Þetta eru nýju ofurkonufötin

Frá sýningu Saint Laurent fyrir vor/sumar 2025.
Frá sýningu Saint Laurent fyrir vor/sumar 2025. Samsett mynd

Sýning franska tískuhússins Saint Laurent fyrir vorið/sumarið 2025 fór fram í París á dögunum. Sýningarinnar er ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu enda er fremsta röð yfirleitt fyllt stórstjörnum og fötin glæsileg. Listrænn stjórnandi Saint Laurent er Anthony Vaccarello og hefur hann gegnt því starfi frá árinu 2016.

Kvenleg snið, stuttir kjólar, mittisbelti og þröngir jakkar hafa einkennt fatnað Vaccarello fyrir Saint Laurent síðustu ár. Þó að þannig fatnaður hafi vissulega verið til staðar í línunni þá var annað mun meira áberandi og er augljóst að hann hafi verið undir áhrifum frá karlatísku tíunda áratugarins.

Það mætti segja að Vaccarello hafi komið með nýja ofurkonubúninginn; víðar dragtir, hvítar bómullarskyrtur sem hnepptar voru upp í háls og bindi. Stór, áberandi gleraugu og hárið smurt aftur. Hann hætti ekki þar heldur voru stórir leðurjakkar settir yfir og flugmannasólgleraugum skellt á nefið. 

Þetta er orkan sem pólitíkusar ættu að taka með sér inn í komandi kosningatörn.

Vaccarello var undir áhrifum karlatísku tíunda áratugarins.
Vaccarello var undir áhrifum karlatísku tíunda áratugarins. Ljósmynd/AFP
Stór leðurjakki, stór dragt og stór gleraugu.
Stór leðurjakki, stór dragt og stór gleraugu. Ljósmynd/AFP
Stílisering upp á tíu.
Stílisering upp á tíu. Ljósmynd/AFP
Þetta kemur líka vel út í ljósum lit.
Þetta kemur líka vel út í ljósum lit. Ljósmynd/AFP
Ofurfyrirsætan Bella Hadid.
Ofurfyrirsætan Bella Hadid. Ljósmynd/AFP
Svolítið lúðalegt og svolítið töff?
Svolítið lúðalegt og svolítið töff? Ljósmynd/AFP
Það er mikil nostalgía í röndótta og þykka bindinu.
Það er mikil nostalgía í röndótta og þykka bindinu. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda