Áslaug Arna fann fullkomna vetrarjakkann

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, mætti á fund í morg­un ásamt öðrum ráðherr­um rík­is­stjórn­ar. Þar verða án efa mörg merki­leg mál­in rædd en í þess­ari grein verður aðallega talað um annað, jakka Áslaug­ar.

Jakk­inn er frá sænska merk­inu Stand Studio sem er þekkt­ast fyr­ir þykk­ar káp­ur og jakka úr gerviloði. Hér á landi fæst hann í GK Reykja­vík og kost­ar 76.995 kr. Þessi jakki hef­ur verið fram­leidd­ur í mis­mun­andi lita­sam­setn­ing­um síðustu ár og er því al­gjör­lega klass­ísk flík. Haustlit­irn­ir njóta sín vel í koní­aks- og dökk­brúnu lita­sam­setn­ing­unni.

Gerviloð hef­ur á und­an­förn­um árum tekið al­gjör­lega fram úr al­vöru loði og mörg stærstu tísku­hús heims hafa hætt fram­leiðslu á flík­um úr ekta dýraloði eins og Gucci, Balenciaga, Prada og Cal­vin Klein. Breski hönnuður­inn Stella McCart­ney hef­ur ávallt verið þekkt fyr­ir að vera mik­ill dýra­vernd­un­ar­sinni og þykir frum­kvöðull í þróun gerviloðs og svipaðra efna úr gervi­efn­um.

Und­an­far­in ár hafa því yf­ir­hafn­ir úr gerviloði orðið sí­fellt vin­sælli. Hér á landi eru þær praktísk­ar því við neyðumst víst til að eiga hlý föt. Jakk­inn sem Áslaug Arna klæðist er stutt­ur og pass­ar því vel við háar bux­ur og kjóla. Fyr­ir þau kul­vís­ustu þá er hægt að finna kápu í mjög svipuðum stíl. 

Jakki frá Stand Studio.
Jakki frá Stand Studio.
Jakkinn í annarri litasamsetningu frá Stand Studio.
Jakk­inn í ann­arri lita­sam­setn­ingu frá Stand Studio.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda