„Partíið hófst á dansgólfinu strax í kjölfarið“

Fanney mátaði mjög marga mismunandi kjóla.
Fanney mátaði mjög marga mismunandi kjóla. Ljósmyndir/Íris Dögg Einarsdóttir

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og markaðsfull­trúi hjá BI­OEF­FECT, gifti sig í Reykja­vík í lok ág­úst á þessu ári. Brúðar­kjól­inn fékk hún í versl­un hér á landi en hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fara til út­landa til að finna hinn full­komna kjól. Þótt hún hafi haft skýra hug­mynd í upp­hafi um hvaða kjól hana langaði að klæðast breytt­ist það mikið þegar hún fór að máta mis­mun­andi snið.

„Ég hafði augastað á nokkr­um kjól­um en sniðin á þeim voru öll mjög ólík. Drauma­kjóll­inn minn var lengi lan­germa silkikjóll, stíl­hreinn en el­eg­ant með fal­leg­um smá­atriðum á ermun­um. Skemmst er frá því að segja að kjóll­inn sem ég gifti mig í var svo nán­ast and­stæðan við hann,“ seg­ir Fann­ey.

Hún seg­ist þó ekki hafa haft mjög sterk­ar skoðanir í upp­hafi en lært mikið. „Skoðanir mín­ar breytt­ust kannski ekki sér­lega mikið, ég var ekki með nægi­lega sterk­ar skoðanir fyr­ir svo ég held það sé eðli­legra að orða það svo­leiðis. Ég lærði í hverju mér leið best og spáði mikið í efni og smá­atriði, hvað ég vildi og hvað ég vildi ekki. Þegar úr­valið er mikið þá spil­ar „gut-feel­ing“ stór­an hluta í þess­ari ákvörðun.“

Fann­ey seg­ist hafa mátað marga mis­mun­andi kjóla. „Í minni fyrstu heim­sókn mátaði ég mis­mun­andi kjóla í ólíku sniði. Ég fór í Lof­orð þar sem Íris og Ásdís höfðu fundið kjóla fyr­ir fyrstu heim­sókn­ina mína og til­gang­ur­inn með því var að finna í hverju mér liði best. Kjóll­inn sem mér þótti heill­andi á mynd er ekki endi­lega flott­asti kjóll­inn þegar komið er í hann og kjóll­inn sem ég hefði ekki endi­lega gripið mann í fyrstu er stund­um kjóll­inn sem kem­ur hvað mest á óvart,“ seg­ir Fann­ey.

„Pæl­ing­arn­ar sem maður er með í upp­hafi breyt­ast iðulega þegar byrjað er að máta og því er mik­il­vægt að fara inn í ferlið með op­inn hug og byrja á að finna rétta sniðið sem hent­ar.“

Hvar fannstu kjól­inn að lok­um?

„Í Lof­orði. Ég fór til þeirra strax í upp­hafi og var frek­ar blaut á bak við eyr­un og vissi lítið hversu gott úr­val væri í boði á Íslandi. Ég var fljót að átta mig á því að þar var allt sem ég þurfti og meira til, þjón­ust­an og vinnu­brögðin al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar og úr­val­inu al­deil­is ekki ábóta­vant. Í minni fyrstu heim­sókn fann ég kjól­inn, þegar ég bjóst hvað minnst við því. Ég var með mömmu, systr­um mín­um og nán­ustu vin­kon­um og all­ar með tölu voru sam­mála um að kjóll­inn væri fund­inn. Ég svaf auðvitað á því dágóðan tíma og satt best að segja þótti mér held­ur erfitt að hugsa að mögu­lega væri þetta bara ákveðið – mér leið eins og þessi ákvörðun hefði þurft að vera erfiðari. Ég fór aft­ur í Lof­orð rúm­lega mánuði síðar, mátaði enn fleiri snið en hver mát­un gerði mig ör­ugg­ari með ákvörðun­ina, mér sner­ist aldrei hug­ur.“

Það kom á óvart að draumakjóllinn hafi fengist hér á …
Það kom á óvart að drauma­kjóll­inn hafi feng­ist hér á landi. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir
Draumakjóllinn var lengi langerma silkikjóll, stílhreinn en elegant en kjóllinn …
Drauma­kjóll­inn var lengi lan­germa silkikjóll, stíl­hreinn en el­eg­ant en kjóll­inn sem varð fyr­ir val­inu á end­an­um var allt öðru­vísi. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

Skipti í par­tív­ænni kjól

Eft­ir fyrstu mát­un var hún með það á bak við eyrað að mögu­lega væri brúðar­kjóll­inn fund­inn. Hún fór því beint og heim­sótti heimasíðu fram­leiðand­ans til að skoða kjól­inn bet­ur. „Mynd­irn­ar sem ég fann af kjóln­um höfðuðu í sann­leika sagt alls ekki til mín og ef ég hefði séð þær áður hefði ég mögu­lega úti­lokað kjól­inn fyr­ir fram. Sem und­ir­strik­ar aft­ur að fara inn í ferlið með op­inn hug. Mynd­ir segja alls ekki allt.“

Þú skipt­ir um kjól í miðri veislu, hver var ástæðan fyr­ir því?

„Já, ég tók þá ákvörðun held­ur seint í ferl­inu. Það stóð ekki til hjá mér að skipta um kjól en eft­ir því sem nær dró brúðkaupi fór hug­ur­inn að reika þangað. Bæði dönsuðum við brúðardans, sem hefði verið erfitt í síða kjóln­um, eins fannst mér til­hugs­un­in að standa í fína brúðar­kjóln­um mín­um í brjáluðu par­tíi á dans­gólf­inu um kvöldið, fá jafn­vel yfir mig óvænt rauðvíns­glas, tölu­vert eðli­legra í „par­tív­ænni“ kjól. Ég skipti fyr­ir brúðardans­inn og par­tíið hófst á dans­gólf­inu strax í kjöl­farið. Mér fannst það ótrú­lega skemmti­legt mó­ment að koma fram í nýja kjóln­um.“

Fyrsta mát­un­in fór fram í des­em­ber í fyrra. Í lok janú­ar þessa árs fór Fann­ey aft­ur í mát­un og negldi ákvörðun­ina niður. Í kjöl­farið tóku við mæl­ing­ar og kjóll­inn loks pantaður. „Kjóll­inn lenti svo hjá Lof­orði snemma í júlí minn­ir mig. Ég mæli með að vera tím­an­lega því biðin eft­ir að kjóll­inn er pantaður er oft nokkr­ir mánuðir.“

Varstu ánægð með ákvörðun­ina sem þú tókst að lok­um eða hefðirðu viljað gera eitt­hvað öðru­vísi?

„Svo sann­ar­lega, ég hefði ekki getað verið ánægðari. Mér fannst kjóll­inn nán­ast eins og sniðinn á mig og draga fram það besta. Mér leið ótrú­lega vel í hon­um. Efnið fannst mér el­eg­ant, það gerði mikið fyr­ir mitt auga og eins þótti mér skemmti­leg­ur fíd­us hvernig hann kom með óvænt­um smá­atriðum. Kjóln­um fylgdi auka­pils sem hægt var að festa aft­an á kjól­inn. Ég gekk inn kirkjugólfið með pilsið á. Fyr­ir vikið var kjóll­inn meiri, með lengra slör og aðeins meiri drama­tík. Þegar við kom­um í veisl­una tók ég svo pilsið af, sem mér þótti passa bet­ur þar. Mér fannst kjóll­inn end­ur­spegla mig og minn stíl að mörgu leyti og ég er svo þakk­lát fyr­ir að hafa fundið slík­an kjól. Kjól sem ég sé fyr­ir mér að ég muni horfa á í framtíðinni og alltaf þykja fal­leg­ur. Klass­ísk­ur en í senn el­eg­ant, með fal­leg­um smá­atriðum og al­gjör­lega tíma­laus.“

Hvaða ráð mynd­irðu gefa öðrum sem eru að fara af stað í þetta ferli?

„Ég myndi alltaf segja að byrja á að máta mis­mun­andi snið og finna í hverju þér líður best. Þegar þú ert nokk­urn veg­inn kom­in með hug­mynd að því nærðu að úti­loka ansi margt og ein­blína á úr­valið af þessu til­tekna sniði. Eins og ég hef nefnt finnst mér ótrú­lega mik­il­vægt að fara inn í ferlið með op­inn hug því kjóll­inn sem þú varst búin að sjá fyr­ir þér er ekki endi­lega sá sem kem­ur best út þegar þú byrj­ar að máta. Mitt ráð er fyrst og fremst að velja snið sem þér líður vel í. Það er mik­il­væg­ast af öllu, og fá góðar og fag­leg­ar ráðlegg­ing­ar frá fag­fólki. The „gut feel­ing“ hef­ur sjaldn­ast rangt fyr­ir sér.“

Kjólnum fylgdi aukapils sem hægt var að festa aftan á …
Kjóln­um fylgdi auka­pils sem hægt var að festa aft­an á kjól­inn. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda