Klæðaburður Björns vekur athygli í Kaupmannahöfn

Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni …
Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni í Kaupmannahöfn í morgun. Ljósmynd/Scanpix/Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og Björn Skúla­son, eig­inmaður henn­ar, eru stödd í Kaup­manna­höfn og hófu op­in­bera heim­sókn sína til Dan­merk­ur í morg­un.

Klæðaburður Björns hef­ur vakið at­hygli fyr­ir að vera aðeins of lát­laus.

Hann klædd­ist dökk­blá­um jakka­föt­um, ljós­blárri skyrtu og dökk­brún­um skóm þegar Friðrik 10. Dana­kon­ung­ur og María drottn­ing tóku á móti ís­lensku for­seta­hjón­un­um.

Hvernig er það með regl­ur um klæðaburð þegar þú hitt­ir þjóðhöfðingja? Er ekki gerð krafa um svarta skó hjá karl­mönn­um?

„Það fer eft­ir því hvað er í gangi. Ef þú ert til dæm­is í smók­ing eða kjól­föt­um, þá ferðu í lakk­skó. En það fer í raun­inni eft­ir því hvað til­efnið er og hvað þú ert að fara að gera,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Svan Vil­hjálms­son, versl­un­ar­stjóri í Herrag­arðinum í Kringl­unni.

„Þetta er „prótokol“ sem fer eft­ir því hvað er á dag­skránni. Ef þetta er op­in­ber fund­ur eða fund­ur með þjóðhöfðingj­um þá eru all­ir í svört­um skóm. Maður sér yf­ir­leitt að menn eru í svört­um skóm.

En það eru ekki gerðar nein­ar at­huga­semd­ir um þann sem er í dökk­blá­um föt­um við brúna skó, það er voða stíl­hreint. Maður hugs­ar bara, hvað myndi James Bond gera?“ 

Færi hann ekki í hvíta skyrtu og svarta skó?

Hvað myndi James Bond gera?
Hvað myndi James Bond gera? Ljós­mynd/​Scan­pix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda