Diljá Mist og Þórhildur Sunna féllu fyrir eins pólýester-jakka

Jakkinn er frá tyrkneska fatamerkinu adL.
Jakkinn er frá tyrkneska fatamerkinu adL. Samsett mynd

Jakki Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, vakti athygli í Silfrinu RÚV á mánudagskvöldið. Jakkinn var ljósblár á litinn, með gylltum tölum og hvítri rönd á kraganum.

Fatastíllinn á Alþingi er greinilega smitandi því að Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá því á Instagram að hún ætti eins jakka. Einnig spurði hún fylgjendur sína hvora þeirra jakkinn hefði klætt betur.

Jakkinn er frá tyrkneska merkinu adL. Hann er fáanlegur í nokkrum litum eins og ljósbláum, ljósbleikum og svörtum. Það er einnig hægt að fá stutt pils og kjól í stíl. Efnablandan er 64% pólýester á móti 32% viskósi og 4% teygju. Hann kostar 10.044 krónur á gengi dagsins í dag. 

Þórhildur Sunna í Silfrinu þann 14. október síðastliðinn.
Þórhildur Sunna í Silfrinu þann 14. október síðastliðinn. Ljósmynd/Skjáskot
Diljá Mist og Lisa Murkowski. Diljá klæðist jakkanum góða.
Diljá Mist og Lisa Murkowski. Diljá klæðist jakkanum góða. Ljósmynd/Úr einkasafni
Jakkinn fæst á heimasíðu adL og kostar rúmar 10 þúsund …
Jakkinn fæst á heimasíðu adL og kostar rúmar 10 þúsund krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda