Er dónalegt að nefna verð á fatnaði?

Halla Tómasdóttir og Friðrik Danakonungur í Kristjánsborgarhöll.
Halla Tómasdóttir og Friðrik Danakonungur í Kristjánsborgarhöll. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix

Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir frétta­stjóri dæg­ur­mála mbl.is svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem hef­ur út á það að setja að verð á kjól­um komi fram í frétt­um. 

Sæl Marta María. 

Þar sem ég leyfði mér að setja út á að verð á kjól for­set­ans var upp­gefið þá sá ég á síðu kongehuset.dk að Halla hefði verið í brúðar­kjóln­um sín­um en verðið ekki nefnt. Ungri var mér kennt að ekki spyrja fólk hvað föt­in hafi kostað sem viðkom­andi klædd­ist, frek­ar hrósa. Hitt væri dóna­skap­ur.

Kveðja, 

Dóra

Sæl Dóra. 

Ég held að þú haf­ir mis­skilið frétt­ina um gull­kjól Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands. Það var eng­inn að setja út á kjól­inn. Um er að ræða hlut­lausa um­fjöll­un um klæðaburð í fyrstu op­in­beru heim­sókn nýs for­seta Íslands til Kaup­manna­hafn­ar þar sem Halla hitti Friðrik Dana­kon­ung og Mary Dana­drottn­ingu. Hvað verðið á kjóln­um varðar þá finnst mér sjálfsagt að nefna það og í raun væri fá­rán­legt að nefna það ekki fyrst það kem­ur fram í net­versl­un­um sem selja fyrr­nefnda flík. 

Tím­arn­ir breyt­ast og menn­irn­ir með. Í gamla þótti til siðs að þaga yfir öllu en af því maður­inn er þannig úr garði gerður að hann get­ur aldrei þagað þá þrif­ust svo­kallaðar gróu­sög­ur. 

Fólk pískraði sín á milli og þegar sama sag­an er búin að fara í gegn­um höfuðið á mis­mun­andi fólki þá breyt­ist hún. Fugl verður fisk­ur. 

Upp­lýst nú­tíma­fólk 

Í dag er þetta ekki svona. Nú­tíma­fólk er upp­lýst og hinir upp­lýstu vilja vita allt. Við lif­um á upp­lýs­inga­öld. Það að burðast með ein­hver leynd­ar­mál þykir ekki móðins leng­ur. Fólk tal­ar um allt og ekk­ert og fæst­ir skamm­ast sín fyr­ir það. Þetta upp­lýsta nú­tíma­fólk vill vita hvað varn­ing­ur kost­ar. Aukið fjár­mála­læsi þjóðar­inn­ar kall­ar á meiri verðvit­und.

Hvað varðar síðuna kongehuset.dk þá skil ég ekki al­veg hvert þú ert að fara. Ég finn ekki upp­lýs­ing­ar um að Halla hafi klæðst brúðar­kjól sín­um. Ef það stend­ur á síðunni þá er það rangt. Kjóll­inn sem Halla klædd­ist er nýr og hægt er að panta hann á net­inu hjá þekkt­um tískusíðum sem selja hönn­un Jenny Packham. 

Halla gift­ist ást­inni sinni, Birni Skúla­syni, árið 2004 og í sum­ar fagnaði hún 20 ára brúðkaup­saf­mæli. Hún sagði frá því sjálf á fé­lags­miðlum því Halla er fylgj­andi meiri kær­leika og meira gegn­sæi. Á mynd­inni sem hún deildi sést brúðar­kjóll­inn ágæt­lega. Hann er hvít­ur með víðu háls­máli og erm­um. 

Er þetta frétt? 

Ef þú ert að velta því fyr­ir þér hvort þetta sé frétt að Halla hafi klæðst glæsi­leg­um gull­kjól sem kostaði rúm­lega 600.000 kr. þá er svarið já. Fólk sem hef­ur áhuga á stíl, sniðum, efn­um, klæðaburði, kónga­fólki og al­mennri um­hirðu vill fá að vita hver er í hverju og hvað það kostaði. 

Það er hluti af þess­ari nú­tíma­hugs­un á upp­lýs­inga­öld þar sem allt er uppi á borðum. Gamli skól­inn á bara stund­um erfitt með að meðtaka það. 

Kveðja, 

Marta María 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Mörtu Maríu spurn­ingu HÉR. 

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flytur hér ræðu sína í Kristjánsborgarhöll.
Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, flyt­ur hér ræðu sína í Kristjáns­borg­ar­höll. Ida Marie Od­ga­ard/​Ritzau Scan­pix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda