Hvaða maskara nota þær?

Saga Sigurðardóttir, Andrea Magnúsdóttir, Karin Kristjana Hindborg og Ingunn Sigurðardóttir.
Saga Sigurðardóttir, Andrea Magnúsdóttir, Karin Kristjana Hindborg og Ingunn Sigurðardóttir. Samsett mynd

Góður maskari er vand­fund­inn. Sum­ir halda sig alltaf við þann sama en aðrir eru dug­legri að breyta til. Þó að svart­ur maskari sé lang­al­geng­ast­ur er samt gam­an að prófa sig áfram með aðra liti eins og brún­an eða jafn­vel fjólu­blá­an. 

Saga Sig­urðardótt­ir ljós­mynd­ari

Er að nota Chanel-maskara í litn­um Amé­thyste. Hann er með djúp­fjólu­blá­um lit og er úr nýrri línu Chanel sem er inn­blás­in af tarot­spil­um sem fund­ust í íbúð Coco Chanel í Par­ís. Mér finnst maskar­arn­ir frá Chanel góðir því þeir gefa nátt­úru­legt út­lit.

Saga Sigurðardóttir ljósmyndari er óhrædd við litaða maskara.
Saga Sig­urðardótt­ir ljós­mynd­ari er óhrædd við litaða maskara. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Maskari í djúpfjálubláum lit er heillandi.
Maskari í djúp­fjálu­blá­um lit er heill­andi.
Maskari frá Chanel í litnum Améthyste.
Maskari frá Chanel í litn­um Amét­hyste.

Andrea Magnús­dótt­ir fata­hönnuður

Ég nota Panorama frá L'Oréal. Hann er létt­ur en þykk­ir og leng­ir. Ég nota oft­ast svart­an en finnst brúni líka flott­ur þegar ég vil hafa létt­ari hvers­dags­förðun. Ég nota Sweed Eyelash Ser­um á kvöld­in en það er ser­um sem leng­ir augn­hár­in, elska það.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður notar augnháraserum og finnst það mikilvægt.
Andrea Magnús­dótt­ir fata­hönnuður not­ar augn­háraser­um og finnst það mik­il­vægt.
Panorama-maskari frá L'Oreal.
Panorama-maskari frá L'Or­eal.
Augnháraserum frá Sweed.
Augn­háraser­um frá Sweed.

Kar­in Kristjana Hind­borg, eig­andi snyrti­vöru­versl­un­ar­inn­ar Nola

Ég nota alltaf Lim­it­less Lash-maskara frá ILIA Beauty því hann er besti maskari sem ég hef prófað. Ég hef prófað ófáa. En ég hef notað hann í sjö ár og hann hef­ur fengið fullt af verðlaun­um. Hann leng­ir, aðgrein­ir, krull­ar og held­ur augn­hár­un­um þannig all­an dag­inn án þess að síga. Smit­ar aldrei eða moln­ar og ekk­ert mál að þrífa af. Maskar­inn er án óæski­legra inni­halds­efna og án nikk­els og hent­ar því viðkvæm­um aug­um.

Uppáhaldsmaskari Karinar, eiganda snyrtivöruverslunarinnar Nola, hentar viðkvæmum augum.
Upp­á­halds­ma­skari Karin­ar, eig­anda snyrti­vöru­versl­un­ar­inn­ar Nola, hent­ar viðkvæm­um aug­um. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir
Limitless Lash-maskari frá Ilia.
Lim­it­less Lash-maskari frá Ilia.

Ing­unn Sig­urðardótt­ir, eig­andi Reykja­vík Makeup School, HI Beauty og Chilli in June

Ég skipt­ist svo­lítið á með maskara en sá sem er í al­gjöru upp­á­haldi þessa stund­ina er L'Oréal Panorama. Maskar­inn þétt­ir rót augn­hár­anna og nær hverju ein­asta augn­hári. Ég hef farið með þenn­an maskara út í óveður og í rækt­ina og hann hagg­ast ekki. Svo finnst mér líka must að eiga einn góðan brún­an maskara, fyr­ir dag­ana sem ég vil aðeins létt­ara lúkk. Þá er YSL Lash Clash í upp­á­haldi.

Ingunn Sigurðardóttir, eigandi Reykjavík Makeup School, HI Beauty og Chilli …
Ing­unn Sig­urðardótt­ir, eig­andi Reykja­vík Makeup School, HI Beauty og Chilli in June, not­ar brún­an maskara af og til. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausta­son
Lash Clash-maskari frá Yves Saint Laurent.
Lash Clash-maskari frá Yves Saint Laurent.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda