Alexander farðaði fyrir eitt stærsta tískuhús Parísar

Alexander hefur lagt mikið á sig til að komast langt …
Alexander hefur lagt mikið á sig til að komast langt í förðunarheiminum. Samsett mynd

Al­ex­and­er Sig­urður Sig­fús­son hef­ur starfað sem förðun­ar­fræðing­ur í sjö ár. Eft­ir förðun­ar­nám fann hann fljótt að brans­inn átti vel við hann og tók hann að sér öll þau verk­efni sem hon­um bauðst. Árið 2021 tók hann stökkið og flutti til Lund­úna með það að mark­miði að vinna fyr­ir snyrti­vör­uris­ann Char­lotte Til­bury. Á dög­un­um var Al­ex­and­er stadd­ur á tísku­vik­unni í Par­ís þar sem hann farðaði fyr­ir sýn­ingu franska tísku­húss­ins Nina Ricci.

 „Ég sá fljótt að mín beið miklu stærri heim­ur í út­lönd­um með allskon­ar tæki­fær­um. Fljótt eft­ir flutn­ing út til Lund­úna fékk ég starf í aðal­versl­un Char­lotte Til­bury þar sem ég vann í tvö ár með það að mark­miði að vinna mig upp í UK PRO-teymið. Snemma í vor var nýtt starf aug­lýst inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, en tit­ill­inn var ann­ar aðstoðarmaður Sofiu Til­bury. Ég sótti um og fór í gegn­um fjög­urra mánaða um­sókn­ar­ferli. Að lok­um var mér svo boðið starfið sem ég að sjálf­sögðu þáði,“ seg­ir Al­ex­and­er.

Sofia Til­bury er syst­ur­dótt­ir Char­lotte Til­bury og er stór hluti af þeim ótrú­lega frama sem merkið hef­ur náð í brans­an­um á þeim stutta tíma sem það hef­ur verið til. Til­bury sér um að farða fyr­ir stórviðburði eins og Óskar­inn, Met Gala og skap­ar flest all­ar þær farðanir sem eru gerðar á tísku­vik­um heims­ins. Hún farðar einnig stór­stjörn­ur eins og Sölmu Hayek, Cel­ine Dion, Kate Moss og Rita Ora. 

„Ég sé um að fara með Sofiu í þau verk­efni sem hún tek­ur að sér hvort sem það eru tísku­sýn­ing­ar, mynda­tök­ur, töku­dag­ar fyr­ir sam­fé­lags­miðla og fleira. Ég er alltaf til taks að aðstoða hana. En þar sem ég er aðstoðarmaður núm­er tvö þá þarf hún ekki alltaf á mér að halda. Þess á milli er ég í alls kon­ar skemmti­leg­um verk­efn­um eins og vöruþróun, mynda­tök­um, tísku­sýn­ing­um og að farða mik­il­væga viðskipta­vini.“

Fyrirsæta sem hann farðaði í París.
Fyr­ir­sæta sem hann farðaði í Par­ís. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Keyrsla og raf­mögnuð stemn­ing

Al­ex­and­er fékk það tæki­færi fyr­ir nokkr­um vik­um að vera send­ur á tísku­vik­una í Par­ís. „Sofia var í öðru verk­efni og þurfti ekki á mér að halda svo ég fékk að fara til Par­ís­asr. Nina Ricci er þriðja tísku­sýn­ing­in sem við vinn­um að síðan í byrj­un sept­em­ber. Við förðuðum líka á tísku­vik­unni í London fyr­ir Harris Reed en hann er einnig list­rænn stjórn­andi Nina Ricci. Viku síðar fór­um við til Mílanó og förðuðum fyr­ir Al­berta Fer­retti og héld­um svo til Par­ís­ar,“ seg­ir hann.

Tísku­sýn­ing­ar eru þau verk­efni sem hann hef­ur hvað mest gam­an af. Þetta er mik­il keyrsla, stemn­ing­in er raf­mögnuð og mikið af hæfi­leika­ríku fólki sem kem­ur að hverri sýn­ingu. „Jafn­vel þó þetta sé mikið stress og kaos þá vinn ég mjög vel und­ir pressu og finnst það gera upp­lif­un­ina enn skemmti­legri,“ seg­ir Al­ex­and­er.

„And­rúms­loftið er auðvitað alltaf mis­jafnt og fer alltaf eft­ir því hvort fólk er mætt á rétt­um tíma og hvernig skipu­lagið er. Þessi ferð var sér­stak­lega mikið keyrsla þar sem ég var mætt­ur snemma um morg­un­inn á und­an öðrum úr Global Pro-teym­inu því ég var beðinn um að mæta í prufu dag­inn fyr­ir sýn­ingu. Það sner­ist um að taka þátt í að hanna förðun­ina með fata­hönnuðinum fyr­ir sýn­ing­una og tók það mest all­an dag­inn. Svo var bara að borða, sofa, vakna og mæta á sýn­ing­una. Svo beint í lest­ina aft­ur heim til Bret­lands. Sem bet­ur fer var and­rúms­loftið á sýn­ing­unni mjög gott, allt vel skipu­lagt og gekk eins og í sögu.“

Hann seg­ist vera óend­an­lega þakk­lát­ur fyr­ir þau tæki­færi sem hann fær við starfið. Næstu verk­efni eru ekki af verri end­an­um en í lok þess­ar­ar viku held­ur hann til Shang­hai í Kína. „Þar mun­um við vera í viku að vinna að risa tísku­sýn­ingu með hönnuðinum Mark Gong og yfir fimm­tíu fyr­ir­sæt­um. Þar fara nokkr­ir dag­ar í prufu-farðanir og und­ir­bún­ing og svo heill dag­ur í sýn­ing­una sjálfa. Ég er ekk­ert smá spennt­ur fyr­ir þess­ari ferð þar sem ég hef aldrei komið til Kína og förðun­ar­markaður­inn þar er allt ann­ar en við þekkj­um hér í hinum vest­ræna heima. Svo það verður margt nýtt sem ég mun sjá og gera sem mun bæt­ast í reynslu­bank­ann.“

Fyrirsæta sem hann farðaði á tískuvikunni í París.
Fyr­ir­sæta sem hann farðaði á tísku­vik­unni í Par­ís. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Alexander Sigurður er óendanlega þakklátur fyrir tækifærin.
Al­ex­and­er Sig­urður er óend­an­lega þakk­lát­ur fyr­ir tæki­fær­in. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Stemningin á tískusýningum er rafmögnuð og stressandi.
Stemn­ing­in á tísku­sýn­ing­um er raf­mögnuð og stress­andi. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda