Heiðarleg tilraun til að stela stíl Ölmu Möller

Marta María Winkel Jónasdóttir skrifar um fatastíl.
Marta María Winkel Jónasdóttir skrifar um fatastíl. Ljósmynd/Kári Sverriss

Það að klæða sig fal­lega er ákveðin list­grein. Fólk með virk­ara hægra heila­hvel er oft tölu­vert betra í að raða sam­an lit­um, efn­um og sniðum en fólk með virk­ara vinstra heila­hvel. Vinstra heila­hvels týp­urn­ar mala hins veg­ar oft og tíðum hægra heila­hvels týp­urn­ar í maraþon­hlaup­um, reikn­ingi og þessi hóp­ur miss­ir fókus þegar minnst er á sniðsauma, háls­lín­ing­ar, snið á boðung­um og utanáliggj­andi vasa.

Að hafa góðan fatasmekk er hug­lægt mat en þeir sem velja nátt­úru­leg efni og fatasnið sem lagt er í þykja oft­ar bet­ur klædd­ir en þeir sem velja plasts­andala, sniðlaus­ar flí­speys­ur og gervi­efni sem lím­ast við lík­amann. Það er ekki nóg að velja föt úr góðum efn­um því þau þurfa að passa á búk­inn og taka mið af hand­leggja­lengd, mitt­is­línu og taka þarf mið af hreyfi­vídd svo drottn­ing­arn­ar verði ekki eins og fólkið í Silfr­inu um dag­inn.

Alma Möller land­lækn­ir tal­ar um það í viðtali í Smart­lands­blaðinu hvað það skipti miklu máli, þegar ald­ur­inn fær­ist yfir, að velja rétt snið. Þegar við hitt­umst klukk­an átta á miðviku­dags­morgni munaði litlu að við hefðum verið eins og tví­bur­ar því Alma tók á móti mér í vín­rauðri dragt frá Fil­ippu K.

Vin­kona mín kynnti mér þessi föt fyr­ir meira en ára­tug þegar hún bjó í Svíþjóð og síðan hef ég keypt jakka og bux­ur í mis­mun­andi lit­um. Einu sinni átti ég bæði svarta dragt og dökk­bláa. Á köld­um vetr­armorgn­um var ekki nokk­ur leið að sjá hvor væri hvað og alls ekki þegar ald­ur­stengd fjar­sýni bætt­ist við.

Þegar ég hnaut um nýj­an lit, þenn­an vín­rauða, þá festi ég bara kaup á bux­un­um. Vegna heilaþvott­ar Ásgeirs Jóns­son­ar seðlabanka­stjóra frestaði ég jakka­kaup­un­um en keypti í staðinn vín­rauða silkiskyrtu. Hún var ódýr­ari en jakk­inn en vegna óreiðu í fata­her­bergi fannst ekki skyrt­an á miðviku­dags­morg­un. Fólk með virk­ara hægra heila­hvel man stund­um ekki hvar á heim­il­inu það tæt­ir af sér föt­in. Ég stór­sé eft­ir að hafa látið Ásgeir Jóns­son eyðileggja þessi jakka­kaup. Betra hefði verið að kaupa hann og reyk­spóla svo til móts við BrownSanta (UPS). Þegar ég sagði Ölmu frá þessu sagði hún við mig að ég yrði að reyna að finna jakk­ann sem fyrst því þessi vín­rauði væri að verða upp­seld­ur. Það kom á dag­inn að hún hafði rétt fyr­ir sér. Marta María mun því ekki ná að stela stíln­um af Ölmu Möller því fram­leiðslu­deild Fil­ippu K mis­reiknaði vin­sæld­ir dragta í vín­rauðum lit.

Það er auðvitað ekki heimsend­ir þótt einn vín­rauðan jakka vanti í fata­skáp­inn. Málið er bara að efnið í þess­um drögt­um hef­ur að geyma góða efna­blöndu. Það er í réttri þykkt, ekki of stíft og ekki of lufsu­legt. Dragt­ir í of linu og lufsu­legu efni verða oft svo óskap­lega frú­ar­leg­ar með fullri virðingu fyr­ir eldri döm­um. Það sem er samt fyndið er að kven­lækn­ar voru ekki ánægðir þegar frétt­ir fóru að ber­ast á Smartlandi hvað Alma Möller væri smart. Þeim fannst ekki nógu mik­ill prestís að fjallað væri um fal­leg­ar slaufu­blúss­ur þegar þjóðin var í hálf­gerðri lífs­lokameðferð heima hjá sér og vissi hrein­lega ekki hvort hún gæti ein­hvern tím­ann litið glaðan dag á ný þegar kór­ónu­veir­an geisaði.

Þegar lífið hell­ist yfir okk­ur af full­um þunga og óveðurs­ský hrann­ast upp þá skipt­ir hver ein­asta sól­arglæta máli. Ef þessi sól­arglæta er í formi slaufu­blússu, má hún ekki bara vera það? Þarf eitt að úti­loka annað?

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda