
Húðvörumerkið BIOEFFECT á marga aðdáendur.

Íslenska húðvöru­fyr­ir­tækið BI­OEF­FECT hef­ur á und­an­förn­um árum eign­ast marga aðdá­end­ur bæði hér á landi og um all­an heim. Nú hafa þau bætt augnkremi í vöru­lín­una sem bygg­ir að hluta til á formúlu Power-lín­unn­ar. Þau sem eru hrif­in af vör­un­um ættu því ekki að vera svik­in. 

„Hjá BI­OEF­FECT nýt­um við kraft plöntu­líf­tækni til að þróa húðvör­ur sem sann­ar­lega umbreyta ásýnd húðar­inn­ar,“ seg­ir dr. Sigrún Dögg Guðjóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna og þró­un­ar hjá BI­OEF­FECT.

 „Með til­komu EGF Power Eye Cream höf­um við enn á ný sett nýtt viðmið þegar kem­ur að ný­sköp­un húðvara gegn öldrun húðar­inn­ar. Nýja augnkremið bygg­ir á margra ára rann­sókna- og þró­un­ar­vinnu og erum við ein­stak­lega spennt að setja það á markað.“

Áhyggj­ur af hrukk­um, fín­um lín­um, baug­um, þrota og þurrks í kring­um augnsvæði eru al­geng­ar en kremið er gert til að minnka ásýnd þeirra. EGF Power Eye Cream er öfl­ug blanda sex virkra inni­halds­efna og er sér­stak­lega þróað fyr­ir þroskaða húð til að veita sýni­leg­an ár­ang­ur. 

EGF Power Eye Cream, 15.490 kr.
EGF Power Eye Cream, 15.490 kr.

Inni­held­ur lykil­efni

Augnkremið inni­held­ur BI­OEF­FECT EGF, upp­runa­lega lyk­il­inni­halds­efnið okk­ar, en um styrkj­andi vaxt­arþátt er að ræða sem stuðlar að heil­brigðari húð. Kremið er fram­sæk­in viðbót við Power-lín­una.

En fyr­ir hvern er kremið? BI­OEF­FECT Power-vör­ur­lín­an er sér­stak­lega þróuð fyr­ir þurra og/​eða þroskaða húð og fyr­ir þau sem vilja öfl­ugri og áhrifa­rík­ari vör­ur til að tak­ast á við öldrun húðar­inn­ar.  Kremið vinn­ur vel á augnsvæðinu með því að veita andoxun­ar­virkni og sef­andi áhrif. Þess­ar vör­ur er hægt að nota sam­an fyr­ir enn áhrifa­rík­ari húðrútínu. 

Augnkremið er best að nota kvölds og morgna, sam­hliða EGF Power Ser­um eða EGF Power Cream, fyr­ir há­marks­virkni. Hent­ar öll­um húðgerðum en er til­valið fyr­ir þurra og þroskaða húð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda