Guðrún Hafsteins í 35.000 króna jakka

Glæsilegur jakki.
Glæsilegur jakki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra mætti til reglu­legs fund­ar starfs­stjórn­ar á dög­un­um. Það sem vakti hins veg­ar mest­an áhuga tísku­áhuga­fólks var jakk­inn sem hún klædd­ist; stutt­ur ull­ar­jakki í dökk­brún­um lit með svört­um töl­um.

Lit­ur­inn á jakk­an­um hef­ur verið einn sá vin­sæl­asti í haust. Það er ekki skrýtið því lit­ur­inn pass­ar við marga aðra og er frá­bær til­breyt­ing frá svarta litn­um.

Jakk­inn er úr COS á Hafn­ar­torgi og kost­ar 35.000 krón­ur. Jakk­inn er úr 60% ull á móti 40% Tencel.

Tencel er hálf­nátt­úru­legt efni sem er orðið mjög vin­sælt. Tencel er þekkt fyr­ir mýkt­ina, það er meðal ann­ars gert úr viðarkvoðu og er því hálf­nátt­úru­legt efni. Ásamt kvoðunni er not­ast við lyocell og mó­dal til að búa til Tencel-efna­blönd­una. Áferðin á jakk­an­um gæti þess vegna verið svipuð kasmírull viðkomu þó að þessi blanda nái aldrei sömu gæðum. Þessi efna­blanda er þó mun ódýr­ari en kasmírull­in sem er líka kost­ur.

Ullarjakki úr COS, 35.000 kr.
Ull­ar­jakki úr COS, 35.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda