Skærbleik dragt Bryndísar keypt á útsölu í Lettlandi

Bryndís er hrifin af björtum litum.
Bryndís er hrifin af björtum litum. Ljósmynd/Karítas Guðjónsdóttir

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokk­inn valdi sér skær­bleika dragt fyr­ir þing­setn­ing­una nú á dög­un­um. Lit­ur­inn heillaði Bryn­dísi sem keypti dragt­ina á út­sölu í Lett­landi.

„Ég var svo glöð þegar ég sá hana því þetta er svo bjart­ur og fal­leg­ur lit­ur,“ seg­ir Bryn­dís. „Mér finnst bleik­ur fal­leg­ur og tákn­rænn þessa dag­ana. Svo er ég rosa­lega mikið fyr­ir liti og ákvað fyr­ir nokkr­um árum að reyna að hætta al­gjör­lega að klæða mig í svart.“

Hún seg­ist ekki hafa verið lengi að velja sér föt fyr­ir til­efnið. „Ég er svo lán­söm að eiga stór­an og mik­inn fata­skáp. Ég hafði séð fyr­ir mér að nota dragt­ina í brúðkaup í sum­ar en komst hrein­lega ekki í það að stytta bux­urn­ar. Stubb­ar eins og ég þurf­um gjarn­an að stytta bux­ur. Svo ég náði því fyr­ir þing­setn­ing­una,“ seg­ir Bryn­dís. 

Fylgi­hlut­irn­ir sem hún valdi í stíl voru dökk­bleik­ir Gu­ess-skór sem hún keypti fyr­ir nokkr­um árum og fær­eysk­ir eyrna­lokk­ar úr fiskiroði. „Veskið er svo vinta­ge frá Gyllta kett­in­um sem er ein af mín­um upp­á­halds­búðum hér á landi.“

Bryndís valdi dökkbleika skó frá Guess við dragtina.
Bryn­dís valdi dökk­bleika skó frá Gu­ess við dragt­ina. Ljós­mynd/​Karítas Guðjóns­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda