Á að kaupa sér föt núna með hlébarðamynstri?

Ofurfyrirsætan Irina Shayk með hálsklút í hlébarðamynstri, kjóll úr vor- …
Ofurfyrirsætan Irina Shayk með hálsklút í hlébarðamynstri, kjóll úr vor- og sumarlínu fyrir árið 2025 frá Vetements og kápa í hlébarðamynstri frá vor- og sumarlínu fyrir árið 2025 frá Prada. Samsett mynd

Hlé­b­arðamynst­ur hef­ur verið víða und­an­farna mánuði og nær ómögu­legt að stíga inn í versl­un án þess að sjá flík í þessu mynstri. Það var jafn áber­andi hjá stærstu tísku­hús­um eins og hjá ódýr­ari fata­versl­un­um. Þetta ár hef­ur verið ár hlé­b­arðamynst­urs­ins og vin­sæld­ir þess náðu hápunkti nú í upp­hafi hausts­ins. En er þetta tísku­straum­ur sem við erum að fara að fá leið á?

Það má auðvitað vel vera að það stytt­ist í það. En það er í raun mál­inu óviðkom­andi. Hlé­b­arðamynst­ur er eins og svart­ur vel sniðinn dragt­ar­jakki, Levi's 501 galla­bux­ur, hvít­ur stutterma­bol­ur og rúskinns­stíg­vél frá Prada - það dett­ur aldrei úr tísku.

Ofurfyrirsætan Irina Shayk í hlébarðastuði í sumar.
Of­ur­fyr­ir­sæt­an Ir­ina Shayk í hlé­b­arðastuði í sum­ar. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Jakki keypt­ur í kæru­leysisk­asti

Það eru nokk­ur ár síðan ég var stödd í Ganni-versl­un í Osló og lét það eft­ir mér að máta stutt­an, vatteraðan hlé­b­arðajakka úr satíni. Tók þá kæru­lausa ákvörðun, enda ein á ferð og ekki með óþreyju­full­an karl­mann með mér, dró fram kred­it­kortið og borgaði fyr­ir þenn­an aðeins of dýra jakka. Þessi ómerki­lega saga end­ar auðvitað vel, nú eru átta ár liðin og jakk­inn fer ekki úr skápn­um. Ég hef notað hann í vinnu, út að borða, í af­mæli, í út­lönd­um og ég fæ ekki leið. Lík­leg­ast ætti ég að ferðast meira ein og leyfa kæru­leys­inu að brjót­ast oft­ar fram. Oft kem­ur tíma­bil þar sem jakk­inn er í pásu í nokkra mánuði í senn en það er líka allt í lagi. 

Kæruleysisjakkinn góði.
Kæru­leysisjakk­inn góði. Ljós­mynd/​Ganni

Klass­ískt en vandmeðfarið

Tísku­heim­ur­inn hef­ur ekki fengið nóg. Fær­ustu hönnuðir heims sýndu fatalín­urn­ar fyr­ir sum­arið 2025 í New York, Lund­ún­um, Mílanó og Par­ís á dög­un­um og dýra­mynstrið er mjög áber­andi. Hlé­b­arða-, sebra- og sná­ka­skinns­mynst­ur verður mjög áber­andi ef marka má merki eins og Prada, Vetements, Roberto Ca­valli og Dries Van Noten.  

En þetta er vandmeðfarið. Regl­an er, eins og svo oft áður, að velja mynstrið vel og klæðast því við míníma­lísk­ari fatnað. Það sem þarf að hafa í huga við kaup á þess­um flík­um er að reyna að hafa þær í góðum gæðum. Þá dug­ir líka aðeins ein flík í skáp­inn í stað þess að fylla hann af þessu mynstri. 

Þeir sem eiga í ást­ar- og hat­urs­sam­bandi við mynstrið geta byrjað smátt. Á ein­um fylgi­hlut, skóm, klút eða jafn­vel tösku. Úrvalið af galla­bux­um í hlé­b­arðamynstri er nú líka mikið og þeim er auðvelt að klæðast við stutterma­bol og striga­skó. Mik­il­vægt er að vera treg­ur við að losa sig við flík­ina úr skápn­um því það eru all­ar lík­ur á að þú teyg­ir þig í hana aft­ur og aft­ur næstu árin.

Gallabuxur frá Neo Noir, fást í Galleri 17 og GK …
Galla­bux­ur frá Neo Noir, fást í Galleri 17 og GK Reykj­vík og kosta 16.995 kr.
Skór í hlébarðamynstri frá Ganni. Fást í Andrá og kosta …
Skór í hlé­b­arðamynstri frá Ganni. Fást í Andrá og kosta 54.900 kr.
Frá vor- og sumarlínu Elie Saab fyrir árið 2025.
Frá vor- og sum­ar­línu Elie Saab fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​AFP
Frá vor- og sumarlínu Vetements fyrir árið 2025.
Frá vor- og sum­ar­línu Vetements fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​AFP
Frá vor- og sumarlínu Dries Van Noten fyrir árið 2025.
Frá vor- og sum­ar­línu Dries Van Noten fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​AFP
Frá vor- og sumarlínu Roberto Cavalli fyrir árið 2025. Sebramynstur …
Frá vor- og sum­ar­línu Roberto Ca­valli fyr­ir árið 2025. Sebra­mynst­ur mun líka koma sterkt inn næsta sum­ar. Ljós­mynd/​AFP
Snákaskinnsmynstur í vor- og sumarlínu Roberto Cavalli fyrir árið 2025.
Sná­ka­skinns­mynst­ur í vor- og sum­ar­línu Roberto Ca­valli fyr­ir árið 2025. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda