Það eru árshátíðir eða aðrar vinnustaðaskemmtanir fram undan, afmæli og loks jólahlaðborð eða tónleikar. Nú er tíminn til að fjárfesta í góðum partíkjól sem passar þér vel og þú getur notað oft. Ef þú sérð hinn fullkomna kjól skaltu ekki hika við kaupin, því flottir kjólar eru vandfundnir og eiga það til að klárast hratt í búðum. Það eru nú einu sinni flestir í sömu erindagjörðum.
Með haustinu fóru stuttir kjólar og pils að vera mun meira áberandi en áður og er úrvalið af þeim í verslunum sífellt að aukast. Ef það heillar ekki er kjóllinn sem nær um miðja kálfa líka alltaf klassískur. Ekki hræðast glimmerið og glingrið því það er svo skemmtilegt og við hæfi allan veturinn.
Kjóll úr gervileðri frá Zöru, kostar. 11.995 kr.
Kjóll frá Stine Goya, fæst í Andrá og kostar 42.900 kr.
Kjóll frá Noella, kostar 19.900 kr. og fæst í FOU22.
Kjóll frá ROTATE, fæst í GK Reykjavík og kostar 59.995 kr.
Kjóll frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 36.900 kr.
Blúndu- og pallíettukjóll frá Selected, kostar 18.990 kr.
Silkikjóll frá Anine Bing, fæst í Mathildu og kostar 119.900 kr.
Kjóll frá Ganni, fæst í GK Reykjavík og kostar 45.995 kr.
Velúrkjóll frá Zöru, kostar 6.995 kr.
Kjóll frá ROTATE, kostar 59.995 kr. og fæst í GK Reykjavík.
Kjóll úr Vero Moda, kostar 8.990 kr.
Stuttur kjóll úr Zöru, 7.995 kr.
Kjóll frá Second Female, fæst í FOU22 og kostar 21.900 kr.
Pallíettukjóll frá Selected, kostar 24.990 kr.