Það sem verður heitt og kalt í tísku í vetur

Náttúrulegar neglur, rúskinn, gott augnkrem, mittisbelti og dragtarjakki koma sér …
Náttúrulegar neglur, rúskinn, gott augnkrem, mittisbelti og dragtarjakki koma sér vel í vetur.

Á haustin skiptum við yfirleitt um gír og erum komin með nóg af því sem við höfum dýrkað síðustu mánuði. Skapið breytist nefnilega oft með árstíðunum. 

Færum okkur yfir í dekkri liti, þykkari efni, kælum augnkremið af augljósri ástæðu og styttum oddhvössu neglurnar. Það þarf að koma þessum mikilvægu tölvupóstum hratt út. 

Meira af vínrauðum, minna af bleikum

Vínrauður minnir alltaf á haustið og mun liturinn gleðja alveg til jóla. Allar flíkur eru flottar í vínrauðum lit og líka fylgihlutir. 

Frá haust- og vetrarlínu Khaite fyrir veturinn 2024/2025.
Frá haust- og vetrarlínu Khaite fyrir veturinn 2024/2025.
Anabel Rosendahl.
Anabel Rosendahl. Ljósmynd/Instagram

Meira af látlausum strigaskóm, minna af þeim ljótu

Hátískuhúsið Balenciaga gaf „ljótu strigaskónum“ byr undir báða vængi fyrir nokkrum árum og hafa þeir verið gríðarlega áberandi síðan. Nú er hins vegar komið að stílhreinu strigaskónum en þá má frá merkjum eins og Adidas, Veja og Golden Goose. 

Látlausir strigaskór við gallabuxur og hlébarðajakka.
Látlausir strigaskór við gallabuxur og hlébarðajakka. Ljósmynd/Instagram
Strigaskór frá Golden Goose, fást í Mathildu og kosta 79.990 …
Strigaskór frá Golden Goose, fást í Mathildu og kosta 79.990 kr.
Strigaskór frá Veja, fást í Andrá og kosta 24.900 kr.
Strigaskór frá Veja, fást í Andrá og kosta 24.900 kr.

Meira af rúskinni, minna af leðri

Þó að leðrið sé alltaf klassískt og blaðamaður eigi erfitt með að hvíla það þá er rúskinnið mun meira áberandi núna. Nýtum dagana vel þegar ekki rignir og klæðumst því í brúnu.

Brúnn rúskinnsjakki er klassík að hausti til.
Brúnn rúskinnsjakki er klassík að hausti til. Ljósmynd/Instagram

Meira af loðnu, minna af minímalisma

Stórir loðnir jakkar voru áberandi á tískupöllunum fyrir veturinn hjá merkjum eins og Erdem og Helmut Lang. Það skiptir ekki máli hvaða litur það er, svo lengi sem það er mjúkt gerviloð eða litríkar fjaðrir, þá gengur það upp. 

Frá haust- og vetrarlínum Helmut Lang og Erdem fyrir árið …
Frá haust- og vetrarlínum Helmut Lang og Erdem fyrir árið 2024/2025.

Meira af mittisbeltum, minna af sniðleysi

Leggðu áherslu á mittið og settu belti yfir peysur, jakka og kjóla. 

Haust- og vetrarlína Chanel.
Haust- og vetrarlína Chanel. Ljósmynd/Chanel
Haust- og vetrarlína Chloé.
Haust- og vetrarlína Chloé. Ljósmynd/Instagram
Mittisbelti frá ZÖRU, 7.995 kr.
Mittisbelti frá ZÖRU, 7.995 kr.

Meira af náttúrulegum nöglum, út með löngu og oddhvössu

Langar, oddhvassar og skreyttar neglur hafa verið mjög áberandi en nú mega þær víkja fyrir náttúrulegri lengd. Fyrst að veturinn nálgast er líka kjörið að leika sér með dekkri liti eins og brúnan og vínrauðan.

Náttúrulegar neglur koma sterkar inn.
Náttúrulegar neglur koma sterkar inn. Ljósmynd/Instagram/Nailsbyosk

Meira af augnkremi, minna af sólarvörn

Líklegt er að við þurfum að fara að skipta sólarvörninni út fyrir augnkremið á þessum árstíma. Það er sniðugt að bregða á það ráð að geyma kremið í ísskáp svo það sé einstaklega kalt og ferskt þegar þú berð það á þig.

BIOEFFECT Power Eye Cream, 15.490 kr.
BIOEFFECT Power Eye Cream, 15.490 kr.

Meira af orkunni, minna af krúttinu

Stundum þarf að klæða sig í vel sniðinn jakka með smá axlapúðum til að ná sínu fram. Veldu dökka og náttúrulega liti því þannig jakka notarðu um ókomna tíð.

Lucy Williams breskur tískuáhrifavaldur.
Lucy Williams breskur tískuáhrifavaldur. Ljósmynd/Instagram
Jakki frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 63.900 kr.
Jakki frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 63.900 kr.
Jakki úr ZÖRU, kostar 22.995 kr.
Jakki úr ZÖRU, kostar 22.995 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál