11 ómissandi hlutir fyrir haustið

Ilmkerti, gott rifjárn, trefill og naglalakk er á óskalistanum.
Ilmkerti, gott rifjárn, trefill og naglalakk er á óskalistanum. Samsett mynd

Tími rútín­unn­ar er runn­inn upp, helg­in nán­ast haf­in og þess vegna er óskalist­inn að þessu sinni þægi­leg­ur. Striga­skór í haustlit­un­um, létt­ur jakki full­kom­inn fyr­ir göngu­túra, ilm­kerti, kokka­bók og nær­andi and­lit­skrem er meðal ann­ars þeir hlut­ir sem við þurf­um á að halda núna. 

Naglalakk í haustlit­un­um

Chanel-nagla­lökk­in þykja alltaf ein­stak­lega fal­leg og þessi djúp­brúni lit­ur svík­ur eng­an. 

Naglalakk frá Chanel í litnum 185, Faun.
Naglalakk frá Chanel í litn­um 185, Faun.

Létt úlpa

Nú er þörf fyr­ir létta úlpu áður en þykka dúnúlp­an tek­ur við í há­vet­ur. Þessi úlpa frá 66°Norður nýt­ist í margt og er í fal­leg­um ólífug­ræn­um lit.

Létt úlpa frá 66°Norður, kostar 48.500 kr.
Létt úlpa frá 66°Norður, kost­ar 48.500 kr.

Nær­andi and­lit­skrem

Marg­ir finna fyr­ir breyt­ing­um á húðinni þegar kóln­ar í veðri. Þá er ráð að sækja í nær­ing­ar­ríkt and­lit­skrem sem frísk­ar upp á húðina og und­ir­býr hana fyr­ir vet­ur­inn.

Andlitskrem frá Blue Lagoon, BL+ The Cream. 15 ML kosta …
And­lit­skrem frá Blue Lagoon, BL+ The Cream. 15 ML kosta 8.900 krón­ur en 50 ML kosta 24.900 kr.

Striga­skór í haustlit­un­um

Það er enn hægt að nota striga­skó á þeim dög­um sem þurrt er. Þess­ir eru í haustlit­un­um en ganga al­veg upp allt árið. Striga­skór sem þess­ir nýt­ast þér í vinn­una, göngu­túr­inn eða bæj­arröltið.

Gazelle strigaskór frá Adidas, fást í GK Reykjavík og kosta …
Gazelle striga­skór frá Adi­das, fást í GK Reykja­vík og kosta 25.995 kr.

Dá­sam­legt ilm­kerti

Sum­ir ganga svo langt og segja að ilm­kertið sem fæst á Ed­iti­on-hót­el­inu í miðbæ Reykja­vík­ur sé eitt það besta sem völ er á. Svart glasið er líka hægt að nota áfram þar sem það pass­ar inn í hvaða rými sem er. Not­ist spar­lega!

Ilmkerti frá Edition-hótelinu, kostar 12.100 kr.
Ilm­kerti frá Ed­iti­on-hót­el­inu, kost­ar 12.100 kr.

Mjúk­ur púði

Það þarf ekki að vera dýrt að koma heim­il­inu í haustlit­ina held­ur má gera mjög mikið með því að breyta um púða og setja hlýtt teppi. 

Púði frá Tekk, kostar 16.900 kr.
Púði frá Tekk, kost­ar 16.900 kr.

Fyr­ir þau sem ætla út úr húsi

Ef planið er ekki að eyða allri helg­inni inni þá er þetta galla­vesti frá Ganni flott fyr­ir hvaða til­efni sem er. Það má nota í há­deg­is­verð með vin­um og áfram ef haldið er út á lífið.

Gallavesti frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 36.900 kr.
Galla­vesti frá Ganni, fæst í Andrá og kost­ar 36.900 kr.

Besta rif­járn í heimi?

Öll heim­ili ættu að eiga gott rif­járn og þetta frá Micropla­ne er talið vera eitt það besta. Það má nota fyr­ir svo margt en þá aðallega til að rífa par­mes­an-ost­inn yfir pasta­rétt helgar­inn­ar.

Microplane-rifjárn, fæst í Kokku og kostar 3.890 kr.
Micropla­ne-rif­járn, fæst í Kokku og kost­ar 3.890 kr.

Mjúk­ur tref­ill

Trefl­ar eru ómiss­andi í fata­skáp­inn eins og flest all­ir vita. Fyr­ir þau sem sækja mikið í svart­ar yf­ir­hafn­ir ættu að horfa á trefla í öðrum lit­um eins og brún­um eða dökk­græn­um lit.

Trefill frá Bruun & Stengade, fæst í Mathildu og kostar …
Tref­ill frá Bru­un & Steng­a­de, fæst í Mat­hildu og kost­ar 9.990 kr.

Víðar jogg­ing­bux­ur

Þess­ar bux­ur eru full­komn­ar heima­bux­ur en það má al­veg skreppa í þeim út í búð eða í göngu­túr ef fólk er í þannig skapi.

Joggingbuxur úr Zöru sem kosta 4.595 kr.
Jogg­ing­bux­ur úr Zöru sem kosta 4.595 kr.

Mat­reiðslu­bók­in frá Coocoo's Nest

Þau sem sakna veit­ingastaðar­ins Coocoo's Nest geta end­ur­skapað rétt­ina heima hjá sér. Hjón­in Íris Ann Sig­urðardótt­ir og Lucas Kell­er gáfu út þessa veg­legu kokka­bók en þau ráku staðinn í um það bil tíu ár. Það er um að gera að eyða svo­litl­um tíma í eld­hús­inu og spreyta sig á nýj­um rétt­um.

Coocoo's nest kokkabók, fæst í Sölku og kostar 10.690 kr.
Coocoo's nest kokka­bók, fæst í Sölku og kost­ar 10.690 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda