Bestu varasalvarnir fyrir kólnandi veður

Flestir þurfa á nærandi varasalva að halda á köldustu dögunum.
Flestir þurfa á nærandi varasalva að halda á köldustu dögunum. Unsplash/Cesar La Rosa

Þurr­ari var­ir er ein­kenni sem marg­ir finna fyr­ir þegar kuld­ann sæk­ir að. Flest­ir eiga sér sinn upp­á­haldsvara­sal­va sem þeir grípa alltaf í en svo eru aðrir sem þurfa hug­mynd­ir að nýj­um til að prófa. Hér fyr­ir neðan er listi af nokkr­um góðum sem munu nýt­ast vel yfir vetr­ar­tím­ann.

BI­OEF­FECT Vara­sal­vinn er full­ur af nátt­úru­leg­um og nær­andi inni­halds­efn­um. Hann hjálp­ar til við að halda vör­un­um vel nærðum og mjúk­um.

Varasalvi frá BIOEFFECT, kostar 3.890 kr.
Vara­sal­vi frá BI­OEF­FECT, kost­ar 3.890 kr.

Varagald­ur frá Villi­mey er mýkj­andi, græðandi og er meira að segja góður á fruns­ur. Hann á að viðhalda fyll­ingu húðar­inn­ar, vinna gegn hrörn­un, húðskemmd­um og er græðandi. Hann gef­ur fal­leg­an gljáa og er hent­ug­ur til að setja yfir eða und­ir varalit.

Varagaldur frá Villimey, 1.595 kr.
Varagald­ur frá Villi­mey, 1.595 kr.

Vara­sal­vinn frá Bláa lón­inu inni­held­ur nær­andi örþör­unga Bláa lóns­ins. Hann er vernd­andi og viðheld­ur nátt­úru­lega mýkt var­anna og raka þeirra. Vara­sal­vinn gef­ur vör­un­um fal­leg­an gljáa.

Varasalvi frá Bláa lóninu, 3.900 kr.
Vara­sal­vi frá Bláa lón­inu, 3.900 kr.

Eig­ht Hour Cream frá El­iza­beth Arden er upp­á­hald margra. Vara­sal­vinn veit­ir mik­inn raka og ger­ir við þurr­ar og sprungn­ar var­ir.

Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden, 3.999 kr.
Eig­ht Hour Cream frá El­iza­beth Arden, 3.999 kr.

Car­ing Beauty frá Labello gef­ur krem­kennda og raka­gef­andi áferð. Það er ör­lít­ill lit­ur í hon­um fyr­ir þau sem vilja aðeins meira en bara glær­an sal­va. Það er einnig hægt að nota sal­vann sem kinna­lit og hann er á góðu verði.

Varasalvi með smá lit frá Labello, 918 kr.
Vara­sal­vi með smá lit frá Labello, 918 kr.

Vasel­ine er auðvitað klass­ísk­ur sal­vi sem flest­ir þekkja. Hann er best­ur fyr­ir þurr­ar var­ir og vinn­ur gegn þurrki og sprungn­um vör­um. 

Vaseline, 297 kr.
Vasel­ine, 297 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda