Uppskrift af lopapeysu úr smiðju Heli Nikula

Peysan Kristall er sérlega eiguleg og falleg.
Peysan Kristall er sérlega eiguleg og falleg. Ljósmynd/Tina Routamaa

Mikið prjónaæði hef­ur gripið lands­menn og því ekki úr vegi að finna eitt­hvað nýtt til að fitja upp á. Á dög­un­um kom Ullaræði 2 út hjá For­laginu en í bók Heli Nikula er að finna ein­stak­lega smekk­leg­ar prjóna­upp­skrift­ir af ýms­um ull­ar­varn­ingi eins og peys­um, húf­um og vett­ling­um. Eða allt sem þú þarft fyr­ir hinn ís­lenska vet­ur. Það sem ein­kenn­ir prjónaflík­urn­ar er að þær eru bæði smart og hlýj­ar. For­lagið gaf leyfi fyr­ir birt­ingu á upp­skrift af peys­unni Kristal. 

Krist­all

Í þess­ari peysu þarf að vanda sig sér­stak­lega við lita­valið. Mynstur­lit­ur­inn þarf að skera sig vel frá báðum grunn­lit­un­um. Stærðir XXS, XS, S, M, L, XL, XXL. 

Stærðirn­ar eru ekki staðlaðar. Gætið þess að velja rétta stærð eft­ir mál­um peys­unn­ar. Upp­gef­in mál eru af prjónaðri peysu.

  • Um­mál bols:
  • 86,5 (91) 97,5 (104,5) 111 (117,5) 124,5 cm
  • Breidd bols:
  • 43 (45,5) 49 (52) 55,5 (59) 62 cm
  • Sídd frá fit að hand­vegi:
  • 38 (39) 40 (41) 42 (43) 44 cm (eða sú sídd sem óskað er)
  • Erma­lengd: 47 (48) 49 (50) 51 (52) 53 cm (eða sú sídd sem óskað er)

Efni 

Létt­lopi 50 g /100 g hnota

  • Grunn­lit­ur 0054 Ljós­grátt:
  • 7 (7) 8 (8) 9 (9) 10 × 50 g
  • Lit­ur A 1704 Apríkósugult:
  • 1 (1) 2 (2) 2 (2) 2 × 50 g
  • Lit­ur B 0052 Sauðsvart:
  • 1 (1) 1 (1) 1 (1) 1 × 50 g

Prjón­ar

  • Hring­prjónn 3,5 mm, 80 cm
  • Hring­prjónn 4,5 mm, 80 cm
  • Sokka­prjón­ar 3,5 mm og 4,5 mm
  • (Ef töfra­lykkjuaðferðin er ekki notuð þarf að auki 40 cm hring­prjón 3,5 og 4,5 mm)

Prjón­festa

  • 10 × 10 cm: 18 L og 24 umf í slétt­prjóni.

Aðferð:

Prjónið bol og erm­ar í hring neðan frá og upp. Sam­einið bol og erm­ar á einn hring­prjón við hand-veg­inn og prjónið axla­stykkið í hring. Á boln­um byrj­ar um­ferð á vinstri hlið en á axla­stykki þar sem bak og vinstri ermi mæt­ast. Tekið er úr með laska­úr­töku á erm­um.

Fallegar ullarpeysur eru mikil prýði eins og sést á þessari …
Fal­leg­ar ullarpeys­ur eru mik­il prýði eins og sést á þess­ari ljós­mynd sem er í bók­inni Ullaræði 2. Ljós­mynd/​Tina Routa­maa


Bol­ur

  • Fitjið upp 156 (164) 176 (188) 200 (212) 224 L með grunn­lit og 3,5 mm hring­prjóni.
  • Setjið prjóna­merki við byrj­un umf og tengið í hring. Prjónið stuðlaprjón 6 cm (2S, 2B).
  • Skiptið yfir í 4,5 mm hring­prjón og prjónið S með grunn­lit þar til bol­ur­inn mæl­ist 38 (39) 40 (41) 42 (43) 44 cm.
  • Prjónið síðustu umf þar til 5 (5) 6 (6) 7 (7) 8 L eru eft­ir í umf.

Setjið þess­ar L á lykkju­nælu ásamt 4 (4) 5 (6) 6 (7) 8 L í byrj­un næstu umf. Nú eru sam­tals 9 (9) 11 (12) 13 (14) 16 hand­vegs-L á lykkju­næl­unni.


Erm­ar

  • Fitjið upp 40 (40) 40 (44) 48 (48) 48 L með grunn­lit og 3,5 mm sokka­prjón­um.
  • Setjið prjóna­merki við byrj­un umf, tengið í hring og prjónið stuðlaprjón (2S, 2B) 6 cm.
  • Skiptið yfir í 4,5 mm sokka­prjóna, prjónið áfram með grunn­lit og hefjið útaukn­ingu (1 L fyr­ir og eft­ir merki í byrj­un umf) með 2 cm milli­bili þar til sam­tals 60 (62) 66 (68) 70 (72) 76 L eru í umf.
  • Prjónið erm­ina áfram þar til hún mæl­ist 47 (48) 49 (50) 51 (52) 53 cm.
  • Prjónið síðustu umf þar til 5 (5) 6 (6) 7 (7) 8 L eru eft­ir.
  • Setjið þess­ar L á lykkju­nælu ásamt fyrstu 4 (4) 5 (6) 6 (7) 8 L í næstu umf.
  • Nú eru sam­tals 9 (9) 11 (12) 13 (14) 16 hand­vegs-L á lykkju­næl­unni.
  • Prjónið hina erm­ina eins.
Hér má sjá axlamynstur peysunnar.
Hér má sjá axla­mynst­ur peys­unn­ar.

Axla­stykki

  • Sam­einið bol og erm­ar á 4,5 mm hring­prjón og prjónið með grunn­lit.
  • Þið finnið leiðbein­ing­ar á YouTu­be--rás Villa­hullu.
  • Setjið prjóna­merki við byrj­un umf og prjónið fyrri erm­ina 51 (53) 55 (56) 57 (58) 60 L á sama hring­prjón og bol­ur­inn er á þannig að lykkju­næl­urn­ar með hand­vegs-L liggi sam­hliða.
  • Setjið annað prjóna­merki.

Prjónið framstykkið

  • 69 (73) 77 (82) 87 (92) 96 L. Setjið þriðja prjóna­merkið.
  • Setjið næstu 9 (9) 11 (12) 13 (14) 16 L á lykkju­nælu.
  • Prjónið hina erm­ina 51 (53) 55 (56) 57 (58) 60 á sama hring­prjón.
  • Setjið fjórða lykkju­merkið og prjónið bakstykkið 69 (73) 77 (82) 87 (92) 96 L.
  • Nú eru sam­tals 240 (252) 264 (276) 288 (300) 312 L í umf.
  • Nú á að vera prjóna­merki þar sem ermi og bol­ur mæt­ast, sam­tals fjög­ur merki. Nú er fyrstu umf mynst­urs lokið.

Ef þið viljið staðsetja mynstrið þannig að miðja þess verði á miðju fram- og bakstykk­is (mitt á milli laska-úr­taka) þarf að telja L og finna miðjuna að fram­an og miðjuna að aft­an (ágætt að setja merki). Miðjan að fram­an er mitt á milli ann­ars og þriðja prjóna­merk­is. Teljið síðan frá miðju að fram­an aft­ur á bak, í átt að byrj­un umf, til að finna hvar á að byrja í mynstr­inu. At­hugið að hver mynstur­eind er 12 L. Sjötta lykkj­an (miðja mynstur­eind­ar) á að lenda á miðju á fram- og bakstykki.

Peys­urn­ar á mynd­un­um eru ekki prjónaðar með miðju­settu mynstri.

Laska­úr­taka:

  • Hefjið úr­tök­ur í 6. umf í stærð XXS en í 4. umf í öðrum stærðum.
  • Úrtök­urn­ar eru gerðar í ann­arri hverri umf eða alltaf þegar umf er slétt tala.
  • Úrtök­urn­ar eru gerðar í þeim lit sem er grunn­lit­ur hverju sinni.

Slétt­tölu­umf:

  • Úrtaka vinstra meg­in við prjóna­merkið: Takið 1 L óprjónaða, prjónið 1 L slétt og steypið óprjónuðu L yfir þá ný­prjónuðu, prjónið 1 L slétt með viðeig­andi grunn­lit.

Úrtaka hægra meg­in við prjóna­merkið: Þegar 3 L eru eft­ir að næsta merki, prjónið 1 L slétt með viðeig­andi grunn­lit og næstu 2 L slétt sam­an. Sam­tals átta L tekn­ar úr í úr­töku­umf.

Odda­tölu­umf:

  • Prjónið 3 L fyr­ir fram­an og aft­an prjóna­merk­in í við-eig-andi grunn­lit.
  • Haldið áfram með laska­úr­tök­urn­ar þar til 72 (76 ) 96 (100) 104 (116) 112 L eru í umf.

Nú getið þið fjar­lægt prjóna­merk­in. Skiljið samt eft­ir merki við byrj­un umf.

Stærðir XXS og XS: Hefjið stytt­ar umf hér ef þið viljið upp­hækk­un að aft­an.

Stærð S: Prjónið eina umf og takið úr jafnt yfir næstu umf á eft­ir 18 L = 78 L.

Stærð M: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 22 L. = 78 L.

Stærð L: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 24 L = 80 L.

Stærð XL: Prjónið eina umf og takið úr jafnt yfir næstu umf á eft­ir 36 L = 80 L.

Stærð XXL: Takið úr í næstu umf jafnt yfir umf 30 L
= 82 L.

Hér eru prjónaðar 4–6 stytt­ar umf til að fá upp­hækk­un aft­an á háls­máli. Ef aðferðin er ekki kunn­ug­leg má sleppa henni. Leiðbein­ing­ar um aðferðina er að finna á bls. 24 í bók­inni og á YouTu­be-rás Villa­hullu.


Háls­lín­ing

  • Fellið af með snúru­af­fell­ingu með 3,5 mm prjón­um; Prjónið 2S, prjónið næstu 2S sam­an aft­an frá.
  • Færið þess­ar 3 L aft­ur yfir á vinstri prjón og end­ur­takið þar til búið er að fella all­ar L af á vinstri prjóni.
  • Færið 3 L sem eft­ir eru á hægri prjóni á vinstri prjón og fækkið L með steypiúr­töku.

Það eru til góðar leiðbein­ing­ar um snúru­af­fell­ingu (I-cord-bind/​cast-off), t.d. á YouTu­be.

Frá­gang­ur

  • Gangið frá end­um og lykkið sam­an hand­veg­inn.
  • Þið finnið leiðbein­ing­ar um af­fell­ingu á hand­vegs-L með þrem­ur prjón­um á YouTu­be-rás Villa­hullu.

Bleytið peys­una í volgu vatni svo allt loft fari úr henni. Handþvoið peys­una með ull­arsápu eða þvoið hana í þvotta­vél, færið hana þá var­lega í þvotta­vél­ina (þannig að hún nái ekki að togna) og stillið ull­arþvotta­kerfið á 30°C eða minna. Setjið ráðlagðan skammt af Lopi ull­ar­nær­ingu í mýk­ing­ar­efn­is­hólfið.

Eft­ir þvott­inn er peys­an lögð flöt í rétta stærð, t.d. á baðgólf með gólf­hita. Vélþvott­ur er alltaf á eig­in ábyrgð, fram­leiðend­ur lopa­bands­ins bera ekki ábyrgð á mis­mun­andi þvotta­vél­um og vind­ingu.

In­sta­gram

Þið getið skoðað fleiri lita­mögu­leika á In­sta­gram með því að velja myllu­merkið #ki­deneule. Munið að merkja mynd­ir af ykk­ar peysu með myllu­merk­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda